Ég óska fjölskyldu, vinum mínum og lesendum síðunnar ef það eru aðrir en falla undir þessa skilgreiningu, friðar og gæfu á árinu 2007. Þakka með þökk í hjarta fyrir allt gott og gamallt.
Í gæR fórum við litla familían í langa göngu um London, ég á það til að renna svona yfir árið í hausnum á mér á þessum degi. Það var alltaf gert heima að hver átti að nefna 3 atriði sem stóðu uppúr sem góð atriði og önnur miður góð- svona öpps and dáns á árinu. Mér þykir þetta ár sem er að líða alveg einstaklega tíðindalítið, er samt að hugsa um að renna yfir það svona lauslega. Fyrir mig svo þeir sem ekki hafa áhuga geta hætt að lesa núna;)
Janúar: Eftir ömurleg veikindi milli jóla og nýárs kom ég frá Akureyri með flugi snemma morguns, bíllinn minn fór ekki i gang og ég mann enn hvað mér var kallt þegar ég kom Nóa á leikskólann með leigubíl og sjálfri mér í vinnuna... Jaðraði við þunglyndi að koma heim í kuldann og vinnuna sem tók sífelldum breytingum. Janúar leið bara blessunalega hratt og vottaði ekki fyrir söknuði þegar sá mánuður kvaddi.
Febrúar: Ég man lítið eftir þessum mánuði. Hélt reyndar stórgott teiti á afmælinu mínu með Ragga. Tjúttaði með mínum góðu vinum og stóð ekki uppúr rúminu daginn eftir.
Mars: Usss einstaklega daufur mánuður, smá rússibani í einkalífinu, árshátíð 365 og stíf megrun í gangi heheh
Apríl: London um páskana, áttum einstaklega ljúfa páska hjá ensku familíunni. Eyddum páskadegi í minnsta sumarhúsi veraldar að drepast úr kulda, en páskaeggið og indverski dinnerinn úr marks og spencer komu sér vel:)
Maí: Fór aftur til London, svaf, borðaði og lék mér. Fór með Ævari frænda í sína fyrstu ferð erlendis og við skemmtum okkur stórvel.
Júní: Eyddi júní að miklum hluta með skottunum tveimur, litla skottið varð þriggja ára og við héldum frábært afmæli í Mávahlíðinni. Fór í lok júní á Hróarskeldu sem mér fannst ekki spes og mun ekki endurtaka.
Júlí: Flutti úr Mávahlíðinni á Bergþórugötuna, sennilega það leiðinlegasta sem ég geri er að flytja og ég geri of mikið að því. Já ef einhver veit um fallega íbúð til sölu í RVK þá endilega láta mig vita.
Ágúst: Byrjaði á verslunarmannahelginni á Akureyri. Man ekkert hvað ég gerði í ágúst annað en að vinna og lifa fyrir sumarfríið sem var framundan. KK og Sævar giftu sig og ég fékk að vera gestur í yndislegu brúðkaupi.
September: Eyddi septembermánuði á grískri eyju og í London. Það var of dásamlegt. Þegar ég verð gömul ætla ég að flytja til Grikklands, hef sjaldan gert neitt eins erfitt og að byrja aftur að vinna og koma heim í skítaholuna á Bergþórugötunni.
Október: Mamma fagnaði stórafmæli og við Nói nutum haustsins í 101 RVK
Nóvember: Höfðum það gott við undirbúning jólanna, mánuðurinn flaug framhjá eins og vill verða þegar skottin eru bæði hjá mér. Fékk nýtt hlutverk í vinnunni, hef unnið meira og minna síðan.
Desember: Jóla jóla jóla, jól á Akureyri, tónleikar, vont veður og mikil vinna, flogið í notalegheitin í London í lok mánaðar þaðan sem þetta er bloggað.
Mikið djefilll líður tíminn hratt. Kannski ekkert svo tíðindalítið ár. Fimm utanlandsferðir og hopp og hí um Ísland. Finnst svo stutt síðan ég var að brasa í janúar 2006, vona að þetta ár verði gott. Er með nokkur markmið fyrir árið en engin sem ég ætla að garga hér á bloggið, nema kannski að sælgæti mun ég ekki setja inn fyrir mínar varir árið 2007 og til NY eða San Fran fer ég;)
Annars er bara allt gott héðan, deginum eytt í útivist og rólóvellir kannaðir. Innandyra umvafinn ættingjum sem slefa hreinlega yfir erfingjanum. Sérdeilis gott það.
Biðjum að heilsa heim
GLEÐILEGT ÁR OG MEGIÐ ÞIÐ EIGA BESTA ÁRIÐ YKKAR HINGAÐTIL FRAMUNDAN
31.12.06
30.12.06
komin i heimsborgina
allt gekk vel og allir gladir. Buid ad halda jol nr 2, barnid fekk stafraena myndavel fra ommu og afa ekki seinna vaena tegar madur er triggja og halfs.... farinn a sofann. Energy is pretty low.
28.12.06
Norður komst ég og aftur heim
Júbb ég komst norður, Ragnar bjargaði rassgatinu á litlu fjölskyldunni enn eina ferðina og ferjaði okkur norður. Það gekk áfallalaust fyrir sig enda eðal kaggi þarna á ferð og eðal Raggi náttúrulega. Jólin voru yndæl, matur, konfekt, malt og appelsín, rauðvín, bjór, kúr undir sæng, sjónvarpsgláp, hittingur vina, kaffihús og almennur stjarfi af áti einkenndi þessi jólin. Á jólanótt stóð ég vopnuð risa flassi og hjálpaði ljósmyndaranum að mynda yfirgefið hús. Gekk fínt;)
Á annan í jólum komum við svo heim með flugi og það verður nú að segjast að við vorum öll fegin að komast í okkar holur og okkar dót. Hinsvegar var það fjandanum erfiðara að vakna í gærmorgun til að mæta í vinnuna. Usss ætti náttúrulega að banna svona vinnu milli jóla og nýárs. Reyndar er tiltölulega rólegt hérna hjá mér svo þetta er allt í key. Ætla að smella hérna inn nokkrum myndum af erfingjanum áður en ég hendist út til að kaupa jólagjafir fyrir ensku familíuna enda ekkert eftir nema að skella sér til London á morgun;)
22.12.06
2 dagar til jóla
Mikið var gott að eiga ekkert eftir í gær og geta bara kúrt heima undir sæng og glápt á imbann með veðrið barði svoleiðis á gluggana.
Só far hefur dagurinn verið fínn, reyndar er klukkan ekki orðin níu en samt er ég búin að afkasta heilum helling. Sé ekki fram á að flugið mitt norður reddist. Fokkings skitsóveður hérna ég er of svekkt til að blogga nokkuð um það mál.
En allavega.... verð að fara að vinna;) Liðið er að týnast hérna inn úr myrkrinu.
Só far hefur dagurinn verið fínn, reyndar er klukkan ekki orðin níu en samt er ég búin að afkasta heilum helling. Sé ekki fram á að flugið mitt norður reddist. Fokkings skitsóveður hérna ég er of svekkt til að blogga nokkuð um það mál.
En allavega.... verð að fara að vinna;) Liðið er að týnast hérna inn úr myrkrinu.
15.12.06
Blogghnoð
Jessss þá er loksins runnin upp helgi. Ekki misskilja líf mitt snýst sko alls ekki um helgar. Síðustu vkur hafa bara verið svona eins og kafsund. Ég fylli lungun og dreg að mér andann á mánudegi og finnst ég einhvernveginn vera að koma uppúr í enda vikunnar. Geeeeeeeeersamlega punkteruð.
Þetta er bara gott. Síðasta helgin fyrir jól og ýmislegt stendur til. Til dæmis ætlar litla skottið að fara í bíó og sjá Músakónginn og Hnetubrjótinn, það verður án efa skemmtilegt. Morgunkaffi á Kaffi tár og eins þarf að klára jólagjafainnpökkkun og jólakortaskrif. Jólatónleikar Langholtskirkjukórs annað kvöld, bíó í kveld og soooonnnna ýmislegt.
Æi það er bara svo gott að vera frískur og glaður.
Þetta er bara gott. Síðasta helgin fyrir jól og ýmislegt stendur til. Til dæmis ætlar litla skottið að fara í bíó og sjá Músakónginn og Hnetubrjótinn, það verður án efa skemmtilegt. Morgunkaffi á Kaffi tár og eins þarf að klára jólagjafainnpökkkun og jólakortaskrif. Jólatónleikar Langholtskirkjukórs annað kvöld, bíó í kveld og soooonnnna ýmislegt.
Æi það er bara svo gott að vera frískur og glaður.
9.12.06
Eigum við ekki að gera það að hefð að blogga á laugardögum;)
Bloggið hefur fengið að sitja á hakanum síðustu misseri. Mikið að gera og mikið um að vera. En ég er hress jájá.
Fór og sá gospelkór Fíladelfíu syngja jólatónleika á fimmtudaginn. Hrikalega gaman þar til farið var að stað með bænirnar. Enn með samviskubit yfir að hafa stolið barmmerkjasafni Óskars Einarssonar söngstjóra og selt það. Reyndar vorum við sendar (systir hans og ég) og látnar biðja um merkin aftur og endurgreiddum foreldrunum merkin meðan þau voru týnd úr börmum barnanna á eyrinni. Hann hefur sjálfsagt fyrirgefið mér þetta núna 20 árum síðan, minntist amk ekki á þetta þegar hann spilaði undir hjá mér síðast;)
Annars fór Nóinn minn norður um helgina og í dag svaf ég út í fyrsta sinn síðan síðasta sumar. Það var svo kærkomið. Eftir góðan göngutúr um bæinn með Sessu minni og kveldmat á Sólon var ég komin undir sæng með bók kl 9 í gærkveldi, ég vaknaði eftir hádegi í dag úthvíld og hress.
Dagurinn í dag hefur svo farið í ýmislegt dútl tengt jólunum og í kvöld er það Sushi með frænkum mínu og fleiri hressum stelpum á Maru.
Ætlunin er svo að sofa lengi lengi lengi líka á morgun og njóta þess að vera ein áður en ég fæ litla skottið og stóra skottið hér í litlu höllina.
Svefninn veltur reyndar á hávaðastillingu nágranna míns á græjunum sínum en ég man greinilega eftir að hafa vaknað upp í nótt með orðið "MYRÐA" greypt í huga minn. Nú svoleiðis hristist hér allt og skekur vegna fokkings dauða "beat-sins" sem er að gera mig geðveika. Að fólk skuli hlusta á svona viðbjóð.
Fór og sá gospelkór Fíladelfíu syngja jólatónleika á fimmtudaginn. Hrikalega gaman þar til farið var að stað með bænirnar. Enn með samviskubit yfir að hafa stolið barmmerkjasafni Óskars Einarssonar söngstjóra og selt það. Reyndar vorum við sendar (systir hans og ég) og látnar biðja um merkin aftur og endurgreiddum foreldrunum merkin meðan þau voru týnd úr börmum barnanna á eyrinni. Hann hefur sjálfsagt fyrirgefið mér þetta núna 20 árum síðan, minntist amk ekki á þetta þegar hann spilaði undir hjá mér síðast;)
Annars fór Nóinn minn norður um helgina og í dag svaf ég út í fyrsta sinn síðan síðasta sumar. Það var svo kærkomið. Eftir góðan göngutúr um bæinn með Sessu minni og kveldmat á Sólon var ég komin undir sæng með bók kl 9 í gærkveldi, ég vaknaði eftir hádegi í dag úthvíld og hress.
Dagurinn í dag hefur svo farið í ýmislegt dútl tengt jólunum og í kvöld er það Sushi með frænkum mínu og fleiri hressum stelpum á Maru.
Ætlunin er svo að sofa lengi lengi lengi líka á morgun og njóta þess að vera ein áður en ég fæ litla skottið og stóra skottið hér í litlu höllina.
Svefninn veltur reyndar á hávaðastillingu nágranna míns á græjunum sínum en ég man greinilega eftir að hafa vaknað upp í nótt með orðið "MYRÐA" greypt í huga minn. Nú svoleiðis hristist hér allt og skekur vegna fokkings dauða "beat-sins" sem er að gera mig geðveika. Að fólk skuli hlusta á svona viðbjóð.
3.12.06
Hadda mis
Í haust fórum við í smá óvissuferð í vinnunni sem ég hef sagt frá hér áður, eftir að hafa klifrað og svitnaði í Adrenalíngarðinum fórum við til Hveragerðis og í sund í Laugaskarði.
Við vorum þrjár stelpur í ferðinni sem fórum saman í klefann, afklæddust og smelltum okkur í sturtu og sunbolina. Þarna var ég kannski búin að drekka 2 bjóra ekki mikið meira en það, smellti mér í heitapottinn og lá þar í smá tíma. Þegar þeirri lögn var lokið sá ég að það væri sennilega best fyrir mig að fara uppúr og þvo hausinn og gera mig ready fyrir humar á Stokkseyri. Ég semsagt fór í sturtuna og að henni lokinni sest ég aðeins á bekkinn þar sem fötin mín héngu. Tók myndavélina mína sem var þarna við hliðina á mér og var að skoða myndir sem ég hafði tekið yfir daginn. Þá kemur samstarfskona mín og ég segi við hana í gríni. Hey Silja, má ég taka af þér nektarmynd? Þegar ég segi þetta er ég enn að skoða myndirnar og lít ekki upp, hinsvegar svara Silja engu. Þá lít ég á manneskjuna við hliðina á mér sem er EKKI Silja heldur einhver allt önnur hávaxin grönn stúlka sem starir á mig. Ég fór í frekar mikla flækju þarna á bekknum, nakin með myndavélina í fanginu og engin þarna nálægur sem hugsanlega gæti verið samstarfskona mín og ég bara ehhhmmm djók, sorrý var að gera smá djók i samstarfskonu minni og jaríjarí. Döfull sem ég hefði viljað vera gleypt af jörðinni á þessu augnabliki.
Við vorum þrjár stelpur í ferðinni sem fórum saman í klefann, afklæddust og smelltum okkur í sturtu og sunbolina. Þarna var ég kannski búin að drekka 2 bjóra ekki mikið meira en það, smellti mér í heitapottinn og lá þar í smá tíma. Þegar þeirri lögn var lokið sá ég að það væri sennilega best fyrir mig að fara uppúr og þvo hausinn og gera mig ready fyrir humar á Stokkseyri. Ég semsagt fór í sturtuna og að henni lokinni sest ég aðeins á bekkinn þar sem fötin mín héngu. Tók myndavélina mína sem var þarna við hliðina á mér og var að skoða myndir sem ég hafði tekið yfir daginn. Þá kemur samstarfskona mín og ég segi við hana í gríni. Hey Silja, má ég taka af þér nektarmynd? Þegar ég segi þetta er ég enn að skoða myndirnar og lít ekki upp, hinsvegar svara Silja engu. Þá lít ég á manneskjuna við hliðina á mér sem er EKKI Silja heldur einhver allt önnur hávaxin grönn stúlka sem starir á mig. Ég fór í frekar mikla flækju þarna á bekknum, nakin með myndavélina í fanginu og engin þarna nálægur sem hugsanlega gæti verið samstarfskona mín og ég bara ehhhmmm djók, sorrý var að gera smá djók i samstarfskonu minni og jaríjarí. Döfull sem ég hefði viljað vera gleypt af jörðinni á þessu augnabliki.
2.12.06
Ekkert betra en....
þynnkulaus laugardagsmorgun. Nú tala ég eins og ég drekki sérstaklega mikið sem er ekki. Barnaefnið er hérna í bakgrunninum og ég á leið í minn heilaga morgunmat inní eldhúsi, eftir að hafa skokkað niður og sett í eins og eina þvottavél og náð í blaðið.
Hreiðar Nói vaknaði eldsnemma út af jóladagatalinu. Nú liggur hann hinsvegar eins og skata undir minni sæng og horfir á barnaefnið. Gæti hugsað mér einn factor til að fullkomna þetta, en svona er lífið ekki allt hægt.
Sem minnir mig á X-factor í sjónvarpinu í gær. Greinilegt að allt góða söngfólkið að norðan er hreinlega flutt suður. HVAÐ í ósköpunum eru stúlkur og strákar, með eins veika rödd og hugsast getur, laglaust lið að drepast úr stressi sem velur lög sem er fáránlegt að syngja án undirleiks að gera þarna? Mér finnst þetta umhugsunarefni. Er það á þeirri skoðun að þarna eigi það heima? Er þörfin fyrir að sjást og sýnast svona mikil, er svona rosaleg þrá eftir því að verða þekktur eða hvað er þetta? Ég sat bara hérna og starði á skjáinn, undrandi yfir því að 90% af þessu fólki nýtti ekki tímann sinn í eitthvað annað og betra.
Annars er smá jólasnjór úti. Bara kósý hérna inni við kertaljós, jólagafirnar eru svona nánast tilbúnar. Bara þrjár eftir handa pabba, adam og Nóa. Finn aldrei neitt nógu gott en er komin með svona óskýra mynd í kollinn. Ætla að leyfa henni að skýrast áður en ég fer í búð því slíkur er hamagangurinn í búðunun hérna og rétt 2. desember.
Jebb svona er það nú. Fór líka til háls, nef og eyrnalæknis í gær og þetta setti bara punktinn yfir i'ið- Hvað er gert við fólk í læknanámi, er eitthvað mennskt tekið í burtu á 6. ári. Þekki bara einn einn góðan lækni, EINN - hann býr í Hlíðunum, reyndar ekki sérfræðingur svo þetta er kannski eitthvað sem gerist í sérnáminu. Ég hefði a.m.k auðveldlega getað sparað mér 4000 kallinn og étið vaselíndós í staðinn.
En ég er glöð jájá.
Góða helgi
Haddan
Hreiðar Nói vaknaði eldsnemma út af jóladagatalinu. Nú liggur hann hinsvegar eins og skata undir minni sæng og horfir á barnaefnið. Gæti hugsað mér einn factor til að fullkomna þetta, en svona er lífið ekki allt hægt.
Sem minnir mig á X-factor í sjónvarpinu í gær. Greinilegt að allt góða söngfólkið að norðan er hreinlega flutt suður. HVAÐ í ósköpunum eru stúlkur og strákar, með eins veika rödd og hugsast getur, laglaust lið að drepast úr stressi sem velur lög sem er fáránlegt að syngja án undirleiks að gera þarna? Mér finnst þetta umhugsunarefni. Er það á þeirri skoðun að þarna eigi það heima? Er þörfin fyrir að sjást og sýnast svona mikil, er svona rosaleg þrá eftir því að verða þekktur eða hvað er þetta? Ég sat bara hérna og starði á skjáinn, undrandi yfir því að 90% af þessu fólki nýtti ekki tímann sinn í eitthvað annað og betra.
Annars er smá jólasnjór úti. Bara kósý hérna inni við kertaljós, jólagafirnar eru svona nánast tilbúnar. Bara þrjár eftir handa pabba, adam og Nóa. Finn aldrei neitt nógu gott en er komin með svona óskýra mynd í kollinn. Ætla að leyfa henni að skýrast áður en ég fer í búð því slíkur er hamagangurinn í búðunun hérna og rétt 2. desember.
Jebb svona er það nú. Fór líka til háls, nef og eyrnalæknis í gær og þetta setti bara punktinn yfir i'ið- Hvað er gert við fólk í læknanámi, er eitthvað mennskt tekið í burtu á 6. ári. Þekki bara einn einn góðan lækni, EINN - hann býr í Hlíðunum, reyndar ekki sérfræðingur svo þetta er kannski eitthvað sem gerist í sérnáminu. Ég hefði a.m.k auðveldlega getað sparað mér 4000 kallinn og étið vaselíndós í staðinn.
En ég er glöð jájá.
Góða helgi
Haddan
28.11.06
Getur einhver sagt mér
Afhverju í ósköpunum pylsur eru svona svakalega dýrar? Mér er þetta bara óskiljanlegt, ekk fyrir ekki vandaðri matvöru en svo.
27.11.06
ANYONE
Veit einhver um far frá akureyri um þarnæstu helgi til borgarinnar. Mikið væri það geggjað.
Barnið verður að komast í sveitina til ömmu og afa síns en getur ekki farið nema hann fái fylgd heim helst í flugi.
Barnið verður að komast í sveitina til ömmu og afa síns en getur ekki farið nema hann fái fylgd heim helst í flugi.
26.11.06
Ef til væri guð myndi hann..
koma með kók til mín núna;)
Í gær fór ég í eitthvað það skemmtilegasta brúðkaup sem ég hef farið í. Hafsteinn Þór og Hrefna vinir mínir urðu semsagt hjón. Veislan var algerlega meiriháttar, ótrúlega skemmtileg atriði og ræður og n.b engir vibbaleiðinlegir brúðkaupsleikir. Veislustjórarnir þurftu ekki að rembast við að vera fyndnir með leiðinleg atriði og leiki svo þetta var eiginlega bara fullkomið. Maturinn var geggjaður, borðfélagarnir skemmtilegir og ræða brúðgaumans til brúðurinnar var sérdeilis mögnuð og fékk mann hreinlega til að trúa á ástina og hjónabandið;)
Dagurinn í dag hefur líka verið góður, afmæli í Hafnarfirði og svosum eiginlega ekkert meira, nú er bara búið að tendra á kertum og sonur minn búinn að færa mér ís í rúmið og skeið svo ég fari ekki að æsa mig (það voru hans orð)....
Lífið er leikur, það er bara ljúft;)
Í gær fór ég í eitthvað það skemmtilegasta brúðkaup sem ég hef farið í. Hafsteinn Þór og Hrefna vinir mínir urðu semsagt hjón. Veislan var algerlega meiriháttar, ótrúlega skemmtileg atriði og ræður og n.b engir vibbaleiðinlegir brúðkaupsleikir. Veislustjórarnir þurftu ekki að rembast við að vera fyndnir með leiðinleg atriði og leiki svo þetta var eiginlega bara fullkomið. Maturinn var geggjaður, borðfélagarnir skemmtilegir og ræða brúðgaumans til brúðurinnar var sérdeilis mögnuð og fékk mann hreinlega til að trúa á ástina og hjónabandið;)
Dagurinn í dag hefur líka verið góður, afmæli í Hafnarfirði og svosum eiginlega ekkert meira, nú er bara búið að tendra á kertum og sonur minn búinn að færa mér ís í rúmið og skeið svo ég fari ekki að æsa mig (það voru hans orð)....
Lífið er leikur, það er bara ljúft;)
24.11.06
Vika eftir af Nóvember
eða rétt svo. Er að koma mér í vinnustellingar hérna heima hjá mér. Leikskólinn lokaður vegna vinnudags, pínu sérstakt að þurfa að loka til að vinna, en mér sýnist þetta lið þarna ekkert veita af smá fókus. Veit ekki hvað það er, en mér finnst ég alltaf vera minna og minna til í að skilja barnið þarna eftir. Hann vaknar hvern einasta morgun með þá von brjósti að hann fái að vera heima eða fara með mér í vinnuna. Kannski það hafi áhrif. Amk erum við bæði heima í dag. Ég vinn, hann leikur og svo fær hann að koma með mér í FÍH í hádeginu og svoooona...
Líður voða vel þessa dagana, veit ekki hvort það er rökkrið og kertaljósin hérna hjá mér eða af því að ég hef haldið Hr. Sykri útúr mínu systemi alla vikuna. Það hefur á mig heilmikil áhrif. Verð svo orkumikil og hress, sef betur og er öll meira á lífi einhvernveginn. Sérstakt samt að vera að éta þennan skít ef hann hefur svona áhrif á mig. Sennilega bara sama problem og hjá ölkunum með vínið, svona stundargleði sem endar með höfuðverk, svima, svita og almennum óþægindum. Reyndar voða lítill bömmer af súkkulaðiáti svona ef við miðum við áfengið;)
Jæja best að fara að vinna... Tölvupósturinn geeeeeeeeeeersamlega er að drekkja mér syndri manneskjunni.
Góða helgi
Líður voða vel þessa dagana, veit ekki hvort það er rökkrið og kertaljósin hérna hjá mér eða af því að ég hef haldið Hr. Sykri útúr mínu systemi alla vikuna. Það hefur á mig heilmikil áhrif. Verð svo orkumikil og hress, sef betur og er öll meira á lífi einhvernveginn. Sérstakt samt að vera að éta þennan skít ef hann hefur svona áhrif á mig. Sennilega bara sama problem og hjá ölkunum með vínið, svona stundargleði sem endar með höfuðverk, svima, svita og almennum óþægindum. Reyndar voða lítill bömmer af súkkulaðiáti svona ef við miðum við áfengið;)
Jæja best að fara að vinna... Tölvupósturinn geeeeeeeeeeersamlega er að drekkja mér syndri manneskjunni.
Góða helgi
23.11.06
Hamingjuóskir
Fá:
Pabbi minn, Adda mín og litli Aron Bjarki systursonur KK
Þau eiga öll afmæli í dag;)
Pabbi minn, Adda mín og litli Aron Bjarki systursonur KK
Þau eiga öll afmæli í dag;)
20.11.06
Heppin maður.................
Er ekki að trúa framgöngu minni og sonar míns í happdrætti Háskóla Íslands. Ég keypti miða handa okkur þegar ég bjó á Varmalandi, veit ekki hversu oft hann hefur unnið og sífelldir miðar frá Happdrættinu, fyrst þegar maður vinnur og svo þegar manni er tilkynnt um að vinningur hafi verið greiddur.
Í dag beið mín svo umslag, jammm 15 þúsund kalli ríkari. Maður fer bara að hætta vinna hehehe
Svo er ég að fara að skrifa kafla í bók, vona að það taki ekki of mikinn tíma, annars er mín bara búin með sex jólagjafir en margar eftir og öll jólakortin líka;) Hef ákveðið að njóta þess bara að gera þessa hluti sem tengjast jólunum, hlakka alveg hriiikalega til að fara norður í rólegheitin og njóta þeirra með litlu fjölskyldunni í bland við vini mína... Mér hefur nefnilega iðulega leiðst jólaklikkunin, en nú verður bara sopið kakó á kaffihúsum og notið þess að vera til.
Brúðkaup um helgina, fæ bæði að vera gestur og söngvari, ekki oft sem það gerist. Hlakka til að sjá Hrefnu og Hafstein verða hjón, það verður án efa fallegt,)
Eigið gott kvöld
h
Í dag beið mín svo umslag, jammm 15 þúsund kalli ríkari. Maður fer bara að hætta vinna hehehe
Svo er ég að fara að skrifa kafla í bók, vona að það taki ekki of mikinn tíma, annars er mín bara búin með sex jólagjafir en margar eftir og öll jólakortin líka;) Hef ákveðið að njóta þess bara að gera þessa hluti sem tengjast jólunum, hlakka alveg hriiikalega til að fara norður í rólegheitin og njóta þeirra með litlu fjölskyldunni í bland við vini mína... Mér hefur nefnilega iðulega leiðst jólaklikkunin, en nú verður bara sopið kakó á kaffihúsum og notið þess að vera til.
Brúðkaup um helgina, fæ bæði að vera gestur og söngvari, ekki oft sem það gerist. Hlakka til að sjá Hrefnu og Hafstein verða hjón, það verður án efa fallegt,)
Eigið gott kvöld
h
19.11.06
Hring eftir hring og hring eftir hring og.....................
Jæja já, smellti mér á djammið á föstudagskvöldið og var svona svo til að koma heim til mín. Átti afar skemmtilegt kvöld í Perlunni á föstudagskvöldið, reyndar myndi ég ekki ráðleggja manneskju með jafnvægistruflanir & ásvif af rauðvíni að fara út að éta á stað sem snýst í hringi. Eykur eiginlega bara áhrifin, sem í mínu tilviki var kannski ekkert geggjað múv.
Nú annars er veðrið allt að koma, bara akureysk stemning hérna í dag. Eddan í sjónvarpinu, afhverju er Pétur Jóhann eins og fáviti í sjónvarpinu í kjól og gerir hreinlega vont sjónvarpsefni enn verra. Svo er endalaust verið að biðja um meiri pening í innlenda dagskrárgerð. Reyndar setur Ómar Ragnarsson nýtt viðmið í leiðindum. JESÚS
Nú annars er veðrið allt að koma, bara akureysk stemning hérna í dag. Eddan í sjónvarpinu, afhverju er Pétur Jóhann eins og fáviti í sjónvarpinu í kjól og gerir hreinlega vont sjónvarpsefni enn verra. Svo er endalaust verið að biðja um meiri pening í innlenda dagskrárgerð. Reyndar setur Ómar Ragnarsson nýtt viðmið í leiðindum. JESÚS
16.11.06
Morgunsvæf með eindæmum
Ég hallast að móðurætt minni ef ræddar eru svefnvenjur, ég er með eindæmum morgunsvæf, dagsvæf hérna í denn og á "gagga" árunum vaknaði ég oft við 19-20 stefið, svaf bara heilan laugardag fram að kvöldfréttum og þrammaði þá á gilið og spilaði í spilakössum í Borgarsölunni á heimleiðinni. Þegar ég var í skóla eftir hádegi, skráðu foreldrar mínir mig í tónlistarskólann á morgnana, ég man hvað ég hataði að labba í kuldanum úr Fjólugötunni í gegnum miðbæinn og í Tónó. Stal iðulega pening frá pabba og keypti mér snúð í Kristjánsbakarí á heimleiðinni. Hélt að kallinn fattaði ekki neitt en svona sex árum síðan hrökk uppúr honum "já eins og þegar þú stalst alltaf 100 köllunum frá mér til að kaupa þér nammi" bara eins og ég hefði rétt sig svona fengið lánaða vettlingana hans. Fyrst vaknaði ég við mömmu sem fékk sér ristabrauð og kaffi, ilmurinn var svo notalegur, á meðan helltist uppá heyrði ég í vatnsbununni þegar hún þvoði hárið og ég kúrði mig ofaní sængina. Hún rak svo nefið í dyragættina og sagði alltaf það sama "Hadda mín, klukkan er hálf átta" pabbi kom svo skömmu síðar og fór að venja sig á að stilla á einhverja morgunsögu fyrir börn, ég náði yfirleitt fyrstu þremur mínútunum og með það var mín sofnuð. Þá kenndi hann mér einmitt málsháttinn "Morgunstund gefur gull í mund" jeminn ég hélt þá að pabbi væri eitthvað alvarlega veikur. Nú þegar þau höfðu loks yfirgefið húsið fór síminn að hringja til koma mér á fætur og græja mig í tónlistarskólann... Spáið í brasi.
Ég á enn erfitt með að vakna, viss um að ef ég væri ein svæfi ég endalaust. Mitt helsta áhyggjuefni þegar ég fattaði að innan skamms yrði ég móðir var sú að nú gæti ég ALDREI sofið út. Ég var því ánægð þegar ég fattaði að sonurinn er líka með þessi svefngen í sér og t.d svaf ég einu sinni yfir mig í messu kl 13:00 með hann í lítinn í rúminu;) Reyndar hefur svefn minn vikið núna fyrir barnauppeldi og vinnu, og ég sakna þess svosem ekkert, myndi vilja skipta svona einstaka dag og dag.
Það sem olli því hinsvegar að ég fór að hugsa um þessa hluti og varð til þessa bloggs er það að t.d alla þessa viku hef ég vaknað of seint, sem þýðir drífa sig, drífa sig, drífa sig stemning hérna á heimilinu. Ekkert ristaðbrauð með osti og sultu, ekkert kaffi ekkert epli engin notaleg stund áður en haldið er útí daginn.
Ég held að ég ætli að passa þetta betur og reyna allt mitt svo Hreiðar Nói muni eftir notalegum morgnum með mömmu í hærra hlutfalli, en drífðuþigVIÐerumað verðaOFSEIN!!!! morgnum. Munurinn á líðaninni amk fram að hádegi er mælanlegur...
Því ætti húsfreyjan að leggjast í rekkju núnna og njóta svo morgunsins með ristuðu brauði og rás eitt mallandi í bakgrunni þegar vindurinn og myrkrið ber á gluggann...
góða nótt lömin mín,
Já og allir sem verða á djamminu á morgun senda mér sms, ég er orðin svelt mannlegum samskiptum við vini mína, ég verð í Perlunni;)
Ég á enn erfitt með að vakna, viss um að ef ég væri ein svæfi ég endalaust. Mitt helsta áhyggjuefni þegar ég fattaði að innan skamms yrði ég móðir var sú að nú gæti ég ALDREI sofið út. Ég var því ánægð þegar ég fattaði að sonurinn er líka með þessi svefngen í sér og t.d svaf ég einu sinni yfir mig í messu kl 13:00 með hann í lítinn í rúminu;) Reyndar hefur svefn minn vikið núna fyrir barnauppeldi og vinnu, og ég sakna þess svosem ekkert, myndi vilja skipta svona einstaka dag og dag.
Það sem olli því hinsvegar að ég fór að hugsa um þessa hluti og varð til þessa bloggs er það að t.d alla þessa viku hef ég vaknað of seint, sem þýðir drífa sig, drífa sig, drífa sig stemning hérna á heimilinu. Ekkert ristaðbrauð með osti og sultu, ekkert kaffi ekkert epli engin notaleg stund áður en haldið er útí daginn.
Ég held að ég ætli að passa þetta betur og reyna allt mitt svo Hreiðar Nói muni eftir notalegum morgnum með mömmu í hærra hlutfalli, en drífðuþigVIÐerumað verðaOFSEIN!!!! morgnum. Munurinn á líðaninni amk fram að hádegi er mælanlegur...
Því ætti húsfreyjan að leggjast í rekkju núnna og njóta svo morgunsins með ristuðu brauði og rás eitt mallandi í bakgrunni þegar vindurinn og myrkrið ber á gluggann...
góða nótt lömin mín,
Já og allir sem verða á djamminu á morgun senda mér sms, ég er orðin svelt mannlegum samskiptum við vini mína, ég verð í Perlunni;)
Sufjan Stevens
ef það er einhverjum sem vantar miða á laugardagskvöld á tónleika hans í Fríkirkjunni. Þá má sá hinn sami/sama hafa samband í kommentakerfinu.
11.11.06
Fyrirgefning eða gleymska
Við erum að tala um ÁRNA héddna Johnsen á þing. Finnst ykkur þetta eðlilegt? Félagar hans hafa uppreist hans æru og maðurinn æfur af siðblindu virðist ætla að æða á þing. Jesús hvað ég er glöð að við erum ekki skyld. Eða er ég að misskilja eitthvað. Braut maðurinn ekki herfilega af sér í skjóli stöðu sinnar sem þingmaður? Mér er alveg sama þó hann hafi hvílt sig við skúlptúragerð á Litla Hrauni meðan hann tók út refsingu sína. Kannski erum við bara þjóða best í að fyrirgefa nú eða hreinlega gleymaÐ Ég veit það ekki. Ég er alls ekkert að segja að fólk eigi ekki að eiga afturkvæmt í samfélagið ef það brýtur af sér og tekur út sína refsingu. Finnst bara kannski aðeins vera um annað að ræða þegar við erum að tala um þingmenn og afar auðvelda endurkomu á þing. Þetta er hreinlega kombakk dauðans:ö)
Annars hef ég verið að vinna og er orðin þreytt... Ætti því frekar að leggja mig en að þvaðra um hann Árna Johnsen, sem btw er lélegri á gítar en ég.
Annars er heilsan öll að koma, sofnaði reyndar í heimsókn í dag. Bendir til að ekki sé allt með felldu, kuldinn heilsar mér hraustlega á sumardekkjunum og ég er bara í stakk búin til að takast á við veturinn enda fjárfesti ég í tveimur kuldajökkum, vettlingum og húfu í gær. Konan í 66 góndi á mig þegar ég reif verðmiðan af jakkanum, smellti mér í hann og fór útí vibbaveðrið. Hélt nú að starfsmenn þarna ættu að skilja svona aðstæður hhhehehe
Fjörlegur dagur í vændum svo það er kannski best að halla sér á koddann góða.
Kveð með ;)kall í sálinni...
Kysssidíkyss
h
Annars hef ég verið að vinna og er orðin þreytt... Ætti því frekar að leggja mig en að þvaðra um hann Árna Johnsen, sem btw er lélegri á gítar en ég.
Annars er heilsan öll að koma, sofnaði reyndar í heimsókn í dag. Bendir til að ekki sé allt með felldu, kuldinn heilsar mér hraustlega á sumardekkjunum og ég er bara í stakk búin til að takast á við veturinn enda fjárfesti ég í tveimur kuldajökkum, vettlingum og húfu í gær. Konan í 66 góndi á mig þegar ég reif verðmiðan af jakkanum, smellti mér í hann og fór útí vibbaveðrið. Hélt nú að starfsmenn þarna ættu að skilja svona aðstæður hhhehehe
Fjörlegur dagur í vændum svo það er kannski best að halla sér á koddann góða.
Kveð með ;)kall í sálinni...
Kysssidíkyss
h
9.11.06
Lúin en ánægð
kona sem situr hér í ruslinu í ruslakompunni eftir 12 stunda vinnudag. Verkefnastýringu er lokið og afraksturinn kominn í ljós nýr vísir
Getið rétt ímyndað ykkur hvort ekki hafi hentað að berjast við tvo hlaupabóufaraldra á sama tíma.
Nú tekur bara við að stýra vefnum til sigurs, ekkert annað en það kemur til greina.
Vefurinn er ekki fullskapaður og verður aldrei "tilbúin" verkefninu lýkur aldrei en 1. hjalli er yfirstiginn í krabbameininu sem old vísir var orðinn.
Ég er að minnsta kosti ánægð með vefinn og mína menn sem ég vinn með.
Fyndið hvað ég hef öðlast mikla reynslu í þessum netbransa eftir að ég byrjaði að vinna svona að frátaldri stærðfræðikennslunni. Fyrst Netleiðir svo 365 og svo D3 allt með fókusinn á netinu og möguleikunum þar. Ekki að ég hafi stefnt neitt sérstaklega þangað, bara einhvernveginn sogast í leikinn.
Annars er það líka í fréttum að ég pantaði mér far norður í dag, !um jólin! og ekki seinna vænna, kem eftir vinnu 22. des og verð til 26 að kveldi. Vinn svo í tvo daga og fer til London í eina 10 daga. Hlakka ekki lítið til þess.
Sé að rúmið er farið að stara á mig, best að leggja höfuðið á koddan og vona að mig dreymi ekki admin kerfið á Vísi.
Guten abend und schlaf gut alle meine freunde
Getið rétt ímyndað ykkur hvort ekki hafi hentað að berjast við tvo hlaupabóufaraldra á sama tíma.
Nú tekur bara við að stýra vefnum til sigurs, ekkert annað en það kemur til greina.
Vefurinn er ekki fullskapaður og verður aldrei "tilbúin" verkefninu lýkur aldrei en 1. hjalli er yfirstiginn í krabbameininu sem old vísir var orðinn.
Ég er að minnsta kosti ánægð með vefinn og mína menn sem ég vinn með.
Fyndið hvað ég hef öðlast mikla reynslu í þessum netbransa eftir að ég byrjaði að vinna svona að frátaldri stærðfræðikennslunni. Fyrst Netleiðir svo 365 og svo D3 allt með fókusinn á netinu og möguleikunum þar. Ekki að ég hafi stefnt neitt sérstaklega þangað, bara einhvernveginn sogast í leikinn.
Annars er það líka í fréttum að ég pantaði mér far norður í dag, !um jólin! og ekki seinna vænna, kem eftir vinnu 22. des og verð til 26 að kveldi. Vinn svo í tvo daga og fer til London í eina 10 daga. Hlakka ekki lítið til þess.
Sé að rúmið er farið að stara á mig, best að leggja höfuðið á koddan og vona að mig dreymi ekki admin kerfið á Vísi.
Guten abend und schlaf gut alle meine freunde
8.11.06
Er að rísa upp
kristur, síðustu dagar hafa verið sannkallaður viðbjóður. Ég er aðeins að hressast, kannski líka eins gott því hjúkkan mín er farin og viðtekur barnauppeldi. Aumingja Adam kom og passaði HN með hlaupabóluna og svo mig. En það jákvæða er víst að hún kemur ekki aftur.
Í vinnuna skal ég á morgun, enda krúsjal dagur.
Annars hef ég bara verið að vinna í dag héðan, sakna vinnufélaganna mikið, enda ekkert sérstakt að vera í stöðugu e-mail sambandi við vinnuna í næsta hverfi.
Annars er ýmislegt að frétta, ekkert svosem sem ykkur kemur við. Þannig. Næst á dagskrá hjá mér er að hífa barnið uppúr baðinu og útbúa kvöldmat.
Interesting life;/
Í vinnuna skal ég á morgun, enda krúsjal dagur.
Annars hef ég bara verið að vinna í dag héðan, sakna vinnufélaganna mikið, enda ekkert sérstakt að vera í stöðugu e-mail sambandi við vinnuna í næsta hverfi.
Annars er ýmislegt að frétta, ekkert svosem sem ykkur kemur við. Þannig. Næst á dagskrá hjá mér er að hífa barnið uppúr baðinu og útbúa kvöldmat.
Interesting life;/
3.11.06
Hún er nú meiri djöfulsins viðbjóðurinn þessi
andskotans hlaupabóla. Fyrirgefið orðbragðið en á að drepa mig?
Nóttin var viðbjóður, makaði mig uppúr Mentólspritti... og Kalamíni. Ógeð. Ég er með bólur allstaðar, á viðkvæmustu stöðum líkamans aswell. Skil alveg að fólk með bólur útum allt allan ársins hring sé viðkvæmt fyrir þessu. Svaf í allan dag, vaknað á svona tveggja tíma fresti til að tékka tölvupóstinn minn fyrir vinnuna og hélt áfram að sofa.
Ég þvoði á mér hárið og mér líður sem annarri konu, (hársvörðurinn er sko fullur af bólum) maður má víst ekkert vera að baða sig mikið..
Nú sé ég hinsvegar fram á betri helgi, vonandi kláðalausa og eins hef ég undir höndum nýjustu bók Arnaldar Indriða, Konungsbók. Hlakka til að lesa hana, enda lesið allar bækurnar hans nema þessa.
jæja gott fólk eigið góða helgi.
kysss
H
Nóttin var viðbjóður, makaði mig uppúr Mentólspritti... og Kalamíni. Ógeð. Ég er með bólur allstaðar, á viðkvæmustu stöðum líkamans aswell. Skil alveg að fólk með bólur útum allt allan ársins hring sé viðkvæmt fyrir þessu. Svaf í allan dag, vaknað á svona tveggja tíma fresti til að tékka tölvupóstinn minn fyrir vinnuna og hélt áfram að sofa.
Ég þvoði á mér hárið og mér líður sem annarri konu, (hársvörðurinn er sko fullur af bólum) maður má víst ekkert vera að baða sig mikið..
Nú sé ég hinsvegar fram á betri helgi, vonandi kláðalausa og eins hef ég undir höndum nýjustu bók Arnaldar Indriða, Konungsbók. Hlakka til að lesa hana, enda lesið allar bækurnar hans nema þessa.
jæja gott fólk eigið góða helgi.
kysss
H
2.11.06
haldiði að maður sé heppin
Fyrrverandi yfirmaður minn segir að ég sé seinheppnasti kvenmaður sem hann hefur hitt. Svona í góðu, missi af gorbtstjofff því ég er föst í umferð, lagt fyrir bílinn minn svo ég sit föst í marga tíma, læsi mig úti á gangi með barnið og svo framvegis
Dömur mínar og herrar ég er komin með HLAUPABÓLUNA sko beat that...
Svaf illa í nótt, tók eftir bólu á hálsinum á mér í morgun en fór í vinnuna. Afar sjaldgæft að ég fái bólur en ég reiknaði nú ekki með öðru en bara venjulegri graftarbólu eins og 90% íslendinga eru með einhverntíman á æfinni.
Um hádegi var mér farið að klæja allstaðar og þegar ég dróg bolinn niður á bringu og samstarfsfélagarnir ráku upp stór augu... Júbb ég er coverðu í bólum, bringan, bakið, andlit, háls, þessu fylgir svo ógleði og hiti.
Ég er samt að reyna að vinna, en mér finnst ég ekki eiga þetta skilið. Afhverju kom þetta ekki fyrir ári eða eitthvað....
Veit maður á ekki að vera að pirra sig, fullt af veiku fólki sem findist nú bara gott að skipta á hlaupabólu og sínum veikindum en mikið djöfulli er þetta TÝPÍSKT fyrir Höddu Hreiðarsdóttur.
Dömur mínar og herrar ég er komin með HLAUPABÓLUNA sko beat that...
Svaf illa í nótt, tók eftir bólu á hálsinum á mér í morgun en fór í vinnuna. Afar sjaldgæft að ég fái bólur en ég reiknaði nú ekki með öðru en bara venjulegri graftarbólu eins og 90% íslendinga eru með einhverntíman á æfinni.
Um hádegi var mér farið að klæja allstaðar og þegar ég dróg bolinn niður á bringu og samstarfsfélagarnir ráku upp stór augu... Júbb ég er coverðu í bólum, bringan, bakið, andlit, háls, þessu fylgir svo ógleði og hiti.
Ég er samt að reyna að vinna, en mér finnst ég ekki eiga þetta skilið. Afhverju kom þetta ekki fyrir ári eða eitthvað....
Veit maður á ekki að vera að pirra sig, fullt af veiku fólki sem findist nú bara gott að skipta á hlaupabólu og sínum veikindum en mikið djöfulli er þetta TÝPÍSKT fyrir Höddu Hreiðarsdóttur.
1.11.06
Nóg að segja en lítill tími
Jæja já, byrja á einu: Þið þarna frænkur mínar og ættingar, drööölast til að kommenta á vefnum og senda manni kveðju einstaka sinnum fyrst þið sitjið á síðkvöldum og getið ykkur til um bloggfærslur mínar;)
Jamm annars er bara allt svo heeelvíti gott að frétta, enginn snjór og útborgunardagur í dag. Kom sér vel ekki fengið útborgað síðan 1.sept og vísi frændi eftir því.
Síðustu helgi gerðist ég heldur menningarleg, fór í leikhús og sá Ronju Ræningjadóttur. HNA og AS skemmtu sér vel, mér fannst þetta ekkert spes, ekki nógu heillandi eitthvað.. Ber kannski að taka fram að ég elska barnaleikrit. Kannski leikarnarnir séu bara komnir með ógeð að leika þetta fram og tilbaka hverja einustu helgi.. Reyndar fannst mér Laddi sætur.
Well sá líka Mýrina, fannst poppið gott og myndin. Hlakka reyndar meira til að sjá Köld Slóð. Nenni ekki að kommenta á myndina þá fæ ég að heyra það að ég sé neikvæð og ble, einfaldlega af því að ég var ekkert að míga á mig af hrifningu eins og þjóðin, rolluþjóðin.
Svo svaf ég líka um helgina það verða allar góðar konur að gera.
Núbbb svo er það vinnan mín sem tekur stöðugum breytingum. Reyndar nenni eg aldrei að útskýra fyrir fólki í hverju hún felst.. Fólk á það til að gapa bara á mig og ehh já einmitt...
Well, kannski líkur á að þessu titill komi einhverjum skilning í fólk. Nú er ég semsagt orðin vefstjóri fréttavefsins vísir.is
Risavaxið verkefni sem ég stend frammi fyrir og ekki laust við að smá köfnunartilfinning geri vart við sig.. Hugsandi líka um tónfræðiverkefni vikunnar (náði prófinu btw)
Bið fólk að vera ekkert að kommenta á vísi fyrr en eftir svona mánuð þá skal ég FULLvissa ykkur um að mbl, verður minni, minni, minni;)
Þið megið samt gera vísi að upphafssíðu...
Jámm svona er það nú, aldrei lognmolla hjá mér. Nú þarf ég hinsvegar að fara að lesa Snúð og Snældu og halda svo áfram að vinna.... jíííhúuuuu
P.s Getur einhver bent mér á skemmtilegar barnabækur ég er hreinlega að missaða við lestur leiðinlegra bóka, eins og t.d Góða kvöldið og Regnboginn sem ég held að hljóti að vera bara málsókn til mannréttindadómstóls.
Jamm annars er bara allt svo heeelvíti gott að frétta, enginn snjór og útborgunardagur í dag. Kom sér vel ekki fengið útborgað síðan 1.sept og vísi frændi eftir því.
Síðustu helgi gerðist ég heldur menningarleg, fór í leikhús og sá Ronju Ræningjadóttur. HNA og AS skemmtu sér vel, mér fannst þetta ekkert spes, ekki nógu heillandi eitthvað.. Ber kannski að taka fram að ég elska barnaleikrit. Kannski leikarnarnir séu bara komnir með ógeð að leika þetta fram og tilbaka hverja einustu helgi.. Reyndar fannst mér Laddi sætur.
Well sá líka Mýrina, fannst poppið gott og myndin. Hlakka reyndar meira til að sjá Köld Slóð. Nenni ekki að kommenta á myndina þá fæ ég að heyra það að ég sé neikvæð og ble, einfaldlega af því að ég var ekkert að míga á mig af hrifningu eins og þjóðin, rolluþjóðin.
Svo svaf ég líka um helgina það verða allar góðar konur að gera.
Núbbb svo er það vinnan mín sem tekur stöðugum breytingum. Reyndar nenni eg aldrei að útskýra fyrir fólki í hverju hún felst.. Fólk á það til að gapa bara á mig og ehh já einmitt...
Well, kannski líkur á að þessu titill komi einhverjum skilning í fólk. Nú er ég semsagt orðin vefstjóri fréttavefsins vísir.is
Risavaxið verkefni sem ég stend frammi fyrir og ekki laust við að smá köfnunartilfinning geri vart við sig.. Hugsandi líka um tónfræðiverkefni vikunnar (náði prófinu btw)
Bið fólk að vera ekkert að kommenta á vísi fyrr en eftir svona mánuð þá skal ég FULLvissa ykkur um að mbl, verður minni, minni, minni;)
Þið megið samt gera vísi að upphafssíðu...
Jámm svona er það nú, aldrei lognmolla hjá mér. Nú þarf ég hinsvegar að fara að lesa Snúð og Snældu og halda svo áfram að vinna.... jíííhúuuuu
P.s Getur einhver bent mér á skemmtilegar barnabækur ég er hreinlega að missaða við lestur leiðinlegra bóka, eins og t.d Góða kvöldið og Regnboginn sem ég held að hljóti að vera bara málsókn til mannréttindadómstóls.
27.10.06
Helga eða Helgi, mikið er gott að það er komin helgi
Ohhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhh ummmahhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhh þetta er svona mikiðerégánægðaðþaðskuliverakominhelgi stuna... Væri alveg til í að eiga fleiri börn og kalla þau Helga eða Helgu, bara af því það er svo notalegt...
Annars fengum við Adam hérna inn okkur til mikillar gleði nýjan fjölskyldumeðlim svona eins og eitt stykki eldavél til viðbótar inní eldhúsið. Þeir sem hafa komið hérna inn vita nákvæmlega hvar mátti bæta við eins og einni eldavél án þess að maður yrði hennar mikið var. Umhugsunarleysi eigenda íbúðarinnar varð því valdandi að við erum hér með tvö stykki af eldavélum en hvorug þeirra virkar. Alveg magnað...
Í gærmorgun fann ég svo viðbjóðslega lykt, hélt að kattarógeðið á neðstu hæðinni hefði skitið AFTUR nótabene hérna inni hjá mér, ég með mitt ótrúlega lyktarskyn þefaði af öllu hérna inni eins og geðsjúklingur þar til ég var komin á bak við ísskápinn. Adam var sammála lyktin kom þaðan. Hann fékk það hlutverk að þvo eitthvað plaststykki aftan á ísskápnum sem ilmaði, en ekki fór lyktin. Þörfin fyrir einhvern ilmúða var orðin töluverð enda átti ég í mestu vandræðum með að anda hérna inni. Í morgun fór ég í vinnuna og fyrirskipaði að það YRÐI að affrysta ísskápinn og sjá hvað yrði með lyktina... Ég fékk svo sms í dag; VILLTU KAUPA LYKTARÚÐA..Ég gerði það.
Þegar ég kom heim varð ég að fara eina ferð aftan í helvítis skápinn, fann enn viðrinislyktina og tók mig til og skrúfaði eitthvað í sundur þar sem ég fann einhvern vöka sem ilmaði svona líka ljómandi illa....
Góð eða??
Núbb annars sit ég bara hér við kertaljós með rauðvín og bíð eftir að barnið sofni eftir lestur enskra bókmennta föðursíns....
Leikhús, bíó, tónleikar og sitthvað fleira verður brallað um helgina.
Gott líf, gleði og glaumur....
Góða helgi lömbin mín......
Annars fengum við Adam hérna inn okkur til mikillar gleði nýjan fjölskyldumeðlim svona eins og eitt stykki eldavél til viðbótar inní eldhúsið. Þeir sem hafa komið hérna inn vita nákvæmlega hvar mátti bæta við eins og einni eldavél án þess að maður yrði hennar mikið var. Umhugsunarleysi eigenda íbúðarinnar varð því valdandi að við erum hér með tvö stykki af eldavélum en hvorug þeirra virkar. Alveg magnað...
Í gærmorgun fann ég svo viðbjóðslega lykt, hélt að kattarógeðið á neðstu hæðinni hefði skitið AFTUR nótabene hérna inni hjá mér, ég með mitt ótrúlega lyktarskyn þefaði af öllu hérna inni eins og geðsjúklingur þar til ég var komin á bak við ísskápinn. Adam var sammála lyktin kom þaðan. Hann fékk það hlutverk að þvo eitthvað plaststykki aftan á ísskápnum sem ilmaði, en ekki fór lyktin. Þörfin fyrir einhvern ilmúða var orðin töluverð enda átti ég í mestu vandræðum með að anda hérna inni. Í morgun fór ég í vinnuna og fyrirskipaði að það YRÐI að affrysta ísskápinn og sjá hvað yrði með lyktina... Ég fékk svo sms í dag; VILLTU KAUPA LYKTARÚÐA..Ég gerði það.
Þegar ég kom heim varð ég að fara eina ferð aftan í helvítis skápinn, fann enn viðrinislyktina og tók mig til og skrúfaði eitthvað í sundur þar sem ég fann einhvern vöka sem ilmaði svona líka ljómandi illa....
Góð eða??
Núbb annars sit ég bara hér við kertaljós með rauðvín og bíð eftir að barnið sofni eftir lestur enskra bókmennta föðursíns....
Leikhús, bíó, tónleikar og sitthvað fleira verður brallað um helgina.
Gott líf, gleði og glaumur....
Góða helgi lömbin mín......
25.10.06
júhú
Jújú ég er komin í vinnuna aftur og það er svo ótrúlega massagott... Pabbinn tekin við á veikindavaktinni:) Dásamlegt að sjá smettið á Scottinu mínu og dásamlegt að sjá smettið á litla skottinu mínu þegar pabbi kom;)
Annars gekk prófið vel, amk náði ég munnlega með yfir átta og vona að það skriflega hafi sloppið eins...
Annars er eins gott að halda áfram að vinna, var mætt fyrst í morgun klst á undan öllum og vona að ég geti fengið mér eitthvað gott í gogginn í hádeginu;)
Annars gekk prófið vel, amk náði ég munnlega með yfir átta og vona að það skriflega hafi sloppið eins...
Annars er eins gott að halda áfram að vinna, var mætt fyrst í morgun klst á undan öllum og vona að ég geti fengið mér eitthvað gott í gogginn í hádeginu;)
23.10.06
fólk er fífl, ha bara hannig
það er yfirskrift dagsins, mikið djöfull er ég komin með mikinn leiða á að hafa í kringum mig snargeðveikt fólk. En jú jú einhverstaðar verða þeir að vera sem ekki leita sér hjálpar. Nóg af því.
Tónfræðipróf á morgun og ég er að fara að lesa, kem mér ekki að verki. Efnið of mikið einhvernveginn, langar miklu frekar í bíó.
Ma/Pa litu við í dag, á leið til Kanarí og koma heim í des, svindlið segi ég nú bara.
Lasleikinn fer minnkandi á heimilinu. Held að heimilið fari líka minnkandi, svei mér þá.
Langar í nammi! En sjensinn aðeins og feit fyrir þann munað.
Annars fæ ég alltaf frítt í bíó fyrir 2 ef einhver vill koma með;O Meira að segja líka á Akureyris.
Of langt blogg, ekkert innihald. Nú er það einhver falleg músik í spilarann, vatn og tónfræðiglósur og málið er steindautt.
22.10.06
Kristur
Það mætti halda að ég væri búin að vera í sleik alla helgina, slíkur er varaþurrkurinn. Mér er hreinlega illt í andlitinu.
Staðan er fimm núll, ekki fyrir mér
Við erum að tala um
*Litla íbúð, fulla af drasli
*Hreinan þvott í stöflum sem þarf að brjóta saman
*Mat í bónuspokum sem á eftir að ganga frá
*Hráefni í mat sem ég nenni ekki að elda
*Veikt barn sem þufti á læknavakt að halda í nótt
*Dasaða móður sem þó áorkaði ýmsu um helgina
Best að standa á fætur og drullast til að gera eitthvað;)
Vonandi áttu allar mæður góða helgi...
*Litla íbúð, fulla af drasli
*Hreinan þvott í stöflum sem þarf að brjóta saman
*Mat í bónuspokum sem á eftir að ganga frá
*Hráefni í mat sem ég nenni ekki að elda
*Veikt barn sem þufti á læknavakt að halda í nótt
*Dasaða móður sem þó áorkaði ýmsu um helgina
Best að standa á fætur og drullast til að gera eitthvað;)
Vonandi áttu allar mæður góða helgi...
20.10.06
Minntist einhver á veikindi?
Og að mér leiddust veikindi?
Júbb alveg rétt, passar því hlaupabólan er mætt í bæinn og inná mitt heimili. Og þær svoleiðist fjölga sér eins og ég veit ekki hvað, andlit, bak, magi, handleggir, fjölfaldaðir á við í gær... 'itrkekaður blóðnasir er algerlega ekki að gera sig. Djöfull er lykt af blóði viðbjóðslega vond.
Hentar obbboslega vel þar sem að ég er að verkefnastýra stærsta verkefni sem ég hef fengið til þessa í hendurnar í vinnunni. Líka ferlega týbískt að pabbinn sé að koma á þriðjudaginn, þetta gat ekki gerst viku seinna...
En lítum á björtu hliðarnar, þetta er ekki ólæknandi, ég get unnið að heiman og barnið er afskaplega ljúft og meðfærilegt;) það er semsagt barnið sem er með hlaupabóluna og ég vona innilega að ég smitist ekki líka.
Góða helgi lömbin mín
Júbb alveg rétt, passar því hlaupabólan er mætt í bæinn og inná mitt heimili. Og þær svoleiðist fjölga sér eins og ég veit ekki hvað, andlit, bak, magi, handleggir, fjölfaldaðir á við í gær... 'itrkekaður blóðnasir er algerlega ekki að gera sig. Djöfull er lykt af blóði viðbjóðslega vond.
Hentar obbboslega vel þar sem að ég er að verkefnastýra stærsta verkefni sem ég hef fengið til þessa í hendurnar í vinnunni. Líka ferlega týbískt að pabbinn sé að koma á þriðjudaginn, þetta gat ekki gerst viku seinna...
En lítum á björtu hliðarnar, þetta er ekki ólæknandi, ég get unnið að heiman og barnið er afskaplega ljúft og meðfærilegt;) það er semsagt barnið sem er með hlaupabóluna og ég vona innilega að ég smitist ekki líka.
Góða helgi lömbin mín
18.10.06
Your Identification has been completed
Yes, right, ég tróð heimsókn í Worldclass í skedjúal dagsins. HVAÐ er þetta dásamlegt?
Bara gott að hreyfa sig, samt skrítið hvað mig langar rooooooosalega í nammi eftirá, alveg hreint dularfullt.
Var svo hress eftir vinnu að ég óð út í göngu með dauðþreytt barnið sem steinsofnaði í kerrunni.
Nú er það hinsvegar á dagskrá að kokka einhvern hollan málsverð handa mér og syninum...
Annars er bara kominn fimmtudagur á morgun, mér finnst ekkert eðlilegt hvað tíminn líður geggjað hratt, friday er planaður á Eyrarbakka, laugardagur fer í vinnu fyrir mitt eigið kompaní, eftir það verður nú vonandi eitthvað gott gert. Sunnudagur í lærdóm fyrir próf og þvottur án efa...
Svo er ég með miða á Airwaves á skrifborðinu, spurning hvort ég komi því inn...
Jæja gengur ekki að sitja hér og röfla á bloggið...
En ég er hér með eina spurningu;
Hver er leiðinlegasta vinna sem þið hafið unnið?
Bara gott að hreyfa sig, samt skrítið hvað mig langar rooooooosalega í nammi eftirá, alveg hreint dularfullt.
Var svo hress eftir vinnu að ég óð út í göngu með dauðþreytt barnið sem steinsofnaði í kerrunni.
Nú er það hinsvegar á dagskrá að kokka einhvern hollan málsverð handa mér og syninum...
Annars er bara kominn fimmtudagur á morgun, mér finnst ekkert eðlilegt hvað tíminn líður geggjað hratt, friday er planaður á Eyrarbakka, laugardagur fer í vinnu fyrir mitt eigið kompaní, eftir það verður nú vonandi eitthvað gott gert. Sunnudagur í lærdóm fyrir próf og þvottur án efa...
Svo er ég með miða á Airwaves á skrifborðinu, spurning hvort ég komi því inn...
Jæja gengur ekki að sitja hér og röfla á bloggið...
En ég er hér með eina spurningu;
Hver er leiðinlegasta vinna sem þið hafið unnið?
16.10.06
Besta tilfinning í heimi
eða svona með þeim betri, er að eiga pantaðan farmiða til úggglanda...
Jamm ég veit ég er klikkuð og allt það;)
Sérstakur dagur, slefaði af þreytu á skrifborðið í vinnunni en kuldahrollurinn vakti mig reglulega þegar ég skalf og nötraði. Kom heim og settist með HNA í fangið, við sofnuðum bæði...og vorum eiginlega að vakna..
Nú er bara að vaska upp, og ganga frá og semja svo eitt sextán parta lag í g-dúr, skrifa það upp og skila í tónfræði á morgun...
Vika í próf, en eins og sagt er: Fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott, því þann sama dag kemur mín elskulega húshjálp frá London;)
Jamm ég veit ég er klikkuð og allt það;)
Sérstakur dagur, slefaði af þreytu á skrifborðið í vinnunni en kuldahrollurinn vakti mig reglulega þegar ég skalf og nötraði. Kom heim og settist með HNA í fangið, við sofnuðum bæði...og vorum eiginlega að vakna..
Nú er bara að vaska upp, og ganga frá og semja svo eitt sextán parta lag í g-dúr, skrifa það upp og skila í tónfræði á morgun...
Vika í próf, en eins og sagt er: Fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott, því þann sama dag kemur mín elskulega húshjálp frá London;)
15.10.06
Að huxa
Það að huxa getur oft verið mér stórhættulegt. Nú er ég hinsvegar komin með svo roooooooosalega flugu í hausinn að það kemur mér á óvart. Þarf smá tíma til að melta þetta sjálf áður en þetta ratar díteilað á bloggið... En mikið djöfull yrði þetta nú gott.
Annars er ég búin að afkasta miklu í dag hér á heimilinu, auk þess að bregða mér dántán á kaffihús, bókabúð og á tjörnina til að fæða dúfuhelvítin.
Nú er hinsvegar barnið að ná að drepa kryddið í kryddhillunni úr leiðindum, enda með eindæmum þreyttur, pirraður og þrjóskur þessa stundina..
ohhhh mikið lifandi skelfing er gott að búa í fjörutíuferimetrum..
*** kannski ber að taka það fram að hugsanir mínar eru ekki kynferðislegar að þessu sinni þrátt fyrir þessa bráðskemmtilegu mynd hér að ofan
Annars er ég búin að afkasta miklu í dag hér á heimilinu, auk þess að bregða mér dántán á kaffihús, bókabúð og á tjörnina til að fæða dúfuhelvítin.
Nú er hinsvegar barnið að ná að drepa kryddið í kryddhillunni úr leiðindum, enda með eindæmum þreyttur, pirraður og þrjóskur þessa stundina..
ohhhh mikið lifandi skelfing er gott að búa í fjörutíuferimetrum..
*** kannski ber að taka það fram að hugsanir mínar eru ekki kynferðislegar að þessu sinni þrátt fyrir þessa bráðskemmtilegu mynd hér að ofan
14.10.06
Laugardagsmorgun....
Og mér langar sko ekki á ball....
Kominn tími á blogg? Látum okkur nú sjá, síðan síðast... úfff bara bissí bissí dagar... Ég klofa í gegnum vikuna á harðakani, vinna, FÍH, heimilishald og fleira skemmtilegt.
Eftir afmælið sem vísað vartil í síðustu blggfærslu, var ég frekar þreytt. Keyrði norður í gin-kóma. Ástand mitt minnti mig, (svona eftirá) á sjálfan mig á háskólaárunum. Sjitt, þetta verður ekki endurtekið á þessu ári. Núbb FÍH tekur "aðeins" meiri tíma og er "aðeins" annað en tónlistarskólinn á Akureyri. Ég sést því ansi lítið í vinnunni, þakka fyrir að vinna þarna í næsta nágrenni. Í gær fór ég t.d í tíma sem heitir hlustun og er alltaf á föstudögum. Ég hef aldrei komist í þesssa tíma áður. Hélt að ég væri að fara að skrifa niður einhverjar takta, en nei nei ég hlustaði í einn og hálfan tíma á hljóðfæri frá Indlandi, Taivan, Kamodíu og ég veit ekki hvaðan. Nöfnin á þessu hafði ég aldrei heyrt en hljóðin voru þokkalega svæfandi. Samnemandi minn hvíslaði því að mer að það yrði svo ekkert próf þarna, bara tveir fyrirlestar sem maður þarf að flytja. Tónfræðipróf í þarnæstuviku, 8 er lámarkseinkunn og það má segja það að ég bara segi nú bar jájá einmitt. Það próf er einmitt verklegt og skriflegt. Jájá maður þarf að dansa!!!
Svo átti mammsa mín stórafmæli, varð sjötug kellingin og hélt þetta líka ákaflega sæta og skemmtilega partý. Ég kom henni til að gráta, með því að storma inn með hljóðfæraleikara og syngja þrjú lög. Well þetta var gaman, hún var ánægð, og allir glaðir.. Góðar veitingar og skemmtilegt fólk.
Nú er ég hinsvegar heima með lítinn veikan snáðann sem vaknaði með hita og hausverk. Ohhhh ég er svo komin með nóg af veikindum...
Ætla að smella inn myndum úr afmælinu, af MÉR og familíunni...
7.10.06
Já það er lauuuuuuuugardagskvöld og mér langar á ball!!
Sem er sérdeilis heppilegt því ég er á leið í smá stuð. Og það allaleið með flugmaskínu norður í land. Er búin að vera síðan átta að koma mér í partýgírinn... Á nebblega til að detta snögglega úr honum og langa mest undir sæng, en það verður SKO ekki í kvöld 7-9-13
Annars er bara gaman aðððððððððesssu og kannski best ég tékki hvenær ég eigi flug.
Annars er bara gaman aðððððððððesssu og kannski best ég tékki hvenær ég eigi flug.
6.10.06
5.10.06
Hollusta
Nú síðan FITUfærslan hér að neðan var skrifuð hef ég hugsað mikið um hollan mat, hvað er hollt, hvað ekki, hvaða vegur er bestur í þessu öllu, er það millivegurinn? Nú ég hef kannski ekki komist að neinni endanlegri niðurstöðu en sl. ár hef ég amk, gert mér meiri grein fyrir því hversu hollt mataræði er mér mikilvægt til að geta gengið upprétt áfram á þeim hraða sem ég þarf að vera á.
Ég fór í Hagkaup um daginn. Með mínu gagnrýna hugsunarhætti féllust mér eiginlega hendur, þarna var rekki fullur af bönunum, þar í bland undir og yfir voru marssúkkulaðipakkningarnar, og til leiðbeiningar stóð á miða "rosa gott að grilla saman banana og mars" ókei hugsaði ég ókei (samt ekki beint vinsælasti grilltími ársins) ég greip nokkra banana og sleppti marsinu. Æddi að jarðaberjunum og vitið menn, Nóa Síríus súkkulaðipakkningar í stöflum við jarðaberin. Reyndar enginn miði um hvernig átti að blanda þessu saman en sennlega bara éta til skiptist jarðaber og súkkulaði. Ég sleppti súkkulaðinu og tók eitt RÁNdýrt box af jarðaberjum. Næsti viðkomustaður: Salatbarinn og við endann á honum KÓK í stöflum. Ég hætti við Salatbarinn og fór að kassanum. Við kassann eru svo rekkar fullir af sælgæti sem er gott að grípa með sér...
Í alvöru talað. Mér finnst þetta ekki gott mál. Svo eru skattar á hollan mat svo háir, fæðutengdir sjúkdómar aukast ár frá ári. Krakkar eru spikfeitir og éta bara nammi og pizzur hvenær sem þeim dettur til hugar. Nú er ég auðvitað að dæma stóran hóp og undantekningarnar eru margar. Ábyrgð foreldra á börnum sínum er náttúrulega lykilatriði hér en það er sko ekki verið að hvetja til heilbrigðari lífshátta. Ég held samt að við ættum ekki bara að hugsa um að markaðssetja hreinu náttúruna og hreina vatnið. Ekki gott að þjóð sem býr við slíkt smakki aldrei á vatninu og deyji úr velmegunarspiki því hún hættir að fá sér banana nema smyrja á það bræddu marssúkkulaði.
Þess vegna finnst mér að stjórnvöld ættu að taka á málunum í sameiningu við þegnana og lækka tolla á grænmeti og holla matvöru, svo manneskja með meðallaun fái sér frekar sallat og kjúkling í hádeginu heldur en kók, hamborgara og franskar á tilboði.
4.10.06
Afmælisskvísur dagsins
Gæti sennilegast aldrei orðið alki
Þó ég glöð vildi. Í morgun vaknaði ég nefnilega eins og ég væri á svona 15 nda glasi. Ekkert sérlega góð tilfinning. Íbúðin snérist, ég við það að æla og fór svo að svitna ekki neitt þetta lítið þegar ég settist niður. Fyrsta hugsun var að ég væri sennilega bara sybbin, þá fattaði ég að ég var að vakna eftir góðan 10 tíma svefn. Loftleysi? Maturinn í gær? well who knows. Þegar ég fór að hugsa skýrt sá ég að HN var alls ekkert hress, með hor og hita. Semsagt magnaður dagur hér í dag alveg hreint. Sviminn skánaði reyndar þegar áleið og ég vann héðan úr stofunni á meðan Emil í Kattholti passaði barnið...
Annars er bara lífið ágætt þrátt fyrir almenn blankheit og sjóðheitt vísakort.. fúffff
Annars er bara lífið ágætt þrátt fyrir almenn blankheit og sjóðheitt vísakort.. fúffff
1.10.06
Þjótandi tími
Trúi ekki að helgin sé að verða búin, er að komast í haustgírinn, sá gír fer mér vel. Þá laga ég kaffi á morgnana, fer ekki úr náttbuxunum fyrr en eftir staðgóðan morgunverð og lestur blaða. Ilmurinn af ristaðabrauðinu, rás 1 í bakgrunni og mogginn á eldhúsborðinu og barnaefnið mubblandi í sjónvarpinu. Á þessum stundum líður mér vel. Fann þessa tilfinningu um helgina. Ekki að skilja það svo að ég hafi hengslast hér um í náttfötunum, því ég hitti marga vini sem ég hef ekki hitt lengi, Hörpu Reynis, Sævar og KK**, Kristínu K og Ingólf um leið og glitti aðeins í K13 slektið;) Ég fór í labbitúr, HN fékk vinkonu sína af leikskólanum í langa heimsókn, fór í Masterclass hjá hinum þekkta djassista Kurt Elling í FÍH í morgun og ekki má gleyma nokkrum tímum sem fóru í tónfræðiteikningar. Gott að vera á lífi.
Annars er það að frétta að ég er alveg gapandi yfir Árna Johnsen, er manninum alvara með þessu bulli? Sýnir þetta ekki bara einna best hversu siðblindur og mígandi ruglaður hann er. Hann gerir engan greinarmun á veruleika og ekki veruleika og greinilega ekki á gríni og alvöru. Hinsvegar nenni ég lítið að blogga um fréttatengt efni, lifi og hrærist í fréttum allan daginn, ýmist að skrifa þær eða editera svo ég læt það gott heita en ó mæ, hvert er pólitíkin að fara árni, bensi og reyndar Guðfinna, hún ætti að geta keyrt eitthvað vitrænt í gegn á þingi.
** mynd tekin af brúðhjónunum sætu á giftingardaginn 26. ágúst 2006:)
30.9.06
Katrín Sól Þórhallsdóttir
Nýskírð og sést hérna með sinni stórglæsilegu móður. Hlakka til að kynnast stúlkunni betur enda sennilega mikið öðlingsbarn hér á ferð. Innilega til hamingju með daginn kæra fjölskylda, hryggir mig mikið að hafa ekki getað verið með í dag, buhuhuhuhu.
Dagurinn hjá mér hefur verið langur og eytt í vinnu, tiltekt og heimsókn til vina sem ég hef ekki séð lengi. Grillaður steinbýtur í matinn og svo ýmislegt gúmmelaði gott eftir hann. Hóhó allt innan kalóríumarka, er enn í megrun eftir fitufærsluna hér að neðan...
29.9.06
Árekstur við trukk
þannig líður mér, eins og búið sé að aka á mig eða yfir. Ég er svooooooooo þreytt að ég bíð eftir að komast undir sæng. Verð víst að leyfa guttanum mínum að snæða áður en hann verður settur undir sæng. Ætli maður safni bara upp þreytunni alla vikuna sem springur svo út á föstudegi eftir fimm.
Ætlaði að fara norður í skírn hjá Jónu dúllu, en þarf í tónlistarskólann og vinna smá um helgina svo það gafst víst ekki tími í það... Kyssi þær stöllur hina helgina en þá kemst ég vonandi norður.
Bestu kveðjur úr 101,
Ætlaði að fara norður í skírn hjá Jónu dúllu, en þarf í tónlistarskólann og vinna smá um helgina svo það gafst víst ekki tími í það... Kyssi þær stöllur hina helgina en þá kemst ég vonandi norður.
Bestu kveðjur úr 101,
28.9.06
Sveittur námsmaður
Já já ég ákvað að taka mér smá pásu frá tónfræðinni, búin að sitja sveitt við til að ná upp því sem ég missti þegar ég var úti. Þetta gengur afar hratt fyrir sig, enda verður öll tónfræðin sem vanalega er held ég tekin á fjórum fimm árum, tekin á ári. Fínt að ljúka þessu af segi það ekki, en aumingja þeir sem ekki kunna nóturnar að taka þetta svona hratt.
Búin að fara í söngtíma, sem gekk aðallega útá að finna lög sem á að vinna með í vetur, söngkennarinn var búin að komast að því að ég og hún erum frænkur og tók því á móti mér með bros á vör og leiddi mig áleiðis að kennslustofunni.
Núbb fyrir þá sem voru komnir með áhyggjur er ég búin að kaupa námsefnið, og nótur fyrir tímana, blýanta, strokleður og yddara. Og þetta var ekki fríkeypis frekar en annað. Þá er líka ekkert annað eftir en að rúlla þessu upp.
Vinnan mín er ansi mögnuð, og þá sérstaklega yfirmaðurinn. Í dag fékk ég frábært verkefni í vinnunni, auk þess sem mér er heimilt að fara í alla tíma í FÍH sem ég þarf að sækja, t.d þarf ég að fara kl 15 tvo daga í viku. Þetta þýðir bara að ég vinn upp á kvöldin eða helgar sem er magnað;)
Hlýtur að eiga hlut að máli að yfirmaður minn er útskrifaður gítarleikari úr FÍH og enginn annar en hin geðþekki Nýdanskrar maður Stefán Hjörleifsson. Þetta verður ekki metið til fjár. Lofaði reyndar að syngja á árshátíðinni og hann bauðst til að spila undir svo það verður sjálfsagt lauflétt og skemmtilegt.
Annars á ég víst að skipuleggja árshátíðina og hún verður erlendis, þarf semsagt að finna land, flug og gistingu. Það ætti að vera lítið mál fyrir landsliðsmanneskju í ferðalögum eins og mig.
Núbb Nóinn er hress, komið með haustkvefið í nös og vitkast og verður æfallegri með hverjum deginum sem líður. Held það sé mín mesta lukka í lífinu að hafa eignast hann, eða ég held ekki neitt um það, ég veit það. Um leið pabbann, dásamlegir þessir tveir strákar sem skyndilega ruddust af krafti inní líf mitt. Þó stundum geti verið déskoti flókið að vera foreldri er það svo gott og fallegt. Eftir erfiðan dag í vinnunni getur eitt bros frá þessu skotti þurrkað öll leiðindin út. Magnaður kraftur það;)
Jæja best að klára tónfræðina af, og reyna að taka mesta ruslið sem liggur hér á víð&dreif.
Búin að fara í söngtíma, sem gekk aðallega útá að finna lög sem á að vinna með í vetur, söngkennarinn var búin að komast að því að ég og hún erum frænkur og tók því á móti mér með bros á vör og leiddi mig áleiðis að kennslustofunni.
Núbb fyrir þá sem voru komnir með áhyggjur er ég búin að kaupa námsefnið, og nótur fyrir tímana, blýanta, strokleður og yddara. Og þetta var ekki fríkeypis frekar en annað. Þá er líka ekkert annað eftir en að rúlla þessu upp.
Vinnan mín er ansi mögnuð, og þá sérstaklega yfirmaðurinn. Í dag fékk ég frábært verkefni í vinnunni, auk þess sem mér er heimilt að fara í alla tíma í FÍH sem ég þarf að sækja, t.d þarf ég að fara kl 15 tvo daga í viku. Þetta þýðir bara að ég vinn upp á kvöldin eða helgar sem er magnað;)
Hlýtur að eiga hlut að máli að yfirmaður minn er útskrifaður gítarleikari úr FÍH og enginn annar en hin geðþekki Nýdanskrar maður Stefán Hjörleifsson. Þetta verður ekki metið til fjár. Lofaði reyndar að syngja á árshátíðinni og hann bauðst til að spila undir svo það verður sjálfsagt lauflétt og skemmtilegt.
Annars á ég víst að skipuleggja árshátíðina og hún verður erlendis, þarf semsagt að finna land, flug og gistingu. Það ætti að vera lítið mál fyrir landsliðsmanneskju í ferðalögum eins og mig.
Núbb Nóinn er hress, komið með haustkvefið í nös og vitkast og verður æfallegri með hverjum deginum sem líður. Held það sé mín mesta lukka í lífinu að hafa eignast hann, eða ég held ekki neitt um það, ég veit það. Um leið pabbann, dásamlegir þessir tveir strákar sem skyndilega ruddust af krafti inní líf mitt. Þó stundum geti verið déskoti flókið að vera foreldri er það svo gott og fallegt. Eftir erfiðan dag í vinnunni getur eitt bros frá þessu skotti þurrkað öll leiðindin út. Magnaður kraftur það;)
Jæja best að klára tónfræðina af, og reyna að taka mesta ruslið sem liggur hér á víð&dreif.
Fita
Vá, ég er orðin svo ógeðslega feit að það er hreinasti viðbjóður. Finn bara hvernig ég fitna, tútna og verð þrekminni með hverri vikunni. Held svei mér þá að ég hætti bráðum að passa í 100.000 króna stólinn sem ég sit á hérna í vinnunni. Nú verður þessu sko snúið við, nú skal fokkings viktin niður og um 10 kg fyir jól.. Ég mun segja frá því þegar ég verð hálfnuð og svo aftur þegar markmið næst. Þá fer ég líka til NY. Fín verðlaun. Fyrirlít þessa fitu og hef verið hladin fitufóbíu, ég starði á allt feita fólkið í London og hugsaði jeminn ég enda svona.. EN nei nei, nú skal bara fitan af og allir happy:)
26.9.06
da dagga da dagga da da
Jamm, fyrirsögnina þekkja tónfræðimenntaðir menn - og konur. Var semsagt að koma úr tónfræðimaraþoninu. Sat þarna í góðum félagsskap ungra manna og kvenna og ritaði niður nótur eftir spili, skrifaði hrynhendnigar upp eftir kennaranum og fór yfir nóturnar. Ótrúlegt hvað maður man mikið eftir því sem maður lærði þegar maður er 8 ára, ekki nema 20 ár síðan;) Reyndar styttra síðan ég las nótur en samt.
Kemur sjálfsagt engum á óvart sem hefur verið samtíða mér í skóla að ég mætti bókalaus, á mínútunni með einn penna í vasanum. Hinir voru með þrjár verkefnabækur og pennaveski með marglitum pennum í. Úr þessu verður bætt, ég fer á morgun og kaupi námsefnið og hefst handa, ekki seinna vænna þar sem ég þarf að semja lag og skrifa upp og skila fyrir næsta tíma. *gúpps* eins gott að ég fái snúru í hljómborðið sem hér liggur enda sjálfsagt mikil þörf fyrir það í vetur.
Nú annað sjokk dagsins var að mér varð á að prenta út stundatöfluna mína sem ég hélt að samanstæði af þessum þriggja tíma tónfræðitíma og svo söngnum, en NEI NEI NEI þarna bættust bara við svona um það bil 10 tímar sem eru frá 15 á daginn og standa ýmist fram á kvöld eða styttra. *Gúppssss*. Veit ekki hvort eða hvernig ég á að meika þetta, en ég á yndislega mágkonu sem vill hjálpa mér og bróðir sem er boðinn og búinn svo kannski gengur þetta.
ALLAvega er ég að fara í söngtíma á morgun og það verður sjálfsagt áhugavert...
Nú annars er lítið að frétta þannig;) Nóinn þarf að fara að hvíla sig, fer að setja inn myndir á hans síðu...
Guten abend meine liebste
Kemur sjálfsagt engum á óvart sem hefur verið samtíða mér í skóla að ég mætti bókalaus, á mínútunni með einn penna í vasanum. Hinir voru með þrjár verkefnabækur og pennaveski með marglitum pennum í. Úr þessu verður bætt, ég fer á morgun og kaupi námsefnið og hefst handa, ekki seinna vænna þar sem ég þarf að semja lag og skrifa upp og skila fyrir næsta tíma. *gúpps* eins gott að ég fái snúru í hljómborðið sem hér liggur enda sjálfsagt mikil þörf fyrir það í vetur.
Nú annað sjokk dagsins var að mér varð á að prenta út stundatöfluna mína sem ég hélt að samanstæði af þessum þriggja tíma tónfræðitíma og svo söngnum, en NEI NEI NEI þarna bættust bara við svona um það bil 10 tímar sem eru frá 15 á daginn og standa ýmist fram á kvöld eða styttra. *Gúppssss*. Veit ekki hvort eða hvernig ég á að meika þetta, en ég á yndislega mágkonu sem vill hjálpa mér og bróðir sem er boðinn og búinn svo kannski gengur þetta.
ALLAvega er ég að fara í söngtíma á morgun og það verður sjálfsagt áhugavert...
Nú annars er lítið að frétta þannig;) Nóinn þarf að fara að hvíla sig, fer að setja inn myndir á hans síðu...
Guten abend meine liebste
25.9.06
Heima er best...
eða hvað? Get ekki sagt að mér hafi langað vitundarögn að fara heim... Eftir dásamlegar vikur í Grikklandi og Bretlandi var ég ekkert sátt að fara í vélina heim. Ísland var samt alveg fallegt þegar við lentum á Keflavík. Meira að segja svo fallegt að ég ákvað að fara í langan bíltúr til Akureyrar í góða veðrinu. Bíltúrinn var hinn ánægjulegasti enda var í ég góðum félagsskap sonar míns og nýjasta fjölskyldumeðlimsins 20GB mp3 spilara sem tengdist við græjurnar í bílnum. Ekki amalegt það. Akureyri var falleg, er reyndar enn að berjast við þá undarlegu tilfinningu að finnast ég aldrei hafa átt heima þarna. Frekar abnormalt eftir 24 ára búsetu...
Var reyndar ekkert mjög mannblendin þarna fyrir norðan, hékk að mestu við eldhúsborðið heima hjá foreldrum mínum og röflaði við settið;)
Kom svo í holuna mína um miðjan dag í gær, það var svosem ágætt þegar inn var komið. Nú tekur bara haustið við með sínum sjarma, vinnan með sínum verkefnum og svo auðvitað tónlistarskólinn sem byrjar á morgun með þriggja tíma tónfræðitíma;)
Já veit einhver um barnapíu í 101 sem langar að passa á þriðjudögum? frá 5-7 og svo einstaka kvöld??
Smelli hér inn nokkrum myndum frá sumarfríinu og ætla svo að labba út og fá mér frískt loft....
Lifið heil
18.9.06
i frii
sumir myndu sko segja ad eg kynni ta list ad vera i frii, i gaer sofandi eg trisvar og i dag hef eg sofnad tvisvar. Buin ad arka um borgina i dag, leggja mig i almenningsgardi, skoda national history museum labba meira, versla og er nu a leidinni ad hitta langafa sonar mins a elliheimilinu. Svo yndislegur madur..
I gaer hitti eg svo hinn langafann i fyrsta sinn, tad var upplifun verd eg ad segja, jaeja verd ad tjota tad er verid ad bida eftir mer....
I gaer hitti eg svo hinn langafann i fyrsta sinn, tad var upplifun verd eg ad segja, jaeja verd ad tjota tad er verid ad bida eftir mer....
14.9.06
eg er a lifi jaja-je
Finn tad a auknum fjolda skilaboda ad folk heldur ad eg se tynd. Tad er langt fra tvi ad vera tannig sko.. Sumarfriid hefur verid DASAMLEGT. Byrjadi a london tadan frum vid til Grikklands, til yndilslegrar eyju called Kefalonia. Jesus minn og tvilik dasemd. Leigdum okkur bil og keyrdum um eyjuna, lagum a mismunandi strondum, bordudum godan mat, drukkum mikid af bjor og raudvini og nutum tilverunnar i botn. Gistum a yndislegum stad... ja akkurat semsagt bara yndislegt.
Kom til London a tridjudag og i gaer for eg svo til Oxford tar sem ad Selma utskrifadist. Let mig ekki vanta og sat eins og modir hennar stolt af stulkunni minni, ehehhe..... Nubbb svo er hefur timanum her i London verid eytt i ymislegt dundur en her verdum vid i godu yfirlaeti nokkud lengur...
Vona ad tid seud oll hress og kat
31.8.06
Engin lognmolla
..nei ekki aldeilis, ekki frekar en fyrri daginn!
Sjitturinn, í nótt svaf ég í 2 tíma, jújú vegna TANNPÍNU í annað skiptið á ævinni. Ég sver það þetta var verra en fæðingahríðir. Ég gekk um með ógleði, einn ísmola uppí mér og annan útvortis... Ég tók 4 4oo mgr verkjatöflur og hef ekki gleypt jafnmargar á einum sólarhring á minni æfi... svona 10 stk samtals
Ég hef aldrei hlakkað jafn til að leggja leið mína til læknis. Sver það ég hefði leyft manninum að athuga með útvíkkun hefði hann stungið uppá því. Slíkar voru kvalirnar.. hann smellti á mig gleraugum og ég fylgdist með FRIENDS þætti á meðan á átökunum stóð...
Svo rukkaði hann mig um rúmlega 17.000 kall ( þrijða utanlandsferðin í mánuðinum) ég hélt ég færi að grenja ég sveeeeeeeerða.. EN svona er lífið og þetta er sko ekki búið enn....
Annars er ég búin að plana 12 tíma djamm fyrir vinnuna á morgun, vantar sárlega pass ef einhver vill fá gullið í heimsókn;)
Svo er ég að flytja loka draslið úr Mávahlíðinni, þrífa, pakka og fara til útlanda á næstu fjorum dögum...+ allt annað, ég lifi þetta af og sef á Grikklandi undir gulri sólhlíf.
1 dagur eftir og þá er ég komin í frí til 26. september;) það var laaaaaaaaaaaaaaaaaaglegt
Sjitturinn, í nótt svaf ég í 2 tíma, jújú vegna TANNPÍNU í annað skiptið á ævinni. Ég sver það þetta var verra en fæðingahríðir. Ég gekk um með ógleði, einn ísmola uppí mér og annan útvortis... Ég tók 4 4oo mgr verkjatöflur og hef ekki gleypt jafnmargar á einum sólarhring á minni æfi... svona 10 stk samtals
Ég hef aldrei hlakkað jafn til að leggja leið mína til læknis. Sver það ég hefði leyft manninum að athuga með útvíkkun hefði hann stungið uppá því. Slíkar voru kvalirnar.. hann smellti á mig gleraugum og ég fylgdist með FRIENDS þætti á meðan á átökunum stóð...
Svo rukkaði hann mig um rúmlega 17.000 kall ( þrijða utanlandsferðin í mánuðinum) ég hélt ég færi að grenja ég sveeeeeeeerða.. EN svona er lífið og þetta er sko ekki búið enn....
Annars er ég búin að plana 12 tíma djamm fyrir vinnuna á morgun, vantar sárlega pass ef einhver vill fá gullið í heimsókn;)
Svo er ég að flytja loka draslið úr Mávahlíðinni, þrífa, pakka og fara til útlanda á næstu fjorum dögum...+ allt annað, ég lifi þetta af og sef á Grikklandi undir gulri sólhlíf.
1 dagur eftir og þá er ég komin í frí til 26. september;) það var laaaaaaaaaaaaaaaaaaglegt
23.8.06
Ég er full
.. af kvefi og það ekki í fyrsta sinn sl. 12 mánuði. Ég er komin með svona líka nett ógeð á þessu.. Nú hleð ég í mig vítamínum frá A til Z, drekk Mími flensumjöð og gleypi þess á milli Stuttungamjöð sem er svo lífrænn að hann angar all skelfilega...
Ligg í Lavanderbaði og ber á mig Arnikuolíu. VIÐ erum semsagt að tala um allt til að losna við ógeðið... Enda ærin ástæða. Brúðkaup ársins á laugardaginn og svona um það bil ekkert reddí sem snertir mig. Ósnyrt og veik, fatalaus með ónýta rödd. Hafiði vitaða....
Eins gott að röddin verði mætt og heyrnastíflan farin. Lögin eru komin og undirleikarinn. Reyndar ekki lagið sem ég á að velja og er leyndó;) Það breytist dag frá degi... Og jú kjóllinn hann er kominn. Haahahah það mætti halda að ég sé að fara að gifta mig;)
Annars er lítið að frétta.. Nema jú gleraugun sem ég lét taka frá fyrir mig meðan ég skrapp heim til að ná í gömlu gleraugun til að láta mæla styrkleika glerjanna.. .Voru seld á meðan. Hversvegna? Jú það tók mig tvær vikur að fara tilbaka, enda fífl með allt á hælunum eins og ég gat fyrir nokkrum færslum. En ég lét það ekki á mig fá í nema nokkrar sek og valdi mér ný gleraugu. Nú er nebblega tími til að leggja neeeeeeeeerddagleraugunum og fá smá kúl í stelpuna.
Farin að glápa á Magna...
En að lokum??? Uppástungur að brúðkaupslagi fyrir fallegasta par ársins og svo batakveðjur í kommentakerfið. Takk.
Smelli hérna inn mynd frá menningarnótt...og af mér og einkasyninum að æfa okkur fyrir Grikkland....
P.s Magni var ekki meðal þriggja neðstu, það var laaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaglegt
P.P.S jú annars.... hann var fokkings meðal þriggju neðstu... Nú vaki ég í næstu viku og kýs eins og mófó...þeas ef hann kemst áfram
21.8.06
Tíminn flýgur áfram....
Tíminn bara æðir og 10 dagar milli bloggfærslna eru meira svona eins og 2 dagar. Ég er heima í dag með litla snúllann minn lasinn. Uppfullur af kvefi og ég komin með sleifina í hálsinn.. Skiletta ekki. Farin að drekka seyðið úr jurtaapótekinu og ét úthreinsipillurnar frá Kolbrúnu grasalækni eftir hverja máltíð...
Síðan síðast hef ég nú aðeins snúið við í átt að heilbrigðara líferni. Svona ef undan er skilin síðasta helgi eða laugardagurinn..
Nú síðan síðasta blogg var skrifað hefur hvert áfallið á eftir öðru, aðalega peninglegt sjokk. Fór til tannlæknis og fannst ég hafa verið tekin í rassgatið. Komst að því í leiðinni að sennilega er ég ekki gay þar sem að ég fílaði þetta hreint ekki. Fjötutíuþúsund krónum fátækari, útlítandi eins og eftir heilablóðfall fór ég út og tannlæknirnn náði meira að segja að gleyma að skila mér vísakortinu...
En það þýðir ekkert að svekkja sig á tannlækna og viðgerðakostnaði. Maður verður bara að halda áfram að vinna;)
Núbbb ég skellti mér í Latabæjarmarþonið á laugardaginn með Spidermann syni mínum og Jöbbu frænku minni. 4000 þúsund börn í fylgd með fullorðnum ýmist einu eða tveimur, semsagt stappað. En sonurinn sá íþróttaálfinn og Sollu stirðu og það var nóg....
Um kvöldið gerðist ég alls ómenningarleg. Og sá ekki einn atburð á menningarnótt.. Smellti mér í afmælispartý til Örvars og Robba, labbaði eins og herforingi inná sálina á Nasa án þess að borga, dansaði við nokkur lög, fór svo á nokkra pöbba og kom heim undir morgun..
Þetta var gaman...
Nú liggur hinsvegar fyrir ferð til Akureyrar þar sem að KK og Sævar ætla að gifta sig. Ég er farin að undibúa íhugun þar sem að ég ætla að syngja og reyna að sleppa að grenja úr mér augun. Á frekar illa saman það tvennt;)
Svo vikuna þar á eftir ætlum við til Bretlands, þaðan til Grikklands á geggjaða litla eyju og svo áfram sumarfrí á Bretlandi í marga daga....
Jæja ætli ég verði ekki að fara að koma drengnum í föt, hann á það til að rífa af sér fötin blesssssssaður...
Síðan síðast hef ég nú aðeins snúið við í átt að heilbrigðara líferni. Svona ef undan er skilin síðasta helgi eða laugardagurinn..
Nú síðan síðasta blogg var skrifað hefur hvert áfallið á eftir öðru, aðalega peninglegt sjokk. Fór til tannlæknis og fannst ég hafa verið tekin í rassgatið. Komst að því í leiðinni að sennilega er ég ekki gay þar sem að ég fílaði þetta hreint ekki. Fjötutíuþúsund krónum fátækari, útlítandi eins og eftir heilablóðfall fór ég út og tannlæknirnn náði meira að segja að gleyma að skila mér vísakortinu...
En það þýðir ekkert að svekkja sig á tannlækna og viðgerðakostnaði. Maður verður bara að halda áfram að vinna;)
Núbbb ég skellti mér í Latabæjarmarþonið á laugardaginn með Spidermann syni mínum og Jöbbu frænku minni. 4000 þúsund börn í fylgd með fullorðnum ýmist einu eða tveimur, semsagt stappað. En sonurinn sá íþróttaálfinn og Sollu stirðu og það var nóg....
Um kvöldið gerðist ég alls ómenningarleg. Og sá ekki einn atburð á menningarnótt.. Smellti mér í afmælispartý til Örvars og Robba, labbaði eins og herforingi inná sálina á Nasa án þess að borga, dansaði við nokkur lög, fór svo á nokkra pöbba og kom heim undir morgun..
Þetta var gaman...
Nú liggur hinsvegar fyrir ferð til Akureyrar þar sem að KK og Sævar ætla að gifta sig. Ég er farin að undibúa íhugun þar sem að ég ætla að syngja og reyna að sleppa að grenja úr mér augun. Á frekar illa saman það tvennt;)
Svo vikuna þar á eftir ætlum við til Bretlands, þaðan til Grikklands á geggjaða litla eyju og svo áfram sumarfrí á Bretlandi í marga daga....
Jæja ætli ég verði ekki að fara að koma drengnum í föt, hann á það til að rífa af sér fötin blesssssssaður...
12.8.06
Sérstakt
Ég er enn að reyna að skilja ákveðna hegðun mína. Þá hegðun að vera alveg á brúninni með allt sem ég geri. Pabbi minn myndi segja; að vera með allt í rassgati... T.d að hafa ekki farið með bílinn minn í skoðun í tvö ár... vera alltaf rétt á mínútunni, alltaf nánast bensínlaus og svo framvegis.
Einnig skil ég ekki eitt.. ég t.d hata að hafa allt í drasli hjá mér, samt verður stundum alveg ÖFGA mikið drasl hérna hjá mér og þegar það nær ákveðnu hámarki laga ég til á nó tæm, og voila mér líður aldrei betur... ( þetta var eins með baðið í próftíðum hahahahhah ) muna þeir sem vilja muna.
Það sem er hinsvegar að angra mig núna er ótrúlega undarlega óhollur lífstíll minn. Ég nenni ekki að borða, ég sé bara svart þegar ég þarf að borða. Ef ég set eitthvað innfyrir varir mínar er það óhollt, ég er úttútin með þynnkuhausverk og bjúg... Ég veit alveg hvað ég þarf að gera til að mér líði betur, þeas að borða reglulega, sleppa hveiti og sykri og fara í sund og ræktina... Það er nú ekki eins og þetta sé eitthvað flókið, EN SJITT hvað þetta vefst fyrir mér... Ég bara fæ mér frekar ís.
Mér er ekki viðbjargandi... eða hvað??
Annars er bara allt gott að frétta eða þannig. Reyndar er bíllinn minn dauður í Holtagörðum, verð nógu pirruð að hugsa um það þó ég fari ekki að skrifa hér einhvern eiturpistil líka.
Barnsfaðirinn yfirgaf skerið í dag og ég fór í burtu með vansælan pilt sem vildi með til London og skildi eftir vansælan pabba sem vildi ekki yfirgefa okkur. Ekki laust við að maður setji líka spurningamerki við þessa stöðu sem maður er í. Ekki eins og manni finnist maður á réttri leið í lífinu þegar svona er ástatt;/. En það styttist í næsta hitting... ekki nema þrjár vikur á mánudaginn í brottför og 3 vikur í faðmi Scott fjölskyldunnar á dagskrá, en að öllum líkindum hefur Ítalía bæst í ferðaplanið, það verður þó stutt, bara smá business til Mílanó... Yesss hvað það verður dásamlegt....
Annars átti ég að fara í stöðupróf í tónfræði í FÍH*, talaði við kennarann og fæ að sleppa því. Gat skýrt út fyrir henni stöðu mína bara munnlega, og ég komst semsagt að því að tónfræðin er heila ÞRJÁ tíma á viku allt árið. Öll tónfræðin bara kláruð, kræst segi ég nú bara. Ég man enn hvað mér þótti "gaman" í tónfræði í Tónlistarskólanum á Akureyri hér í denn..Ekki.
* Vegna fjöldamisskilnings er FÍH tónlistarskóli félags íslenskra hljómlistamanna;)
Jæja... er víst að fara að vinna aðeins og ætla svo að skella mér út á rall....
l8er
Einnig skil ég ekki eitt.. ég t.d hata að hafa allt í drasli hjá mér, samt verður stundum alveg ÖFGA mikið drasl hérna hjá mér og þegar það nær ákveðnu hámarki laga ég til á nó tæm, og voila mér líður aldrei betur... ( þetta var eins með baðið í próftíðum hahahahhah ) muna þeir sem vilja muna.
Það sem er hinsvegar að angra mig núna er ótrúlega undarlega óhollur lífstíll minn. Ég nenni ekki að borða, ég sé bara svart þegar ég þarf að borða. Ef ég set eitthvað innfyrir varir mínar er það óhollt, ég er úttútin með þynnkuhausverk og bjúg... Ég veit alveg hvað ég þarf að gera til að mér líði betur, þeas að borða reglulega, sleppa hveiti og sykri og fara í sund og ræktina... Það er nú ekki eins og þetta sé eitthvað flókið, EN SJITT hvað þetta vefst fyrir mér... Ég bara fæ mér frekar ís.
Mér er ekki viðbjargandi... eða hvað??
Annars er bara allt gott að frétta eða þannig. Reyndar er bíllinn minn dauður í Holtagörðum, verð nógu pirruð að hugsa um það þó ég fari ekki að skrifa hér einhvern eiturpistil líka.
Barnsfaðirinn yfirgaf skerið í dag og ég fór í burtu með vansælan pilt sem vildi með til London og skildi eftir vansælan pabba sem vildi ekki yfirgefa okkur. Ekki laust við að maður setji líka spurningamerki við þessa stöðu sem maður er í. Ekki eins og manni finnist maður á réttri leið í lífinu þegar svona er ástatt;/. En það styttist í næsta hitting... ekki nema þrjár vikur á mánudaginn í brottför og 3 vikur í faðmi Scott fjölskyldunnar á dagskrá, en að öllum líkindum hefur Ítalía bæst í ferðaplanið, það verður þó stutt, bara smá business til Mílanó... Yesss hvað það verður dásamlegt....
Annars átti ég að fara í stöðupróf í tónfræði í FÍH*, talaði við kennarann og fæ að sleppa því. Gat skýrt út fyrir henni stöðu mína bara munnlega, og ég komst semsagt að því að tónfræðin er heila ÞRJÁ tíma á viku allt árið. Öll tónfræðin bara kláruð, kræst segi ég nú bara. Ég man enn hvað mér þótti "gaman" í tónfræði í Tónlistarskólanum á Akureyri hér í denn..Ekki.
* Vegna fjöldamisskilnings er FÍH tónlistarskóli félags íslenskra hljómlistamanna;)
Jæja... er víst að fara að vinna aðeins og ætla svo að skella mér út á rall....
l8er
9.8.06
SÖGNIN AÐ SPRINGA
Jesús minn góður, líkamlegt ástand mitt er mig lifandi að drepa. Mér finnst ég vera að springa. Djöfull er þetta óþægilegt, í alvöru talað, einhver sá mesti viðbjóður sem ég hef lent í.
Ég er svo ógeðlega feit eitthvað að ég á erfitt með andardrátt. Labbaði hérna niður á laugarveg til að fá mér gleraugu þar sem að barnið braut mín og þetta var bara erfitt. Tala svo ekki um stigana hérna uppí íbúðina.... ojojojoj
Mest langar mig undir sæng, vitandi það að auðvitað ætti ég að drulla mér í ræktina.
Ég er svo ógeðlega feit eitthvað að ég á erfitt með andardrátt. Labbaði hérna niður á laugarveg til að fá mér gleraugu þar sem að barnið braut mín og þetta var bara erfitt. Tala svo ekki um stigana hérna uppí íbúðina.... ojojojoj
Mest langar mig undir sæng, vitandi það að auðvitað ætti ég að drulla mér í ræktina.
4.8.06
Heyrðist í vinnunni í dag:
J: Já hún var alltaf voða skrítin, alltaf með anorexíu og í Krossinum.
Múhahahhahahhahahhahahah
Múhahahhahahhahahhahahah
Á maður ekki bara að vera stoltur
Ég held að maður geri alltof lítið af því að vera ánægður með sjálfan sig og það sem maður gerir. Líka þó maður geti kannski ekki alltaf gert allt sem maður vill.
Man alltaf þegar ég átti eitt próf eftir í ágúst þegar ég átti að útskrifaðist og allir voru eitthvað voða sorry með þetta. Mér fannst ég hinsvegar bara hafa staðið mig nokkuð vel. Ég var ein, með lítið barn, sem var tveggja mánaða þegar ég byrjaði lokaárið. Barnið var veikt í 10 mánuði og aumingja þær sem voru bundnar við Spítalaveginn í hópvinnu með mér. Ég kláraði meira en fullt nám á þessu ári, auk lokaverkefnis. Svo átti ég eftir eitt andskotans próf og það átti að vera svo agalega leið yfir því.
Í ágúst las ég svo í viku og prófið var úr veginum. Ég ákvað að vera bara ánægð með það sem ég gerði og gat. Auðvitað hefði ég alveg mátt mæta meira eða lesa einstaka sinnum heima, en svona var staðan.. Ég lauk viðskiptafræðinni. Snérist ekki málið um það?
Fyrir þremur árum sótti ég um í FÍH, ég komst ekki í inntökuprófið, því ég var í þjóðhagfræðiprófi í HA á meðan. Svo það fór sem það fór. Í fyrra sótti ég aftur um og fann ekki skólann eftir að hafa keyrt frá Borgarfirði með barnið og hent því í pössun. Það fór eins og það fór. Í ár sótti ég aftur um og gleymdi prófinu. Nú fannst mér nóg komið og ég hringdi í Kristjönu Stefáns djazzdífu og sagðist hreinlega verða að komast í próf. Ekki vegna þess að ég væri svo svakalega góð að heimurinn mætti ekki missa af mér, heldur vegna þess að þetta væri einfaldlega í þriðja sinn sem ég sótti um og missti af prófinu.
Hún var svo góð að leyfa mér að koma í hádeginu daginn eftir. Um kl 11 morgunin eftir fattaði ég að ég var ekki með neinar nótur.. Nú voru góð ráð dýr og ég fékk Eyþór sem spilar svo oft með mér til að faxa mér nótur frá Akureyri. Hrafnhildur mín kæra vinkona, keyrði mig á staðinn og neitaði að fara þegar ég var um það bil að gefast uppá að bíða.
Well, inn fór ég, og inní skólann komst ég;) Af því er ég stolt. Ég verð hinsvegar sennilega elst þar sem ég er á aldursundanþágu heheheh en ung í anda.... Það verður því ekki langt að bíða að ég rísi upp og gefi út nokkra djazzz slagara.
Ég reyni yfirleitt að gera mitt besta, og yfirleitt gengur það upp sem ég ætla mér. EN MIKIÐ DJÖFULL er ég stolt að hafa komist þarna inn. Því það voru örfáar hræður af rúmlega 100 sem meikuðu það!
Man alltaf þegar ég átti eitt próf eftir í ágúst þegar ég átti að útskrifaðist og allir voru eitthvað voða sorry með þetta. Mér fannst ég hinsvegar bara hafa staðið mig nokkuð vel. Ég var ein, með lítið barn, sem var tveggja mánaða þegar ég byrjaði lokaárið. Barnið var veikt í 10 mánuði og aumingja þær sem voru bundnar við Spítalaveginn í hópvinnu með mér. Ég kláraði meira en fullt nám á þessu ári, auk lokaverkefnis. Svo átti ég eftir eitt andskotans próf og það átti að vera svo agalega leið yfir því.
Í ágúst las ég svo í viku og prófið var úr veginum. Ég ákvað að vera bara ánægð með það sem ég gerði og gat. Auðvitað hefði ég alveg mátt mæta meira eða lesa einstaka sinnum heima, en svona var staðan.. Ég lauk viðskiptafræðinni. Snérist ekki málið um það?
Fyrir þremur árum sótti ég um í FÍH, ég komst ekki í inntökuprófið, því ég var í þjóðhagfræðiprófi í HA á meðan. Svo það fór sem það fór. Í fyrra sótti ég aftur um og fann ekki skólann eftir að hafa keyrt frá Borgarfirði með barnið og hent því í pössun. Það fór eins og það fór. Í ár sótti ég aftur um og gleymdi prófinu. Nú fannst mér nóg komið og ég hringdi í Kristjönu Stefáns djazzdífu og sagðist hreinlega verða að komast í próf. Ekki vegna þess að ég væri svo svakalega góð að heimurinn mætti ekki missa af mér, heldur vegna þess að þetta væri einfaldlega í þriðja sinn sem ég sótti um og missti af prófinu.
Hún var svo góð að leyfa mér að koma í hádeginu daginn eftir. Um kl 11 morgunin eftir fattaði ég að ég var ekki með neinar nótur.. Nú voru góð ráð dýr og ég fékk Eyþór sem spilar svo oft með mér til að faxa mér nótur frá Akureyri. Hrafnhildur mín kæra vinkona, keyrði mig á staðinn og neitaði að fara þegar ég var um það bil að gefast uppá að bíða.
Well, inn fór ég, og inní skólann komst ég;) Af því er ég stolt. Ég verð hinsvegar sennilega elst þar sem ég er á aldursundanþágu heheheh en ung í anda.... Það verður því ekki langt að bíða að ég rísi upp og gefi út nokkra djazzz slagara.
Ég reyni yfirleitt að gera mitt besta, og yfirleitt gengur það upp sem ég ætla mér. EN MIKIÐ DJÖFULL er ég stolt að hafa komist þarna inn. Því það voru örfáar hræður af rúmlega 100 sem meikuðu það!
3.8.06
Blogg er hollt....
Jæja já, hvað segist? Ég er með nokkrar fréttir. Reyndar ekkert svakalega nýjar en fréttir þó.
Byrjum á því merkilegasta..
Jóna mín átti dásamlega stelpu! Dásamlega segi ég því ég er búin að sjá myndir;).. Ég get ekki beðið eftir að sjá hana..
Skrítið hvað það hefur mismikil áhrif á mann að fólk eigi börn. Þessi fæðing og þar með þessi litla stelpa er komin á topp fimm. Maður yfirfærir væntumþykjuna á foreldrunum á börnin. Mamma hennar er ein af mínum uppáhalds vinum. Þar kemur maður aldrei að tómum kofanum, umræðurnar leiða alltaf til einhvers góðs, þó við séum sjaldnast sammála;)
Varð að kaupa eitthvað fallegt handa skottinu, lenti reyndar í því eins og svo oft áður að finnast EKKERT nógu gott eða fallegt... Var samt bara sátt í lok dags, held það hafi alveg verið nógu fallegt.
Sama dag og minnsta prinsessan fæddist átti önnur 2 ára gömul prinsessa afmæli. Hún Embla Karen. Verst að missa af partýinu, sem mér skilst hafa verið bara nokkuð mikið gott.
Hún á líka hjá mér pakka, sem er einmitt nægilega góður líka;)
Þær eru heppnar þessar stelpur að ég er á leiðinni norður, með pakkana í skottinu.
Núbbb já annað:
Barnsfaðirinn hinn eini sanni er hérna hjá okkur, gengur alveg ljómandi að búa 3 á 40fm. Þetta er jú bara spurning um hugarástand. Okkur liður öllum vel og þá er tilgangnum með lífinu náð.
Við fórum á Sigur Rósar tónleikana á Miklatúni. Það var bara indælt, enda í góðum félagsskap með þotuliðinu. Reyndar dissaði pabbinn okkur fyrir son hennar Bjarkar. Játaði það reyndar seinna um kvöldið að honum findist ég bæði skemmtilegri og sætari. Þar með var málið dautt heheh.
Svo fór ég á tónleika með Ragnheiði Gröndal, hefði sjálfsagt ekki verið neitt vont um þá að segja hefði ekki verið fyrir viðbjóðslega fulla stelpu sem va norsk og talaði geðveikt bjagaða íslensku um leið og hún reyndi að slefa uppí sessunaut sinn. Má geta þess að ég var sessunautur hennar hinum megin frá. Hef sjaldan verið jafn nálægt því að hreinlega bara berja einhvern. Sagði henni reyndar að þegja, og þegar allir voru búnir að segja hið sama, tók hún upp símann og hringdi í vin sinn í Hafnarfirði. Þetta dugði til, og ég fór. Má geta þess að tónleikarnir voru á Rósenberg sem er staður sem tekur svona 40max.
Annars er lífið bara gott, gaman í vinnunni, bíð eftir að komast í sumarfrí, og hlakka til að komast út úr höfuðborginni um versló.
Byrjum á því merkilegasta..
Jóna mín átti dásamlega stelpu! Dásamlega segi ég því ég er búin að sjá myndir;).. Ég get ekki beðið eftir að sjá hana..
Skrítið hvað það hefur mismikil áhrif á mann að fólk eigi börn. Þessi fæðing og þar með þessi litla stelpa er komin á topp fimm. Maður yfirfærir væntumþykjuna á foreldrunum á börnin. Mamma hennar er ein af mínum uppáhalds vinum. Þar kemur maður aldrei að tómum kofanum, umræðurnar leiða alltaf til einhvers góðs, þó við séum sjaldnast sammála;)
Varð að kaupa eitthvað fallegt handa skottinu, lenti reyndar í því eins og svo oft áður að finnast EKKERT nógu gott eða fallegt... Var samt bara sátt í lok dags, held það hafi alveg verið nógu fallegt.
Sama dag og minnsta prinsessan fæddist átti önnur 2 ára gömul prinsessa afmæli. Hún Embla Karen. Verst að missa af partýinu, sem mér skilst hafa verið bara nokkuð mikið gott.
Hún á líka hjá mér pakka, sem er einmitt nægilega góður líka;)
Þær eru heppnar þessar stelpur að ég er á leiðinni norður, með pakkana í skottinu.
Núbbb já annað:
Barnsfaðirinn hinn eini sanni er hérna hjá okkur, gengur alveg ljómandi að búa 3 á 40fm. Þetta er jú bara spurning um hugarástand. Okkur liður öllum vel og þá er tilgangnum með lífinu náð.
Við fórum á Sigur Rósar tónleikana á Miklatúni. Það var bara indælt, enda í góðum félagsskap með þotuliðinu. Reyndar dissaði pabbinn okkur fyrir son hennar Bjarkar. Játaði það reyndar seinna um kvöldið að honum findist ég bæði skemmtilegri og sætari. Þar með var málið dautt heheh.
Svo fór ég á tónleika með Ragnheiði Gröndal, hefði sjálfsagt ekki verið neitt vont um þá að segja hefði ekki verið fyrir viðbjóðslega fulla stelpu sem va norsk og talaði geðveikt bjagaða íslensku um leið og hún reyndi að slefa uppí sessunaut sinn. Má geta þess að ég var sessunautur hennar hinum megin frá. Hef sjaldan verið jafn nálægt því að hreinlega bara berja einhvern. Sagði henni reyndar að þegja, og þegar allir voru búnir að segja hið sama, tók hún upp símann og hringdi í vin sinn í Hafnarfirði. Þetta dugði til, og ég fór. Má geta þess að tónleikarnir voru á Rósenberg sem er staður sem tekur svona 40max.
Annars er lífið bara gott, gaman í vinnunni, bíð eftir að komast í sumarfrí, og hlakka til að komast út úr höfuðborginni um versló.
28.7.06
BOOTCAMP
Hver vill koma með mér á bootcamp námskeið??
31. júlí - 9 september
Komast í gott form fyrir haustið svo maður geti nú notið þessa að fara í rætina í haust og vetur
ANYONE?
31. júlí - 9 september
Komast í gott form fyrir haustið svo maður geti nú notið þessa að fara í rætina í haust og vetur
ANYONE?
27.7.06
Dísussssss rigning og rok og kuldi. AAAAAAAAAAAAAArggggggg, litla fjölskyldan var að spá í að rifja upp Hróarskeldulíferni og fara í útilegu, 10 stiga hiti, gola og rigningarúði. Ahhhhhhhh dásamlegt og það um allt land, reyndar kannski aðeins skárra fyrir austan, en það er bara helvíti langur dagur í keyrslu. Veit reyndar ekki einu sinni hvað við yrðum lengi að keyra þangað, 7 tíma eða eitthvað...
Ætli við höldum okkur ekki bara innan borgarmarka, smellum okkur bara á netið og skoðum grískar eyjar;)
Annars er bara allt gott - vinna -sofa- og ala upp. Bíð eftir að komast í sumarfrí og komast úr suddanum hérna..
Bíð líka eftir að Jóna sendi mér sms þegar litli kútur kemur í heiminn. Ég er alveg viss um að þetta er lítill drengur;) ohhhhhhhhhh hvað ég hlakka til að sjá hann
p.s afhverju fær maður sinadrátt í kálfann og DJÖFULL er það ógeðslega painful, lá við fæðingaröndun í nótt, þvílíkir voru verkirnir
jæja gaaaaaaaaaaaaaaaman aðessu
Ætli við höldum okkur ekki bara innan borgarmarka, smellum okkur bara á netið og skoðum grískar eyjar;)
Annars er bara allt gott - vinna -sofa- og ala upp. Bíð eftir að komast í sumarfrí og komast úr suddanum hérna..
Bíð líka eftir að Jóna sendi mér sms þegar litli kútur kemur í heiminn. Ég er alveg viss um að þetta er lítill drengur;) ohhhhhhhhhh hvað ég hlakka til að sjá hann
p.s afhverju fær maður sinadrátt í kálfann og DJÖFULL er það ógeðslega painful, lá við fæðingaröndun í nótt, þvílíkir voru verkirnir
jæja gaaaaaaaaaaaaaaaman aðessu
21.7.06
Glöð í hjarta
og sinni að nú skuli vera skollið á helgarfrí;)
Öfugt við síðustu helgi skal nú slakað, byrjaði leyfið á sundferð með guttanum mínum. Hann naut sundsins útí ystu æsar, sem gladdi mig mjög. Sé því fram á töluvert öðruvísi utanlandsferð á sólarströnd þetta sumarið miðað við í fyrra.
Góða helgi lömbin mín enda þetta á myndum frá síðustu helgi. Þær ættu að skíra sig sjálfar
19.7.06
Sumarið kemur í hugum landsmanna
einmitt, það er ekki fyrr en þá. Og ég held að sumarið sé komið hjá fáum landsmönnum. Er ég orðin eitthvað þunglyndari með árunum eða er veðrið með versta móti miðað við júlí?
HN sagði í morgun þegar hann kom út á stétt: "Mamma, það er ekki kallt" Ég bara vei, nei það er ekki kallt, fyrsti morguninn sem hann fór út á peysunni. Nike úlpan ekki langt undan samt.
Kommon það er júlí, vissulega fínn dagur í dag miðað við í gær, en djöfull væri ég samt til í að það kæmi bara vetur punktur og svo sumar punktur. Að í maí, júní og júlí gæti ég farið berfætt í skóna og verið í léttum jakka. Ekki í kanínusokkum frá Glófa og svörtum Hummel íþróttajakka. Ég vil ekki vera með hor og hálsbólgu í júlí.... Djöfull, hvað er ég að pirra mig, ekki eins og maður ráði við veðrið. En þetta fer að koma gott, ég held að skerið sé ekki málið í mörg ár í viðbót.
kannski er það líka að hafa áhrif á pirringinn að ég hef fengið nokkur sms á síðustu dögum:
"Jesús það er svo heitt hérna, ég bara svitna og svitna"
"brúnkan frá Hróarskeldu að koma aftur, ligg bara í sólbaði og les"
"góður ilmurinn af sólarkreminu"
héllllllllllvítis, gott á hann að ég borgaði ferð til London í dag með hans korti hahahahahah;)
Já semsagt London, Grikkland og ýmislegt fleira gott á döfinni í sumarfríinu í byrjun september;)
Hætt þessu tuði og farin að vaska upp fyrst kvöldsólin er farin úr eldhúsglugganum!
17.7.06
tjútt og tjill
Já, ég laug að lesendum mínum og slakaði ekkert á um helgina. Reyndar var ég ekkert sérlega æst á föstudaginn, borðaði subway með elskulegri mágkonu minni og bróður-börnum og dvaldi í dásemd á litla heimilinu mínu. Tók laugardaginn snemma en átti svo að eiga flug kl 14 til Akureyar( sem var leyndó). Þar var verið að gæsa eina af mínu uppáhalds og bestu vinkonum hana Kristjönu og ég ætlaði mér ekki að missa af því.
Mér varð ekki að ósk minni ég MISSTI af vélinni, vegna rigningar og sudda og umferðaslyss. Eftir að hafa svo verið húðskömmuð af starfsmanni Flugfélags Íslands, fyrir að vera of sein og jarí jarí jarí var mér sagt að ég þyrfti að borga 6000 kall til að komast með vél kl 5. Ég hélt ég færi að grenja! Ég hef aldrei misst af flugi.
Fór niðurdregin tilbaka í bílinn og meikaði ekki að fara inn og borga þennan 6000 kall og láta skamma mig, svo ég ákvað að hringja inn. Ég lenti á undursamlegri stúlku, Ólöfu Birnu, frænku hennar GUJU. Hún kannaðist við nafnið mitt og vitið menn, AUKAkostnaðurinn lækkaði um helming.. TAKK kærlega Ólöf Birna! Ég gat ekki einu sinni þakkað fyrir mig á staðnum því ég var bara aldeilis ekkert viss hver stúlkan er, enda svooo ómannglögg.
Norður komst ég, í því viðbjóðslegasta flugi sem ég hef lent í. "Kæru farþegar það gæti verið von á smá auka hristingi" og djíiiissssusss ég kom nötrandi út.
Akureyri heilsaði fallega, gullfallegur bær, gullfallegt veður, gullfalleg kona sem sótti mig og gullfallegar, fyndnar og yndislegar stelpur sem ég eyddi kvöldinu með. Hljómar lesbískt en það er alls ekkert þannig hehehehe
Kristjana er náttlega fallegasta gæsin og vá hvað ég á eftir að grenja í þessu brúðkaupi. Ég djammaði fram á morgun og gat svo ekki sofnað af ótta við að missa af fluginu. Var kominu á slaginu 8:30 á völlinn og þegar ég arkaði af stað útí vél var mér snúið við, og sagt að fara með næstu vél.
Ég bara jábbbb settist niður og sá enga vél, svo var mér sagt að fara af stað og einmitt, lítill grænlensk vél sem á að vera þar í innanlandsflugi. Hávaðinn var þvílíkur að ég hélt um höfuðið á mér og grúvði það milli læranna á meðan á flugi stóð.
Ég var sofnuð um kvöldmatarleytið í gær................. Fín helgi, en nú er það vatn, grænmeti og ræktin.. Nóg er komið!!
Mér varð ekki að ósk minni ég MISSTI af vélinni, vegna rigningar og sudda og umferðaslyss. Eftir að hafa svo verið húðskömmuð af starfsmanni Flugfélags Íslands, fyrir að vera of sein og jarí jarí jarí var mér sagt að ég þyrfti að borga 6000 kall til að komast með vél kl 5. Ég hélt ég færi að grenja! Ég hef aldrei misst af flugi.
Fór niðurdregin tilbaka í bílinn og meikaði ekki að fara inn og borga þennan 6000 kall og láta skamma mig, svo ég ákvað að hringja inn. Ég lenti á undursamlegri stúlku, Ólöfu Birnu, frænku hennar GUJU. Hún kannaðist við nafnið mitt og vitið menn, AUKAkostnaðurinn lækkaði um helming.. TAKK kærlega Ólöf Birna! Ég gat ekki einu sinni þakkað fyrir mig á staðnum því ég var bara aldeilis ekkert viss hver stúlkan er, enda svooo ómannglögg.
Norður komst ég, í því viðbjóðslegasta flugi sem ég hef lent í. "Kæru farþegar það gæti verið von á smá auka hristingi" og djíiiissssusss ég kom nötrandi út.
Akureyri heilsaði fallega, gullfallegur bær, gullfallegt veður, gullfalleg kona sem sótti mig og gullfallegar, fyndnar og yndislegar stelpur sem ég eyddi kvöldinu með. Hljómar lesbískt en það er alls ekkert þannig hehehehe
Kristjana er náttlega fallegasta gæsin og vá hvað ég á eftir að grenja í þessu brúðkaupi. Ég djammaði fram á morgun og gat svo ekki sofnað af ótta við að missa af fluginu. Var kominu á slaginu 8:30 á völlinn og þegar ég arkaði af stað útí vél var mér snúið við, og sagt að fara með næstu vél.
Ég bara jábbbb settist niður og sá enga vél, svo var mér sagt að fara af stað og einmitt, lítill grænlensk vél sem á að vera þar í innanlandsflugi. Hávaðinn var þvílíkur að ég hélt um höfuðið á mér og grúvði það milli læranna á meðan á flugi stóð.
Ég var sofnuð um kvöldmatarleytið í gær................. Fín helgi, en nú er það vatn, grænmeti og ræktin.. Nóg er komið!!
14.7.06
Flutningar
Eru sennilega það viðbjóðslegasta sem ég get hugsað mér. Var að fatta að á einu ári hef ég flutt átta sinnum!
ÁTTA - 8 sinnum
Fjórum sinnum í vinnunni: Frá Varmalandi í Borgartún-Kirkjuhvoll-Skaftahlíð og Skeifa
Fjórum sinnum hef ég skipt um heimili Frá Varmalandi - Njálsgata- Mávahlíð - Bergþórugta
Um helgina ætla ég ekki að gera neitt, ekki lyfta kassa, ekki þurrka af. EKKERT.
Það er alveg að koma helgi og ég barasta geeeeeeeet varla beðið.
Góða helgi lömbin mín
ÁTTA - 8 sinnum
Fjórum sinnum í vinnunni: Frá Varmalandi í Borgartún-Kirkjuhvoll-Skaftahlíð og Skeifa
Fjórum sinnum hef ég skipt um heimili Frá Varmalandi - Njálsgata- Mávahlíð - Bergþórugta
Um helgina ætla ég ekki að gera neitt, ekki lyfta kassa, ekki þurrka af. EKKERT.
Það er alveg að koma helgi og ég barasta geeeeeeeet varla beðið.
Góða helgi lömbin mín
8.7.06
Muniði eftir
lakkrísupptökurunum? Harðir og mikið lakkrísbragð. Stór hluti af minni æsku. Er hætt að selja þetta?
Hvernig veit maður hvort egg séu skemmd?
Hvernig veit maður hvort egg séu skemmd?
30.6.06
26.6.06
Sumarið að líða undir lok
Usssssssssss hvar er þetta andskotans sumar. Rigning, rok og almennur viðbjóður.
Ég er að hugsa um að pósta eins og einni færslu og athuga hvort ég vakni ekki með sólargeislana í augun á morgun...
Hvað er svo að frétta? Allt gott bara....
Ég fór norður í byrjun júní og varð veik.
Ég fékk barnsfaðirnn í heimsókn og hann varð fátækur þar sem ég og bíllinn minn erum svo dýr í rekstri.
Ég keypti mér fyrirtæki
Ég flutti í vinnunni
Ég fékk íbúð til leigu í 101
Ég er að fara til Danmerkur ekki á morgun heldur hinn og ætla að vera þar í sex daga með adam, ragga og robba á Hróarskeldu
Ég á að vera flutt þegar ég kem heim..
Ég á strák sem varð þriggja ára á kvenréttindaginn
Ég hélt veislu fyrir hann og gaf honum hjól í afmælisgjöf
Ég er með kolvetnissýki þessa dagana
Ég á hvorki tjald, svefnpoka, bakpoka, regngalla eða sólarvörn til að taka með mér út.
Ég átti passa sem rann út 13, maí ég fékk hann framlengdan í maí....
Ég fer með barni mínu til London í september en þá fæ ég sumarfrí
Ég fer aftur með sama barni til Kanarí í nóvember þá fæ ég aftur sumarfrí...
Hvað er annars að frétta af ykkur?
Ég er að hugsa um að pósta eins og einni færslu og athuga hvort ég vakni ekki með sólargeislana í augun á morgun...
Hvað er svo að frétta? Allt gott bara....
Ég fór norður í byrjun júní og varð veik.
Ég fékk barnsfaðirnn í heimsókn og hann varð fátækur þar sem ég og bíllinn minn erum svo dýr í rekstri.
Ég keypti mér fyrirtæki
Ég flutti í vinnunni
Ég fékk íbúð til leigu í 101
Ég er að fara til Danmerkur ekki á morgun heldur hinn og ætla að vera þar í sex daga með adam, ragga og robba á Hróarskeldu
Ég á að vera flutt þegar ég kem heim..
Ég á strák sem varð þriggja ára á kvenréttindaginn
Ég hélt veislu fyrir hann og gaf honum hjól í afmælisgjöf
Ég er með kolvetnissýki þessa dagana
Ég á hvorki tjald, svefnpoka, bakpoka, regngalla eða sólarvörn til að taka með mér út.
Ég átti passa sem rann út 13, maí ég fékk hann framlengdan í maí....
Ég fer með barni mínu til London í september en þá fæ ég sumarfrí
Ég fer aftur með sama barni til Kanarí í nóvember þá fæ ég aftur sumarfrí...
Hvað er annars að frétta af ykkur?
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)