1.10.11

Lét glepjast!





Ég er svo veikgeðja, svei mér þá! Þegar ég kem inní heilsubúðir sérstaklega. Get alveg gleymt mér í vítamínrekkunum. Hef líka of oft komið heim með hina og þessa djúsana, kremin, maskana, te-in og bara neim it af allskyns dótaríi sem á að gera mig svo fína að innan og utan.

Ein af uppáhaldsbúðunum mínum hér í London heitir Planet Organic (reyndar dottin aðeins neðar á listann eftir mitt netta frík out við afgreiðslumanninn í dag, en það er efni í aðra færslu seinna)en þangað fer ég oft til að kaupa mér soyahveiti, náttúrulega sætu, blejur, te og ýmislegt sem ég nota! en hef þó í nokkur skipti (lesist: sjúklega oft) látið glepast af einhverju sem ég hef svo endað á að henda þar sem ég gleymi að nota þessar vörur eða finnast þær ekkert spes. Á t.d risa poka af spirulínudufti og wheat grass dufti sem er algerlega ódrekkandi!

Í dag let ég glepjast. Ginseng drulla sem á að gera mig að annarri Höddu! Ég er að segja ykkur það, reyndar horfði konan á mig og sagði að ég liti út fyrir að vera voða heilbrigð hahha og Una líka sem var með mér, en mælti engu að síður með þessu af heilum hug! Hún er búin að standa og selja þetta í Selfridges í 20 ár og allir þvílíkt hressir með þetta.
Þetta er sumsé í vökvaformi, svipað og hungang, ósætt og náttúrulegt og hún mælti með því að hræra þetta útí bolla af sjóðandi vatni eða setja þetta í djús (sem ég drekk ekki) og drekka á fastandi maga á morgnana og jafnvel einn bolla á kvöldin líka.

Ég laumaði þessu í körfuna með þvílíkt samviskubit því þetta var jú EKKI ókeypis frekar en annað... en þetta á víst að vera svo gott fyrir lifrina og ég hef lengi verið að leita að einhverju sem er gott fyrir hana. Kallið mig klikkaða en ég er með nettar áhyggjur af lifrinni minni. Það er nefnilega svo mikið um að allskyns ógeð safnist upp þar og sérstaklega sætuefni og svoleiðis og því stækkuðu eyrun á mér um alveg 70 prósent!
Þetta jukk er í þessari fallegu glerflösku og ég finn bara hvað ég á eftir að verða ótrúlega brött hahahhah.

Reyndar verð ég að segja að með auknum "þroska" eða auknum aldri kannski frekar er ég farin að finna vörur sem ég nota aftur og aftur og oftar en ekki fundið þær í svona búðum t.d dagkremið mitt og svona en það er s.s annað mál.
Nú er mál málanna að sjóða vatn og sulla smá ginsengi útí!

Skál í boðinu.

Engin ummæli: