29.2.04

Þreyta

ég er orðin svo mikil kelling að ef ég er ekki farin að sofa fyrir tíu er ég farin að hafa áhyggjur af því að verða þreytt næsta dag.... ég meika ekki þreytta daga!

Nú er ég hins vegar að hugsa um að setja skrifleg markmið fyrir vikuna.. Gott fólk, tíminn þýtur framhjá mér og á morgun er 1. mars hvorki meira né minna... Ég held að það sé best að vera ekkert að hugsa of mikið um allt það sem ég þarf að gera næstu tvo mánuðina, það myndi sennilega bara enda með hjartaáfalli og geðröskunum.....

Þess vegna er gott að svífa á braut inní draumaheiminn meðan maður nær að sofa vegna stressssss

Hárþvottur

Syni mínum tókst að æla yfir hausinn á mér áðan, við vorum að leika okkur og ég tók hann á hestbak, sem endaði ekki betur en svo að hann ældi heilum banana yfir hausinn á mér!! Lystugt NOT

Katmandú

ég er náttúrulega slétt geðveik.... mætt í gymmið á sunnudagsmorgni kl 10... Hmmm það er rétt hjá Óla Óskars að sennilega myndu ekki margir trúa þessu uppá mig af gömlu bekkjarfélögunum!! en eins og ég segi batnandi fólki er best.....

Skellti mér aðeins útá lífið í gær, edrú samt og fannst þetta nú allt saman frekar súrt, en hitti samt nokkra áhugaverða, það var gaman... Fór með Ragga þotu út á lífið en dissaði hann svo á dansgólfinu og skildi hann eftir... Sorry Rag!!

Svo nú er ekkert eftir nema að telja niður til næsta laugardags!!! Hlakka óstjórnlega mikið til!!

Góða rest af helgi:-)

26.2.04

Afmæli

Þóra Pétursdóttir og móðir á afmæli í dag, það á slysóhjúkkan líka hún Auður Karen og sjónvarpsmaðurinn geðþekki, Gísli Marteinn!

TIL HAMINGJU MEÐ ÞAÐ ÖLLSÖMUL

Menningarleg

Kannski er ég bara frekar menningarleg, ég er að fara í leikhús í kvöld, útí sveit... á Melum í Hörgárdal, hlakka til að komast í sveitina.......

Annars hef ég verið nánast ofvirk í dag, ekki nóg með að ég hafi farið í ræktina klukkan átta, ákvað ég að þrífa bílinn minn að innan og kominn tími til, málið er að ég keypti bílinn í ágúst 2003 mjög skítugan og hef ekki þrifið hann fyrr en í dag.... samt er einhver viðbóðsleg lykt í bílnum, gruna einhvern sem hefur elskað mig svona rosalega að hafa sett þorrabakka undir sætið:-) sem er svo að gufa upp með svona líka mikilli fýlu!!! OOOJJJJJJ

Halleljúja

Ég veit ekki hvað maður er að hafa áhyggjur af framtíðinni, það streyma svoleiðis til manns atvinnutilboðin:-) Gaman aðessu!!

Ég brá mér á nokkuð fyndinn fyrirlestur í dag með Pete Billac talaði eins og ósvikinn bandaríkjamaður enda einn svoleiðis þar á ferð. Sagði að allir gætu orðið ríkir ef þeir væru með smá common sense og nenntu að vinna, verst hvað maður er latur!!

Svo fjárfesti ég í miða á árshátíðina, ég reikna með gríðarlegri stemningu og kláralega einu af sérlegu djammi ársins... Sessan mín og maki er væntanleg frá Reykjavík svo það er ljóst að þessi blanda klikkar ekki, krydduð með smá rauðvíni jafnvel:-)
Stefnan er tekin á skvíszudag sem verður náttúrulega bara gaman og uppbyggjandi fyrir kvöldið.... Hlakka semsagt eiginlega frekar mikið til þarnæstu helgar enda þvílík stemning í háskólanum sem er frekar sjaldgæft en gott og blessað..... Hlakka til að heyra ávarp formanns þetta árið:-) Hallelúja..........

25.2.04

Sjæt

nú er ég komin með samviskubit að vera búin að afþakka eitt djobb í sumar og hef ekki hugmynd um hvað ég á af mér að gera!! Einhverjar hugmyndir hvar nýútskrifaður viðskiptafræðingur getur sótt um djobb??? Ég er ekki alveg að gúddera atvinnuleysið... Svona nú einhverjar uppástungur takk!!

Öskudagur

í dag og fyrsti öskudagurinn hans Hreiðars Nóa, litla skinnið fór í bæinn með dagmömmunni í samfylkingarsúpermannbolnum mínum, reyndar hélt öskudagsliðið á dagmömmuheimilinu að hann væri mörgæs en þá var hann ekki kominn í búning var bara í útigallanum:ö) Sætt!

23.2.04

Gleymskasta ever

Sjitt hvað ég er viðbjóðslega gleyminn og sunnan við mig... Ég gleymi einhverju í hvert einasta skipti sem ég fer í ræktina. Ég hef gleymt sundbolnum mínum allavega tvisvar og nú er hann hrofinn for gúdd sjampóinu og hárnæringunni allavega tvisvar líka, um daginn fannst brúsinn minn útá plani og það var ekki í fyrsta sinn sem ég gleymi honum, úrið mitt hefur gleymst þarna allavega einu sinni líka. Í dag fór ég í ræktina og var að leita að sundbolnum, fann hann ekki og þegar ég kom heim fattaði ég að ég gleymdi bolnum sem ég var í þegar ég var að æfa! Það er ekki sjens að ég spyrji dömuna um bolinn á morgun... Hún er nefnilega búin að finna út hvers vegna ég er með lyklana um hálsinn á RISA kippunni minni....... Svo ég týni þeim ekki döööhhhhhh!!!!!!!!!!!!!

jeminneini

Nú er klukkan að verða tvö að nóttu sko og ég er búin að vera að læra síðan tíu í morgun ef undan eri skildir einir þrír tímar sem ég notaði til að næra mig og andann.... Ég veit ekki hversu hollt er að vera svona námsmaður.....

Ef

einhver vill nudda mig þá er ég game! Djöfull sem ég er að drepast í vöðvunum mínum..... hate it!

????

Á að leggja niður forsetaembættið?? Á Ástþór sjens??

Hetjan ég

Ég togaði mig uppá rassgatinu og tætti í líkamsrækt í morgun, mikið var gaman að finna spikið kastast í kekki þegar ég þandi mig á hlaupabrettinu og þegar ég kom á fæðingarbekkinn titraði allt og skalf... Mmmmm ég get ekki beðið eftir því að fara aftúr í fyrramálið.....

Flutningur

Ef einhver á pikköpp-pallbíl eða station bíl má sá hinn sami endilega hjálpa mér með bakaraofninn og uppþvottavélina í viðgerð. Hreinlega hef ekki tæima æi allt þetta uppvask.

22.2.04

úff-púff-kadúff

Þegar maður byrjar að læra klukkan sjö á morgnana og lærir fram að kvöldmat, verður maður steiktur, ég er steikt núna í kollinum og djöfulli leiðinleg mamma. Ég væri samt án efa steiktari og haldinn meiri ógleði hefði ég farið á SKÍMÓ (GMG) í gær þannig að all over þá er ég fegin... Er samt að hugsa um að skella mér í mitt langþráða relaxing bað og undir hlýja sæng núna til að getað tekist á við vinnuvikuna eins og manneskja. Ræktin 8:15 í fyrramálið..hmmmm ég veit ekki.. ég reyni hvað ég get....

Góðar stundir evríbodí

Maturinn

í gær var snilld, reyndar lítur ískápurinn minn út eins og ég sé mexíkóbúi og að ég hafi verið að elda fyrir ættina... EN ég er búin að snæða afganga einu sinni í dag og ég mun halda því áfram fram eftir degi...

Kannski maður smelli inn S&H uppskriftinni fyrir svanga lesendur! Schnilld.

Mikið

djöfull sé ég fram á langann dag, sem er kannski eins gott... Fínt að lengja helgarnar sem mest, er að hugsa um að rölta nokkra kílómetra með soninn minn góða!

21.2.04

nammi gott

Kristjana mín færði mér bollu, ég var í þann veginn að stúta henni með svörtu kaffi. Það var gott hef nebblega töluverðar áhyggjur að ég sé ekki að éta nægar hitaeiningar. Nú er ég hinsvegar að hugsa um að leggja mig fyrir næstu áttörn sem hefst rúmlega átta, en þá munum við Stjana troða í okkur ýmsu góðgæti. Kannski ég setji upp hattinn, gott að getað hlegið að einhverju!

Ég er í sjokki

af tveimur ástæðum:

A) Ég fann einnoghálfan líter af rósavíni inn í ískáp... Ég gleymdi að drekka það í afmælinu mínu.....Kannski eins gott.....

B) Litli maðurinn minn er farinn að skríða, hann er búinn að þeytast um stofugólfið í dag og éta blómið sem var í stofunni..

Afmæli

Eggert Högni Sigmundsson, þjáningarbróðir minn í verkefnavinnu andskotans er þrítugur í dag og geri aðrir betur!!
Vona ég að hann eigi góðann dag fjarri minjasafninu.....

Löndun ehf

fimm missed call á símanum mínum, gemsanúmer.. Hvaða fyrirtæki er þetta og afhverju í ósköpunum er það að reyna að ná á mér!

Yndislegt

er að vakna hress á laugardagsmorgni og eiga svona undursamlega fallegt barn sem vill leika.....
Gat ekki haldið mér vakandi í gærkveldi yfir sjónvarpinu og var náði því að sofa í 11 tíma. Það er ekki reykingarlykt af mér og ég sé fram á yfirburðagóðann dag.... Lovitt

20.2.04

Róleg helgi

Mikið ætla ég að taka það rólega um helgina... Freyðibað, relaxingmask, vidjó, góður matur, úthreinsunarkúr og almennt afslappelsi verður meðal efnis... elska helgar:-)

Díses

ég er um það bil að detta niður dauð úr leiðindum... Hrikalegt hvað sumt fólk getur hafð viðbjóðslega leiðinleg áhrif á mann, ég verð andlaus og langar mest til að gubba á gólfið og henda mér svo í gubbið og grenja.
Hinsvegar er ég að hugsa um að gera það ekki heldur snúa vörn í sókn og vera enn leiðinlegri........

19.2.04

Ást

er fallegt lag, fallegur texti líka. Reyndar fyndið hvað allt snýst um ást, sambönd, kynlíf, valentínusardagur og allir missa sig, allir með radarinn á ON að leita að einhverjum og ég hef sjálf komist að einnkennilegri staðreynd. Ég hef aldrei verið ástfangin.. ALDREI og ég er 26 ára gömul, nánast ekki skotin og hvað þá ástfangin. Nema af litla manninum mínum... og kannski það versta ég er ekki mjög örvæntingarfull, ég er ekki enn farin að íhuga að kaupa mér einn tælenskan. Veit samt ekki hvað þetta er, kannski er ég svona ofsalega sjálfselsk??? Veit ekki, gef náttúrulega afar fáum sjens og svo til að bæta það eru flestallir drulluhræddir við mig.

Vona bara að þarna úti sé einn hugaður vel gefinn einstaklingur sem bíður mín, væri nebblega gaman að skipta sér enn frekar:-) en ég finn hann sjálfsagt ekki nema að ég keyri yfir hann.......

Læt vita:-)

Kjötsúpa

er náttúrulega snilldin ein, ég manaði mömmsu í að elda handa mér í kvöld og ekki brást súpan mér frekar en fyrri daginn. Hreiðar Nói var líka þokkalega sáttur með sig. H.N sem gengur undir nafninu Herra fyndinn hjá dagmömmunni er sofnaður. Í átta mánaða afmælisgjöf ákvað ég að gefa honum náttföt, þar sem öll fötin hans og þ.m.t náttfötin eru of lítil, hann réttsmall í náttföt fyrir 12-18 mánaða með mynd af einhverjum byggingamönnum. Kúl er hann litli maðurinn minn!

Aðgerð

ég þyrft í svona innri aðgerð eins og Ruth Reginalds, ég þrái einfalt, áfengislaust, bólulaust, vindgangslaust laust líf. Veit svo sem alveg hvað ég þarf að gera til að öðlast það... Vitneskjan er bara ekki nóg, ef staðfestan er ekki til staðar. Er ég agalaus fáviti? Veit ekki hvað ég á til bragðs að taka, kannski maður kíki við í hvítasunnukirkjunni eins og við Harpa forðum daga. Hvernig hljómar það?

8

mánuðir í dag síðan fæddi barn. Stórgott hjá mér, klapp, klapp Hadda!

18.2.04

Oj

hárið á mér er að verða eins og á Helga Magra, ég er farin að minna sjálfan mig á þegar ég kom í háskólann með hárið útí loftið og Selma og Sibba kunnu ekki við að segja mér að drullast í klippingu en tóku gífurlega vel undir þegar ég minntis á það. Þá bjó ég í Skarðshlíðinni og vann hópavinnu með Dóru og frú Hólm, vissi ekki hvað ég var í andskotanum að brasa í Háskólanum, þjálfaði bara MORFÍS og lét loga á vanilluilmi, svaraði sms-um á nóttunni frá strakalöbbum í borginni, þóttist ætla að labba og seldi bílinn en endaði með Selmu sem einkabílstjóra til að ég kæmi í einstaka tíma. Iss fór til útlanda á þriggja mánaða fresti og setti Pál Rósinkrans í græjurnar þegar ég þurfti hvíld frá U2, bjó með klikkaða konu fyrir ofan mig sem bannaði mér að skrúfa frá eftir tíu á kvöldin því vatnið mitt pusaðist svo um leiðslurnar og truflaði hana... Hmm þá var lífið nú ljúft og skrítið, nú er það ljúft, skrítið og ótrúlegt.........

Gn....zzzzz

Setti

inn myndir úr afmælinu góða, rústaði reyndar albúminu í leiðinni. Það ætti ekki að koma Robba á óvart:-)

Tómt hús

Ég sé fram á að þurfa að fjarlægja flesta innanstokksmuni hér á heimilinu í nánustu framtíð, ég sé að ég á forvitinn og handóðann dreng. En hann er svo góður að það er víst í lagi.

Falleg

kona... sýslumaðurinn á Eskifirði. Ekki að það skipti neinu máli.

Er etta djók

með líkamshita minn, ég er að fá pent ógeð á að vera eins og krypplingur.. eiginlega er ég að fara að gráta:-( af svekkelsi.

17.2.04

100 af mér

1. Ég heiti Hadda Hreiðarsdóttir
2. Fæddist á akureyri 9. febrúar 1978
3. þremur mánuðum fyrir tímann
4. þess vegna vóg ég aðeins fjórar merkur
5. Ég bjó á eyrinni og var sannkallaður eyrarpúki
6. Gekk í Oddeyrarskóla
7. Svo Gaggann
8. þá Menntaskólann á Akureyri
9. Þar eignaðist ég nokkra af mínum bestu vinum í dag
10. Eiginlega fannst mér ótrúlega gaman í M.A
11. Hugsa oft til þess þegar ég var í LMA, MORFÍS og Stjórninni með henni Þóru minni:-)
12. Ekki misskilja það var fínt að útskrifast
13. Eftir útskrift flutti ég til Reykjavíkur
14. Fór að vinna hjá íslenska útvarpsfélaginu eftir útskrift
15. og djammaði ALLAR helgar
16. Keypti mér íbúð í Stigahlíð 14
17. Fór í lögfræði í HÍ
18. Fannst glatað í lögfræðinni og hætti
19. Þreif íbúðir í RVK
20. Vann í hegningarhúsinu á skólavörðustíg
21. Þar kynntist ég sérkennilegum föngum
22. Ég tók ákvörðun um að fara til Akureyrar í Háskólann
23. veit ekki hvursu góð ákvörðun það var en sennilega á það eftir að koma í ljós.
24. Ég mun klára viðskiptafræðina í vor, ég fagna því
25. Í háskólanum eignaðist ég líka vinkonur sem ég mun sennilega eiga út lífið
26. Þá hefur þetta sennilega verið þess virði:-)
27. Ég á yndislega foreldra, klettana mína sem ég veit ekki hvernig lífið væri án
28. og lítinn 8 mánaða son sem ég gæti ekki ímyndað mér lífið án heldur
29. Hann er með fjórar tennur, 10 tær og 10 fingur, gullmoli:-)
30 Ég á einn bróðir, hann er 20 árum eldri en ég en samt erum við alsystkin, hann er vænsta skinn
31. Hann á konu og tvö frábær börn......
32. Ég bý í Spítalavegi í fallegri gamalli íbúð
33. Mig langar til að eiga þessa fasteign, ALLTAF
34. Ætla að mennta mig nokkuð mikið meira og fara til útlanda til þess
35. En fyrst ætla ég að vinna og átta mig á hvert ég ætla að stefna
36. Ég hef áhuga á að búa á Akureyri
37. En er ekki viss um að ég geri það alveg alltaf
39. Ég er pólitísk
40. Sumum finnst ég alvarleg og kannski virka ég þannig
41. En ég er samt oftar kát en ekki
42. Get virkað kuldaleg á þá sem ég þekki ekki og oft er fólk hrætt við mig sem þekkir mig ekki
43. En mér er slétt sama
44. Í rauninni er mér alveg sama hvað fólki finnst um mig, get ekki velt mér uppúr smáatriðum
45. Ég get verið fordómafull
46. og ákveðin
47. en samt er ég alltaf til í að hlusta á góð rök
48. Ég á hressa vini
49. Og oftast er nokkuð mikið að gerast hjá mér
50. EN ég er aðeins að róast og bráðum verð ég farin að kunna að slaka á
51. Ég elska að borða góðan mat með skemmtilegu fólki
52. og að syngja það er gaman
53.















Veikindi

Þar sem ég er farin að getað hugsað en þó ekki jafnmikið og ég vildi til að getað farið að læra aðeins, er ég að hugsa um að gera svona 100 listi sem gæti verið gaman fyrir mig að eiga eftir svona 40 ár....um leið og ég glápi á Innlit-útlit

Ummm útlönd

Jæja, þá stendur ýmislegt til bóta til að hækka prósentutölu þeirra landa sem ég hef heimsótt. 17. júní fer ég til Slóveníu, hef reyndar komið þangað áður með mjög svo sérkennilegum árangri en ég hef betri trú á ferð minni þangað í sumar. 9. nóvember fer ég svo til Kúbu en sú ferð hefur verið greidd. Ég hef líka trú á að ég bregði mér allavega einu sinni á árinu til Bretlands og skála við Selmu og jafnvel taka eins og eitt gott vink í N.hill. Ferðirnar gætu orðið fleiri, hver veit ég bíð spennt eftir næsta ferðabækling.

Svei

mér þá, ég er farin að getað setið upprétt, þetta er allt í rétta átt.

14.2.04

Sjallinn "hrollur"

-11 ára meðalaldur
-Hormónabólur allsráðandi
-Ég verð að sætta mig við að verða tend morfís til æviloka
- Minn valentínus er greinilega í RVK eða annarsstaðar en hér..:-)

Pant sofa út og vakna ekki sex, luuuvvveee
Hed

13.2.04

Spilun eða bilun

Það er verið að spila jólalög á aksjón... Koooommmaaaa svoooooo

Vörður

félag ungra sjálfstæðismanna á Akureyri er 75
ára um þessar mundir og þess vegna er efnt til málþings darara það sjokkeraði mig þegar ég sá að einungis hefur ein kona gengt embætti formanns Varðar og það er sko ekki vegna þess að mennirnir eru svona gasalega hæfir.. Hvað um það, skiptir ekki rassgat máli... Það sem var verst að sjá var að Lúlli "bróðir" gengdi embættinu 1992... OMG.. Selma?? kannski við finnum okkar valentínusa í afmæli Varðar annað kvöld??? NOT

Þema

afmælisteitis míns verður bleikt, allir verða að bera eitthvað bleikt til að vera gjaldgengir:-) Rosa rómantískt!

Vúúhúuu

Það styttist aldeilis í þorramatinn......

Siðferði

Veit einhver um áhugaverðar síður um siðferði í auglýsingum, blaðagreinar eða bara eitthvað sem ég get notað í fyrirlestri sem þarf að vera tilbúinn í fyrramálið svo ég geti haldið ammælispartý og tjúttað án þess að hafa hann hangandi yfir mér þeas fyrirlesturinn:-)

Fjólublá

Ég er fjólublá af kulda á bókasafninu.... Það er viðbjóðslega kallt hérna. Ekki skrítið að maður sé með króniskt kvef.....

12.2.04

Höfuðupplausn

Þrátt fyrir að höfuðið á mér sé nálægt því að springa á sjálfann tölvuskjáinn, hef ég ákveðið að stytta mér stundirnar og blogga. Ég hef góðar fréttir, þarna úti reyndist fólk sem elskar mig nógu mikið til að bjóða mér í þorramat:-) Ég er að fara á límingunum, ég sé rófustöppuna fyrir mér og get ekki beðið!!! Innan 24 tíma tek ég til við að éta þorramat:-)

Best að reyna að halda áfram að læra svo ég geti fagnað uppsöfnuðum aldri með tilheyrandi fjöri á laugardaginn, ÁN þess að vera með móral á sunnudaginn.

Lovjú allihoppa

Hvað er að gerast

Líkfundur, hópslagsmál, innbrot á Hótel Örk og KB banka, hvað er málið? Er liðið að safna fyrir fegrunaraðgerðum? Maður þorir bara varla að fara út, maður gæti verið rændur eða barinn.

Hef ekki enn

fengið þorramat, viss um að ég væri ekki veik ef ég hefði skverað mér á hlaðborð..... Djöfull sem mér langar í rófustöppu þetta hlýtur að fara að flokkast undir þráhyggju...

Andskotinn

Síðan H.N fór að venja komur sínar til dagmömmu höfum við skipst á að vera veik. Meiriháttar alveg, í morgun þegar ég vaknaði fann ég að ég var með hita, hálsbólgu og geðbilaðan verk í nefinu öðru megin. Ég er ekki að meika aðra pesti og nenni EKKI að liggja undir sæng, takk fyrir pent. Ég fór að sofa kl:20:30 í gærkveldi til að reyna að stoppa þessa veikindahrinu, en nei nei allt kom fyrir ekki.. ég er orðin lasin!

11.2.04

Forsetar

Hvað er það fyndið, að Bjarni Hjarðar hélt að ég væri að fá það við skrifborðið hjá sér í gær... Ég var að borða kaffisúkkulaði, tróð því í andlitið á mér og fór svo að stynja aðeins.. Veit ekki hvurs konar stunur koma frá konu Bjarna en í þetta skiptið voru það sársaukastunur frá mér því ég hjó í vísifingur vinstri handar í gær og var að drepast í fingrinum, endaði svo á að slá honum í stólinn fjá forsetanum sem brást furðulega við!

Held svei mér þá að það ætti að leggja niður öll forsetaembætti landsins..

Vill einhver

kaupa af mér 40 klósettrúllur á 4500 og 28 eldhúsrúllur á 1500... Léttgreiðsla eða greiðsludreifing er ekki í boði!

Extrím meikóver

Ruth Reginalds er að fara í liftöpp, það á ekki að setja sílikon í brjóstin á henni það á að skipta um sílikon... Meðal annars, djöfulsins rugl er í gangi

9.2.04

Forskot á sæluna

Jeminn!! ætlaði nú aldeilis að hafa það huggó á sjálfan afmælisdaginn og taka forskot á þorraveisluna (ég bíð spennt Heiða!) og fá mér harðfisk og kíkka aðeins á sjónvarpið sem ég hef ekki litið á í svona 25 daga... Þegar ég er búin að koma mér í stellingar og kveikji á tívíinu blasir þá ekki við mér helvítið hann Jay Lenno og þessi maður fer svooo í mínar fínustu, ég slökkti og starði á hvítt loftið í staðinn og hugsaði um hvað ég ætlaði að vera djöfulli dugleg á morgun.....

Nú er ég hinsvegar að hugsa um að éta fimmta súkkulaðistykkið í dag og athuga hvort að aulinn er ekki farinn úr sjónvarpinu mínu....

Ást

Ef einhver þarna úti elskar mig, má sá hinn/hin sami/a senda mér þorrabakka ég er að drepast mig langar svo geðveikt í þorramat.. Kannski ég hafi þorrapartý á laugardaginn, smart að hafa allt vaðandi í rófustöppu og sviðasultu....

Hvað er annars að gerast á laugardagskvöldið?

Eftirminnileg

Ég veit að ég er ein af þessum ógleymanlegu stelpum, kemur mér samt á óvart hve margir muna eftir mér! Yndælt...

8.2.04

Heima er best

eru sko orð að sönnu, jú jú RVK var ok en þegar ég kom heim og lagðist undir sængina mína leið mér FREKAR vel..... Ég er ekki að meika þetta brjálæði sem er í höfuðborginni, ég náði ekki að hitta nærri alla sem ég ætlaði að sjá, en svona er lífið, í sumar verður stoppið lengar og afslappaðara.... Í nótt var kallt í borginni en margir á djamminu, REKA partýið heppnaðist bærilega þrátt fyrir örlita forræðishyggju sem fer í mínar fínustu taugar... Við ákváðum að brjóta djammið aðeins upp og skella okkur á Ölver, fínasta djók þar verið var að rýma staðinn af útúrreyktum akureyringum, mar bara skammaðist sín! Þar á eftir var það Sólon og svo Kaffibarinn, þar sem saman kemur eitthvað arftífarrtí lið sem er svo upptekið af því að vera öðruvísi að það lyktar... ég ákvað að yfirgefa geymið og strauaði í KEBAB húsið enda soltinn inn að beini. Ferðin í leigubílnum var líka einkennileg eins og oft áður, þar sem leigubílstjórinn skammaði mig fyrir að vera ekki með húfu í kuldanum, tjáði mér að 70% af hitatapi líkamans færi út um hausinn og hann skildi ekki hvernig kvenfólk á íslandi klæddi sig.. JESÚS ekki nennti ég að segja honum að ég væri alltaf vel klædd og hefði týnt húfunni minni daginn áður.... ekki nóg með hann sagði mér líka að hann væri svo heitfengur að hann svæfi alltaf nakinn, við opinn glugga og sparkaði iðulega af sér sænginni. Hvað er málið hér? Ég var svosem ekkert að segja honum að ég svæfi stundum í dúnsokkum og flíspeysu, fannst svona eins og það kæmi honum ekkert við!

Verð að fara að pakka

hef bara komið til 25 landa sem eru einungis 11% landa í heiminum, þegar ég verð þrjátíu og fimm eiga löndin að verða komin uppí 50, var sko að merkja þetta inn á eitthvað kort, en þorði ekki að peista það inn af ótta við að rústa blogginu.... aftur:-)

7.2.04

keypti

skó og jakka...... ég er geðveik

Smáralind

Ég er að hugsa um að fara og kaupa mér föt.........og skó, get ekki djammað á strigaskónum tvö kvöld í röð....

Menningarleg

Jæja þá er að gefa örlitla skýrslu, búin að vera ögn menningarleg, skellti mér á fimmstelpur.com á fimmtudaginn og Chicago í gærkveldi.. Báðar sýningarnar voru iðaðndi snilld ólíkar en afar smart.... Ég vildi óska þess að ég gæti farið í leikhús svona tvisvar í viku.. Ég verð fyrir einhverju þegar ég sest á leikhúsbekkinn.. Eftir leikhúsferðina tókum við Kristjana leigubíl með einhverjum þeim allhællærislegasta manni sem að ég hef hitt... Settumst inní bílinn og báðum hann um að fara með okkur niðrí bæ..heheh Akureyrarbæ segir hann.. Hmm nei nei bara miðbæ!! Svo erum við að nálgast bæinn spyr hann hvar við viljum fara út, við báðum hann bara að setja okkur úr í leigubílaröðinni, öhöö ég get alver farið með ykkur norður.. já nei nei! Shit ekkert smá viðbjóðslega asnalegur, við könnuðumst ekki við mannin og ekki sögðum við honum að við værum í norðan. Þar á eftir fórum við á Sólon og svo ölstofuna... Við Kristjana stungum svo Ragga af og fórum heim í leigara dauðans.... Í kvöld verður svo tekið á því... held ég....

4.2.04

Reykjavík ó Reykjavík

Jesús klukkan níuþrjátíu var ég búin að afreka það að skutla Ragga í vinnuna, læsa mig úti og keyra Kópavog eftir lyklum þar sem ég mátti skokka kring um skólann þar eins og fáviti....
Dagurinn getur bara farið batnandi!!!

3.2.04

Nei

ég skuldaði 1200 á amtinu og 1000 kall hér, gerir semsagt 2200 krónur! Það er alveg ein bjórkippa...... ansans árinn....

Djöfusins

ripp off er þetta bókasafn, tók tvær bækur á leigu hérna og átti að skila 17 des, halló þá var ég í jólafrí og var ekki beint að muna eftir því. En svo kem ég með bækurnar og þá er komin sekt 500 kall á bók. Var bara heppin að koma því reikningsfjandinn var á leið í lögfræðing. Þetta voru ekki merkilegar bækur... Rínardalurinn og Evrópan okkar! Ekki beint vinsælustu bækurnar á safninu! 'eg get svo svarið það.... skilaði reyndar fjórum bókum á amtið fjórum mánuðum of seint og fékk BARA 900 kall í sekt...... Dýrt að vera tossi greinilega...

Hálsbólga

ég vaknaði með hálsbólgu í morgun, ákvað að fara ekki í ræktina heldur uppí skóla að læra. MISTÖK. Ég er reyndar ennþá með strengi síðan á laugardaginn og ekki bætt þrek III úr skák í gær!

Annars pakkaði ég niður í gær og það mætt kannski frekar halda að ég væri flutt alfarin til RVK.... kannski maður komi bara ekkert aftur taki bara beint flug til Kúbu og fái sér einn feitann vindil

Fingurinn

á mér er orðinn fjólublár og harður ég held að hann sé að detta af steindauður

2.2.04

Ó borg mín borg

Jæja RVK á morgun ef veðrið hagar sér, get ekki beðið eftir að komast í smá tilbreytingu og hitta einhvern hluta af þeim fjölmörgu vinum mínum sem búa þarna syðra....

Ef einhver býður í partý eða vill hitting, þá er bara að bjalla eða skilja eftir skilaboð á blogginu og ég er game....

Lovjú

jara-tara-tjara

Fór í bæinn í dag... Fór í jöru eða töru veit ekki hvað þetta heitir núna, pínu hissa á einu... Spurði um verð á kremi.. já það er á 2990. Ég ætla að fá svona krem, já það er 2600. Tók debetið og straujaði kortið. Ég bara hmm já kom út og júbb Selma heyrði þetta líka, ekki misheyrn. Þetta er stjarna.

1.2.04

Gleymum

síðustu þremur færslum..... gærkvöldið var samt fínt og skemmtilegt. Þegar forsetaframbjóðendurnir létu sjá sig í Sjallanum upphófst mikið tjútt, ég er samt á því að ungir menn sem eru að missa sig yfir að vinna hjá KB banka séu ekki vænlegir til undaneldis... Og hvað er málið að þurfa alltaf að vera að láta stelpur giska á hvað maður er gamall... Ég þoli ekki að giska á aldur einhverra ókunnugra manna og hef yfirleitt móðgað viðkomandi. Um jólin var það einn þrítugur ég giskaðí á 19 og í gær einn sem ég sagði hreinskilningslega að hann liti út fyrir að vera 42-43 og ginið hrökk ofaní hann því enginn hafði áður giskað á að hann væri ELDRI en hann er!! Frétti reyndar að ég hefði haft rétt fyrir mér varðandi aldurinn heehehehhe.....

Jæja þetta var ágætis æfing fyrir höfuðborgina, en þangað fer ég á þriðjudaginn... Söng líka við messu í morgun svo ég hef hlotið fyrirgefningu synda minna!
Takk og góðar stundir.