4.10.11

Haust


Þungt yfir London

og þungt yfir hausnum á mér og Unu Barböru. Ég er ekki veik, meira svona dahhhhhhhh slöpp. Þoli ekki svona daga - svo glatað eitthvað. Benjamín sefur í vagninum sínum og Una situr með heyrnatól á hausnum að horfa á Baby Jake. Greyið skottið er sárlasin, horið lekur stanslaust úr nefinu og hún öll svona þvöl og ómöguleg.

En sem betur fer er þetta nú ekki algengt. Fimmta árið hjá Nóa í skólanum og ég held hann hafi verið þrisvar heima vegna veikinda. Barnið bara verður ekki veikt!

Planið var að fara og skoða nýjan leikskóla fyrir skottuna sem er reyndar rándýr líka en aðeins meiri sveigjanleiki með tíma og möguleiki á fullum skóladegi. Þessir tveir og hálfur tími sem hún er með núna gerir ekkert fyrir okkur, ég er farin að sitja bara á kaffihúsi og lesa blöðin meðan hún leikur sér. Svo sá kostnaður auk 300.000 krónana sem fer í leikskólagjöld eru náttúrulega bara grín.
En ég frestaði heimsókninni, kunni ekki við að koma þarna hnerrandi og hóstandi.

Ef mér líst á þennan skóla er hann í 2 mínútna göngufjarlægð frá húsinu sem við vonandi flytjum í einhvern tímann, dónt get me started! Veit ekkert hvort við flytjum eða ekki en amk þá er þessi skóli s.s heldur ekkert langt frá okkur núna.

Ó well. Ætli það sé ekki best að standa upp og gera eitthvað, maður verður alltaf að vera að GERA eitthvað;)

2.10.11

Me time




Ahhh stundum er svo notalegt ad rolta ein ad heiman, ekki med vagn a undan ser eda krakka i eftirdragi. I dag naut eg tess ad fara ein a kaffihusid mitt, tar sem eg tekki alla og allir thekkja mig. Sat tar ein med kaffi, diet kok, timarit og hugmyndabokina mina i solinni...

Litlu hlutirnir i lifinu krakkar minir, litlu hlutirnir!

15


Fyrir 15 mánuðum síðan ákvað ég að hætta að borða sykur, allt mjöl (nema soyamjöl og hveitikím), hrísgrjón, kartöflur og fleira. Ég reyndar ákvað þetta reyndar aðeins fyrr og undirbjó mig sennilega andlega í nokkra daga. En þennan morgun fyrir 15 mánuðum síðan borðaði ég fyrsta morgunmatinn á þessu yndislega fæði og hef aldrei hugleitt að snúa við blaðinu. Reyndar hef ég alltaf sagt að ég sé að gera þetta núna og á meðan að mér líður vel með þetta sé ég ekki ástæðu til að gera annað. Fyrstu tvær vikurnar voru sennilega erfiðastar, ég stóð sveitt og skar niður grænmeti, endalausar spurningar frá fjölskyldu og vinum hvort ég ætlaði aldrei að borða þetta eða hitt aftur, hvort ég saknaði ekki að fá mér hvítvín, hvort mig langaði ekki í sushi og hvort það mætti ekki bjóða mér eitthvað, bara eitthvað!! Svo var allt rifið útúr skápunum sem fólk telur heilsusamlegt á heimilinu og sumum hreinlega leið illa við að sjá mig bara með svart kaffi í bollanum. En ég lét þetta ekki á mig fá, tilfinningin að labba út úr veislum og skilja sykursjokkið eftir á viðkomandi stað var einfaldlega of góð.

Ég hef alltaf eldað hollan mat og haft mikinn áhuga á öllu "hollu" en samt orðið frekar lost á stundum. Svo oft legið og hugsað, "á morgun byrja ég! Hreyfi mig þrisvar þessa vikuna og tek út allt glútein! svo kom næsta kvöld og ekkert hafði gerst. Ég hef reyndar oft tekið út glútein í langan tíma því ég er pottþétt viðkvæm fyrir því og þá er oft hægt að kaupa "glúeinfrítt" hitt og þetta í staðinn, sérstaklega hér í London sem er svo vanalega pakkað af sykri. Mér leið betur, en aldrei fannst mér nógu vel.

Það sem gerðist þegar ég svissaði svo yfir í sykurlausar matarvenjur var að mér fannst líða svolítinn tími þar til mér fannst mér líða mikið betur, auðvitað er ég líka þannig að allt þarf að gerast strax og þolinmæðin engin en svo eftir svona 2-3 vikur fannst mér hreinlega eins og væri að renna af mér. Leið pínu eins og ég hefði verið þunn í einhver ár! Ótrúlega spes. En svo varð ég ólétt eftir 3 mánuði og ákvað strax að hnika ekki frá þessu mataræði. Ég sé það núna að þarna hreinlega bjargaði ég lífi mínu. Ég þyngdist ekki um gramm, missti í raun 7 kg á meðgöngunni, mér leið frábærlega, lítið þreytt miðað við fyrri meðgöngur en samt með 2 börn hérna heima. Og fæðingin var algjörlega mögnuð. Hefði ég legið í sykurkóma hérna heima, þyngst um 10-15kg og verið í sjúklega lélegu formi alla meðgönguna þá er ég ekki eins viss um að þetta hefði orðið jafn ánægjulegt.

Núna þremur mánuðum eftir fæðingu sé ég hvað þetta er djöfulli magnað. Ég sé ekki fyrir mér að ég réði við fyrirtækjarekstur og heimilsrekstur með þrjú börn í sykurvímu og þreytukasti alla daga. En orkan virðist bara aukas svei mér þá. Auðvitað get ég alveg orðið þreytt og eftir langar nætur og langa daga, geispa ég alveg eins og aðrir - en þreytan er öðruvísi, hún er ekki lamandi.

Ég ákvað að skella inn myndum af matnum mínum í dag, ég hef fengið ótal email og fyrirspurnir og fólk greinilega áhugasamt um þetta allt saman:) svo svona í tilefni 15 mánaðanna leit dagurinn svona út:)

Morgunmatur
Niðurskorið epli með grískri jógúrt og soya karamellukurli
Pönnsur með xylo sætu
og einn dásamlegur cappuchino:)





Hádegismaturinn rann ljúflega niður. Túnfisksalat, kímbrauð, niðurskornar gulrætur og hryllilega góður cappuchino.



Og kvöldmaturinn - ofnbakaður lax með chilli, hvítlauk og engifer. Hvítlauks Mayo og ofnbakað grænmeti... slurrrrrrrrp! Þetta var geðveikt.



Svo svona var hann þessi dagur:) án sykurs og annars viðbjóðs:)

Gaman að þessu, ekki það ég sé á leiðinni að pósta hér inn hverju sem ég ét, en í þetta skiptið..

Nú er bara að hella sér uppá Ginseng teið og smella sér í háttinn sólbrunnin og sæt sem ég er muhahhah!

1.10.11

Lét glepjast!





Ég er svo veikgeðja, svei mér þá! Þegar ég kem inní heilsubúðir sérstaklega. Get alveg gleymt mér í vítamínrekkunum. Hef líka of oft komið heim með hina og þessa djúsana, kremin, maskana, te-in og bara neim it af allskyns dótaríi sem á að gera mig svo fína að innan og utan.

Ein af uppáhaldsbúðunum mínum hér í London heitir Planet Organic (reyndar dottin aðeins neðar á listann eftir mitt netta frík out við afgreiðslumanninn í dag, en það er efni í aðra færslu seinna)en þangað fer ég oft til að kaupa mér soyahveiti, náttúrulega sætu, blejur, te og ýmislegt sem ég nota! en hef þó í nokkur skipti (lesist: sjúklega oft) látið glepast af einhverju sem ég hef svo endað á að henda þar sem ég gleymi að nota þessar vörur eða finnast þær ekkert spes. Á t.d risa poka af spirulínudufti og wheat grass dufti sem er algerlega ódrekkandi!

Í dag let ég glepjast. Ginseng drulla sem á að gera mig að annarri Höddu! Ég er að segja ykkur það, reyndar horfði konan á mig og sagði að ég liti út fyrir að vera voða heilbrigð hahha og Una líka sem var með mér, en mælti engu að síður með þessu af heilum hug! Hún er búin að standa og selja þetta í Selfridges í 20 ár og allir þvílíkt hressir með þetta.
Þetta er sumsé í vökvaformi, svipað og hungang, ósætt og náttúrulegt og hún mælti með því að hræra þetta útí bolla af sjóðandi vatni eða setja þetta í djús (sem ég drekk ekki) og drekka á fastandi maga á morgnana og jafnvel einn bolla á kvöldin líka.

Ég laumaði þessu í körfuna með þvílíkt samviskubit því þetta var jú EKKI ókeypis frekar en annað... en þetta á víst að vera svo gott fyrir lifrina og ég hef lengi verið að leita að einhverju sem er gott fyrir hana. Kallið mig klikkaða en ég er með nettar áhyggjur af lifrinni minni. Það er nefnilega svo mikið um að allskyns ógeð safnist upp þar og sérstaklega sætuefni og svoleiðis og því stækkuðu eyrun á mér um alveg 70 prósent!
Þetta jukk er í þessari fallegu glerflösku og ég finn bara hvað ég á eftir að verða ótrúlega brött hahahhah.

Reyndar verð ég að segja að með auknum "þroska" eða auknum aldri kannski frekar er ég farin að finna vörur sem ég nota aftur og aftur og oftar en ekki fundið þær í svona búðum t.d dagkremið mitt og svona en það er s.s annað mál.
Nú er mál málanna að sjóða vatn og sulla smá ginsengi útí!

Skál í boðinu.

Timarit

Living ect...  uppahaldid mitt. Enda elska eg fallega honnun.


Blogging from my phone...

Elska taeknina....


Myndir

Langar að geta sett inn myndir beint frá símanum mínum, búin að reyna einhverja skráningu en fæ alltaf einhver error. hmmmmmmmmmmmmm skoða þetta síðar. Farin út í sólina:)