29.5.14
Nú skal blásið til leiks..
Ég trúi ekki hvað tíminn líður. Nú er ég búin að vera í Barcelona í næstum 9 mánuði. Ég fæ af og til kvíðaköst hvað lífið þýtur framhjá og minninu hrakar. Því ætla ég að skrásetja lífið okkar í Barcelona hér. Sumt afturábak - annað framvirkt.
Hér er dásamlegt að vera. Námið hjá okkur námsmönnunum hefur gengið vonum framar. Hreiðar Nói talar orðið 4 tungumál, íslensku, ensku, katalónsku og spænksku. Hann elskar að læra ný mál. Una fer varlega í að tala, skilur allt en er feimin við að gera mistök og ákveður því að þegja stundum. Benjamin Mio er hinsvegar alltaf með 3 snuð svo ekkert skilst, en hann skilur allt.
Adam brasar með Dubble og það gengur vel. Mjög skemmtilegt að fylgjast með þeirri fæðingu allri.
Nú er ég hinsvegar í tíma og ætti að fylgjast með.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli