31.5.14

Una var bodin í afmæli


Elsku fallega stelpan mín hefur staðið sig ofsalega vel í vetur. Eiginlega var þetta erfiðast fyrir hana. Nói var svo ákveðin í að þetta yrði allt svo meiriháttar að hann bara fór í skólann og það var eins og hann hefði aldrei átt heima annarsstaðar. Hann var umvafin vinum frá fyrsta degi og þar sem krakkarnir og ritarinn töluðu svolitla ensku gat hann amk spurt ef eitthvað var. Una er í sama skóla en í annarri byggingu. Hún er þar á síðasta ári og fer svo næsta haustí skólann hjá Nóa. 

29.5.14

Kommaskòlinn minn

Nú skal blásið til leiks..

Ég trúi ekki hvað tíminn líður. Nú er ég búin að vera í Barcelona í næstum 9 mánuði. Ég fæ af og til kvíðaköst hvað lífið þýtur framhjá og minninu hrakar. Því ætla ég að skrásetja lífið okkar í Barcelona hér. Sumt afturábak - annað framvirkt. Hér er dásamlegt að vera. Námið hjá okkur námsmönnunum hefur gengið vonum framar. Hreiðar Nói talar orðið 4 tungumál, íslensku, ensku, katalónsku og spænksku. Hann elskar að læra ný mál. Una fer varlega í að tala, skilur allt en er feimin við að gera mistök og ákveður því að þegja stundum. Benjamin Mio er hinsvegar alltaf með 3 snuð svo ekkert skilst, en hann skilur allt. Adam brasar með Dubble og það gengur vel. Mjög skemmtilegt að fylgjast með þeirri fæðingu allri. Nú er ég hinsvegar í tíma og ætti að fylgjast með.

28.7.13

Eins og ritgerð

Það er eins og að skrifa ritgerð að flytja, þegar maður á bara eftir heimildaskrána og heldur að maður sé alveg að verða búin þá er maður rétt hálfnaður. Allavega finnst mér ég hafa verið að setja í síðustu kassana svo vikum skiptir. Þetta er reyndar alveg að verða búið - konan sem hefur þrifið hjá okkur sl, ár er að þrífa húsið og þá á bara eftir að skutla nokkrum kössum uppá loft og þá mega nýjir íbúar koma:) Við erum núna í húsinu hjá tengdó, ég er komin með massa lærvöðva og hjartavöðvinn pumpar hressilega þegar maður þeytist hér upp og niður hæðirnar sex talsins. Farangurinn okkar flæðir útum allt og ég er alltaf að leita að einhverju, það er nú meira hvað maður er háður því að vera heima hjá sér. Nú er eiginlega bara einn dagur eftir í London, ég á eftir að sakna ýmissa hluta og annarra ekki svo mikið. Sakna "minna veitingastaða" og heilsubúðanna sem ég fer svo oft í og þarf svo á að halda. Hlakka samt óstjórnalega til að flytja, læra nýtt tungumál og trekkja heilann í gang við bókalestur. Flugið okkar er á þriðjudagsmorgun, við verðum lent á Ítalíu eftir hádegið, það besta er að krakkarnir hafa ekki hugmynd að við séum að fara þangað. Amma og afi og allir lent þar í sumarfríi og Nói verulega gáttaður að fá sendar myndir af flottheitunum og vera ekki á leiðinni. Planið er að reyna að halda þessu leyndu sem lengst, helst alla leið þar til við komum út og amma og afi bíða með barnabílstólana. Þetta verður eitthvað! Anyways, ég er sest útí sólbað:)

18.7.13

Lífið í London brátt á enda

Ég var að spá í að blogg um fyrirhugaða ferð okkar til Barcelona og líf og störf okkar þar þennan tíma sem við dveljum þar. Held ég haldi mig bara hér á sama bloggi - nefnilega lúmskt gaman að renna yfir þetta. Nú sit ég hinsvegar í eldhúsinu á Mutrix Road eins og moðsteikt svín - en kann því bara vel eftir 10 ára kuldahroll:) 12 dagar í brottför frá London en þá tekur við sumarfrí á Italíu, tengdaforeldrar mínur leigðu villu í Toscany héraðinu og ætla að smala famelíunni saman, held þau haldi hálfpartinn að við munum ekkert koma aftur - ekki einu sinni í heimsókn. Eftir Ítalíu verður svo flogið beint til Barcelona og þar verðum við amk í ár og sennilega lengur ef okkur líður vel. Ætla sennilega að læsa þessu bloggi en öllum alveg gvuðvelkomið að lesa. Stay tuned...

26.11.12

ADHD

Ég held að ég sé með ADHD, ég hef reyndar ekki gert það í alvöru að láta tékka þetta en það kæmi mér amk, ekki á óvart. Og ekki gerir tölvan mig neitt betri. Ég get varla horft á sjónvarpið því það gerist ekkert nógu hratt! Nú er ég komin með leið á Facebook, ætla bara að blogga aftur og kommenta svo hjá sjálfri mér í rólegheitunum ahhahah, ár frá síðasta bloggi, ekki beint ADHD fílíngur í því samt:) Sjáum hvað setur...