4.10.11

Þungt yfir London

og þungt yfir hausnum á mér og Unu Barböru. Ég er ekki veik, meira svona dahhhhhhhh slöpp. Þoli ekki svona daga - svo glatað eitthvað. Benjamín sefur í vagninum sínum og Una situr með heyrnatól á hausnum að horfa á Baby Jake. Greyið skottið er sárlasin, horið lekur stanslaust úr nefinu og hún öll svona þvöl og ómöguleg.

En sem betur fer er þetta nú ekki algengt. Fimmta árið hjá Nóa í skólanum og ég held hann hafi verið þrisvar heima vegna veikinda. Barnið bara verður ekki veikt!

Planið var að fara og skoða nýjan leikskóla fyrir skottuna sem er reyndar rándýr líka en aðeins meiri sveigjanleiki með tíma og möguleiki á fullum skóladegi. Þessir tveir og hálfur tími sem hún er með núna gerir ekkert fyrir okkur, ég er farin að sitja bara á kaffihúsi og lesa blöðin meðan hún leikur sér. Svo sá kostnaður auk 300.000 krónana sem fer í leikskólagjöld eru náttúrulega bara grín.
En ég frestaði heimsókninni, kunni ekki við að koma þarna hnerrandi og hóstandi.

Ef mér líst á þennan skóla er hann í 2 mínútna göngufjarlægð frá húsinu sem við vonandi flytjum í einhvern tímann, dónt get me started! Veit ekkert hvort við flytjum eða ekki en amk þá er þessi skóli s.s heldur ekkert langt frá okkur núna.

Ó well. Ætli það sé ekki best að standa upp og gera eitthvað, maður verður alltaf að vera að GERA eitthvað;)

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Elsku Hadda mín,
ég er einstaklega léleg í að hafa samband svo ég varð yfir mig glöð að sjá bloggið þitt aftur.
Leitt að heyra af slappleika ykkar mæðgna, en hér á höfuðborgarsvæðinu er annar hver maður veikur. Þetta stendur vonandi allt til bóta.
Héðan er þokkalegt að frétta, við mæðgur á Kambsveginum berum út blöð, skólarnir eru allir komnir vel af stað og börnin komin í venjuleg og endalaus próf. Komst að því að landafræðikennslu barnanna beggja er afar ábótavant. Ævar var að undirbúa próf í mannkynssögu og átti að merkja hina og þessa gagnmerka staði inn á kort af Evrópu, löndunum fyrir botni miðjarðarhafs ásamt hinum ýmsu ríkjum gömlu Sovétblokkarinnar. Hann kunni ekkert á kort, vissi ekki hvar hin ýmsu Evrópuríki voru og hver áttu landamæri saman að ónefndri kunnáttu í höfuðborgum o.fl. Ég var í sjokki. Það var "aldrei" neitt að læra "heima" í grunnskóla og þrátt fyrir kvartanir móðurinnar voru allir bara hamingjusamir með það. Jabba situr nú og les um Evrópuríki í tuttugu ára gamalli bók þar sem allmargt er hreinlega orðið úrelt. Já, má ég þá biðja um þetta gamla, góða í skólanum mínum; lita kort af löndum, merkja inn höfuðborgir, ár, vötn, fjöll og höf og taka svo kortapróf í öllusaman. Þau geta aflað sér upplýsinga um atvinnuvegi, staðhætti og menningu á netinu (uppdeitað) hvenær sem er, en hitt situr þónokkuð eftir svona myndrænt.
Nú held ég bráðum vestur yfir haf til DC og er að byrja að hlakka til.
Haustið hér er komið með stæl, nú vantar bara fyrstu hálkuna. Nýi, gamli bíllin er bara dásamlegur .. er á meðan er!
Hlakka til að heyra meira frá ykkur. Knús á línuna.
XXX
Svana.