2.10.11

15


Fyrir 15 mánuðum síðan ákvað ég að hætta að borða sykur, allt mjöl (nema soyamjöl og hveitikím), hrísgrjón, kartöflur og fleira. Ég reyndar ákvað þetta reyndar aðeins fyrr og undirbjó mig sennilega andlega í nokkra daga. En þennan morgun fyrir 15 mánuðum síðan borðaði ég fyrsta morgunmatinn á þessu yndislega fæði og hef aldrei hugleitt að snúa við blaðinu. Reyndar hef ég alltaf sagt að ég sé að gera þetta núna og á meðan að mér líður vel með þetta sé ég ekki ástæðu til að gera annað. Fyrstu tvær vikurnar voru sennilega erfiðastar, ég stóð sveitt og skar niður grænmeti, endalausar spurningar frá fjölskyldu og vinum hvort ég ætlaði aldrei að borða þetta eða hitt aftur, hvort ég saknaði ekki að fá mér hvítvín, hvort mig langaði ekki í sushi og hvort það mætti ekki bjóða mér eitthvað, bara eitthvað!! Svo var allt rifið útúr skápunum sem fólk telur heilsusamlegt á heimilinu og sumum hreinlega leið illa við að sjá mig bara með svart kaffi í bollanum. En ég lét þetta ekki á mig fá, tilfinningin að labba út úr veislum og skilja sykursjokkið eftir á viðkomandi stað var einfaldlega of góð.

Ég hef alltaf eldað hollan mat og haft mikinn áhuga á öllu "hollu" en samt orðið frekar lost á stundum. Svo oft legið og hugsað, "á morgun byrja ég! Hreyfi mig þrisvar þessa vikuna og tek út allt glútein! svo kom næsta kvöld og ekkert hafði gerst. Ég hef reyndar oft tekið út glútein í langan tíma því ég er pottþétt viðkvæm fyrir því og þá er oft hægt að kaupa "glúeinfrítt" hitt og þetta í staðinn, sérstaklega hér í London sem er svo vanalega pakkað af sykri. Mér leið betur, en aldrei fannst mér nógu vel.

Það sem gerðist þegar ég svissaði svo yfir í sykurlausar matarvenjur var að mér fannst líða svolítinn tími þar til mér fannst mér líða mikið betur, auðvitað er ég líka þannig að allt þarf að gerast strax og þolinmæðin engin en svo eftir svona 2-3 vikur fannst mér hreinlega eins og væri að renna af mér. Leið pínu eins og ég hefði verið þunn í einhver ár! Ótrúlega spes. En svo varð ég ólétt eftir 3 mánuði og ákvað strax að hnika ekki frá þessu mataræði. Ég sé það núna að þarna hreinlega bjargaði ég lífi mínu. Ég þyngdist ekki um gramm, missti í raun 7 kg á meðgöngunni, mér leið frábærlega, lítið þreytt miðað við fyrri meðgöngur en samt með 2 börn hérna heima. Og fæðingin var algjörlega mögnuð. Hefði ég legið í sykurkóma hérna heima, þyngst um 10-15kg og verið í sjúklega lélegu formi alla meðgönguna þá er ég ekki eins viss um að þetta hefði orðið jafn ánægjulegt.

Núna þremur mánuðum eftir fæðingu sé ég hvað þetta er djöfulli magnað. Ég sé ekki fyrir mér að ég réði við fyrirtækjarekstur og heimilsrekstur með þrjú börn í sykurvímu og þreytukasti alla daga. En orkan virðist bara aukas svei mér þá. Auðvitað get ég alveg orðið þreytt og eftir langar nætur og langa daga, geispa ég alveg eins og aðrir - en þreytan er öðruvísi, hún er ekki lamandi.

Ég ákvað að skella inn myndum af matnum mínum í dag, ég hef fengið ótal email og fyrirspurnir og fólk greinilega áhugasamt um þetta allt saman:) svo svona í tilefni 15 mánaðanna leit dagurinn svona út:)

Morgunmatur
Niðurskorið epli með grískri jógúrt og soya karamellukurli
Pönnsur með xylo sætu
og einn dásamlegur cappuchino:)





Hádegismaturinn rann ljúflega niður. Túnfisksalat, kímbrauð, niðurskornar gulrætur og hryllilega góður cappuchino.



Og kvöldmaturinn - ofnbakaður lax með chilli, hvítlauk og engifer. Hvítlauks Mayo og ofnbakað grænmeti... slurrrrrrrrp! Þetta var geðveikt.



Svo svona var hann þessi dagur:) án sykurs og annars viðbjóðs:)

Gaman að þessu, ekki það ég sé á leiðinni að pósta hér inn hverju sem ég ét, en í þetta skiptið..

Nú er bara að hella sér uppá Ginseng teið og smella sér í háttinn sólbrunnin og sæt sem ég er muhahhah!

2 ummæli:

Hrund sagði...

Vá hvað þú ert dugleg..... mig langar svo að gera þetta en vex þetta svo í augum.... sérstaklega eftir að ég flutti aftur til Íslands frá London. Allt úldið í Bónus finnst mér og verð bara döpur að reyna að finna eitthvað í matinn hérna. Væri alveg til í að vita hvernig þú byrjaðir á þessu. Fyrstu dagarnir og svonna.....
Takk fyrir skemmtilegt blogg...
kv
Hrund (vinkona Arneyjar sem bennti mér á bloggið þitt 1700ogsúrkál)

Selma Dögg sagði...

svarthvíta hetjan mín - þú ert dásamleg :)gaman að lesa hugsanir þínar - knús til þín