31.8.06

Engin lognmolla

..nei ekki aldeilis, ekki frekar en fyrri daginn!

Sjitturinn, í nótt svaf ég í 2 tíma, jújú vegna TANNPÍNU í annað skiptið á ævinni. Ég sver það þetta var verra en fæðingahríðir. Ég gekk um með ógleði, einn ísmola uppí mér og annan útvortis... Ég tók 4 4oo mgr verkjatöflur og hef ekki gleypt jafnmargar á einum sólarhring á minni æfi... svona 10 stk samtals

Ég hef aldrei hlakkað jafn til að leggja leið mína til læknis. Sver það ég hefði leyft manninum að athuga með útvíkkun hefði hann stungið uppá því. Slíkar voru kvalirnar.. hann smellti á mig gleraugum og ég fylgdist með FRIENDS þætti á meðan á átökunum stóð...
Svo rukkaði hann mig um rúmlega 17.000 kall ( þrijða utanlandsferðin í mánuðinum) ég hélt ég færi að grenja ég sveeeeeeeerða.. EN svona er lífið og þetta er sko ekki búið enn....

Annars er ég búin að plana 12 tíma djamm fyrir vinnuna á morgun, vantar sárlega pass ef einhver vill fá gullið í heimsókn;)
Svo er ég að flytja loka draslið úr Mávahlíðinni, þrífa, pakka og fara til útlanda á næstu fjorum dögum...+ allt annað, ég lifi þetta af og sef á Grikklandi undir gulri sólhlíf.
1 dagur eftir og þá er ég komin í frí til 26. september;) það var laaaaaaaaaaaaaaaaaaglegt

23.8.06

Ég er full



.. af kvefi og það ekki í fyrsta sinn sl. 12 mánuði. Ég er komin með svona líka nett ógeð á þessu.. Nú hleð ég í mig vítamínum frá A til Z, drekk Mími flensumjöð og gleypi þess á milli Stuttungamjöð sem er svo lífrænn að hann angar all skelfilega...

Ligg í Lavanderbaði og ber á mig Arnikuolíu. VIÐ erum semsagt að tala um allt til að losna við ógeðið... Enda ærin ástæða. Brúðkaup ársins á laugardaginn og svona um það bil ekkert reddí sem snertir mig. Ósnyrt og veik, fatalaus með ónýta rödd. Hafiði vitaða....

Eins gott að röddin verði mætt og heyrnastíflan farin. Lögin eru komin og undirleikarinn. Reyndar ekki lagið sem ég á að velja og er leyndó;) Það breytist dag frá degi... Og jú kjóllinn hann er kominn. Haahahah það mætti halda að ég sé að fara að gifta mig;)

Annars er lítið að frétta.. Nema jú gleraugun sem ég lét taka frá fyrir mig meðan ég skrapp heim til að ná í gömlu gleraugun til að láta mæla styrkleika glerjanna.. .Voru seld á meðan. Hversvegna? Jú það tók mig tvær vikur að fara tilbaka, enda fífl með allt á hælunum eins og ég gat fyrir nokkrum færslum. En ég lét það ekki á mig fá í nema nokkrar sek og valdi mér ný gleraugu. Nú er nebblega tími til að leggja neeeeeeeeerddagleraugunum og fá smá kúl í stelpuna.

Farin að glápa á Magna...

En að lokum??? Uppástungur að brúðkaupslagi fyrir fallegasta par ársins og svo batakveðjur í kommentakerfið. Takk.
Smelli hérna inn mynd frá menningarnótt...og af mér og einkasyninum að æfa okkur fyrir Grikkland....
P.s Magni var ekki meðal þriggja neðstu, það var laaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaglegt
P.P.S jú annars.... hann var fokkings meðal þriggju neðstu... Nú vaki ég í næstu viku og kýs eins og mófó...þeas ef hann kemst áfram

21.8.06

Tíminn flýgur áfram....

Tíminn bara æðir og 10 dagar milli bloggfærslna eru meira svona eins og 2 dagar. Ég er heima í dag með litla snúllann minn lasinn. Uppfullur af kvefi og ég komin með sleifina í hálsinn.. Skiletta ekki. Farin að drekka seyðið úr jurtaapótekinu og ét úthreinsipillurnar frá Kolbrúnu grasalækni eftir hverja máltíð...
Síðan síðast hef ég nú aðeins snúið við í átt að heilbrigðara líferni. Svona ef undan er skilin síðasta helgi eða laugardagurinn..

Nú síðan síðasta blogg var skrifað hefur hvert áfallið á eftir öðru, aðalega peninglegt sjokk. Fór til tannlæknis og fannst ég hafa verið tekin í rassgatið. Komst að því í leiðinni að sennilega er ég ekki gay þar sem að ég fílaði þetta hreint ekki. Fjötutíuþúsund krónum fátækari, útlítandi eins og eftir heilablóðfall fór ég út og tannlæknirnn náði meira að segja að gleyma að skila mér vísakortinu...

En það þýðir ekkert að svekkja sig á tannlækna og viðgerðakostnaði. Maður verður bara að halda áfram að vinna;)

Núbbb ég skellti mér í Latabæjarmarþonið á laugardaginn með Spidermann syni mínum og Jöbbu frænku minni. 4000 þúsund börn í fylgd með fullorðnum ýmist einu eða tveimur, semsagt stappað. En sonurinn sá íþróttaálfinn og Sollu stirðu og það var nóg....

Um kvöldið gerðist ég alls ómenningarleg. Og sá ekki einn atburð á menningarnótt.. Smellti mér í afmælispartý til Örvars og Robba, labbaði eins og herforingi inná sálina á Nasa án þess að borga, dansaði við nokkur lög, fór svo á nokkra pöbba og kom heim undir morgun..
Þetta var gaman...
Nú liggur hinsvegar fyrir ferð til Akureyrar þar sem að KK og Sævar ætla að gifta sig. Ég er farin að undibúa íhugun þar sem að ég ætla að syngja og reyna að sleppa að grenja úr mér augun. Á frekar illa saman það tvennt;)
Svo vikuna þar á eftir ætlum við til Bretlands, þaðan til Grikklands á geggjaða litla eyju og svo áfram sumarfrí á Bretlandi í marga daga....

Jæja ætli ég verði ekki að fara að koma drengnum í föt, hann á það til að rífa af sér fötin blesssssssaður...

12.8.06

Sérstakt

Ég er enn að reyna að skilja ákveðna hegðun mína. Þá hegðun að vera alveg á brúninni með allt sem ég geri. Pabbi minn myndi segja; að vera með allt í rassgati... T.d að hafa ekki farið með bílinn minn í skoðun í tvö ár... vera alltaf rétt á mínútunni, alltaf nánast bensínlaus og svo framvegis.

Einnig skil ég ekki eitt.. ég t.d hata að hafa allt í drasli hjá mér, samt verður stundum alveg ÖFGA mikið drasl hérna hjá mér og þegar það nær ákveðnu hámarki laga ég til á nó tæm, og voila mér líður aldrei betur... ( þetta var eins með baðið í próftíðum hahahahhah ) muna þeir sem vilja muna.

Það sem er hinsvegar að angra mig núna er ótrúlega undarlega óhollur lífstíll minn. Ég nenni ekki að borða, ég sé bara svart þegar ég þarf að borða. Ef ég set eitthvað innfyrir varir mínar er það óhollt, ég er úttútin með þynnkuhausverk og bjúg... Ég veit alveg hvað ég þarf að gera til að mér líði betur, þeas að borða reglulega, sleppa hveiti og sykri og fara í sund og ræktina... Það er nú ekki eins og þetta sé eitthvað flókið, EN SJITT hvað þetta vefst fyrir mér... Ég bara fæ mér frekar ís.
Mér er ekki viðbjargandi... eða hvað??

Annars er bara allt gott að frétta eða þannig. Reyndar er bíllinn minn dauður í Holtagörðum, verð nógu pirruð að hugsa um það þó ég fari ekki að skrifa hér einhvern eiturpistil líka.
Barnsfaðirinn yfirgaf skerið í dag og ég fór í burtu með vansælan pilt sem vildi með til London og skildi eftir vansælan pabba sem vildi ekki yfirgefa okkur. Ekki laust við að maður setji líka spurningamerki við þessa stöðu sem maður er í. Ekki eins og manni finnist maður á réttri leið í lífinu þegar svona er ástatt;/. En það styttist í næsta hitting... ekki nema þrjár vikur á mánudaginn í brottför og 3 vikur í faðmi Scott fjölskyldunnar á dagskrá, en að öllum líkindum hefur Ítalía bæst í ferðaplanið, það verður þó stutt, bara smá business til Mílanó... Yesss hvað það verður dásamlegt....

Annars átti ég að fara í stöðupróf í tónfræði í FÍH*, talaði við kennarann og fæ að sleppa því. Gat skýrt út fyrir henni stöðu mína bara munnlega, og ég komst semsagt að því að tónfræðin er heila ÞRJÁ tíma á viku allt árið. Öll tónfræðin bara kláruð, kræst segi ég nú bara. Ég man enn hvað mér þótti "gaman" í tónfræði í Tónlistarskólanum á Akureyri hér í denn..Ekki.

* Vegna fjöldamisskilnings er FÍH tónlistarskóli félags íslenskra hljómlistamanna;)

Jæja... er víst að fara að vinna aðeins og ætla svo að skella mér út á rall....
l8er

9.8.06

SÖGNIN AÐ SPRINGA

Jesús minn góður, líkamlegt ástand mitt er mig lifandi að drepa. Mér finnst ég vera að springa. Djöfull er þetta óþægilegt, í alvöru talað, einhver sá mesti viðbjóður sem ég hef lent í.

Ég er svo ógeðlega feit eitthvað að ég á erfitt með andardrátt. Labbaði hérna niður á laugarveg til að fá mér gleraugu þar sem að barnið braut mín og þetta var bara erfitt. Tala svo ekki um stigana hérna uppí íbúðina.... ojojojoj

Mest langar mig undir sæng, vitandi það að auðvitað ætti ég að drulla mér í ræktina.

4.8.06

Heyrðist í vinnunni í dag:

J: Já hún var alltaf voða skrítin, alltaf með anorexíu og í Krossinum.

Múhahahhahahhahahhahahah

Á maður ekki bara að vera stoltur

Ég held að maður geri alltof lítið af því að vera ánægður með sjálfan sig og það sem maður gerir. Líka þó maður geti kannski ekki alltaf gert allt sem maður vill.
Man alltaf þegar ég átti eitt próf eftir í ágúst þegar ég átti að útskrifaðist og allir voru eitthvað voða sorry með þetta. Mér fannst ég hinsvegar bara hafa staðið mig nokkuð vel. Ég var ein, með lítið barn, sem var tveggja mánaða þegar ég byrjaði lokaárið. Barnið var veikt í 10 mánuði og aumingja þær sem voru bundnar við Spítalaveginn í hópvinnu með mér. Ég kláraði meira en fullt nám á þessu ári, auk lokaverkefnis. Svo átti ég eftir eitt andskotans próf og það átti að vera svo agalega leið yfir því.
Í ágúst las ég svo í viku og prófið var úr veginum. Ég ákvað að vera bara ánægð með það sem ég gerði og gat. Auðvitað hefði ég alveg mátt mæta meira eða lesa einstaka sinnum heima, en svona var staðan.. Ég lauk viðskiptafræðinni. Snérist ekki málið um það?

Fyrir þremur árum sótti ég um í FÍH, ég komst ekki í inntökuprófið, því ég var í þjóðhagfræðiprófi í HA á meðan. Svo það fór sem það fór. Í fyrra sótti ég aftur um og fann ekki skólann eftir að hafa keyrt frá Borgarfirði með barnið og hent því í pössun. Það fór eins og það fór. Í ár sótti ég aftur um og gleymdi prófinu. Nú fannst mér nóg komið og ég hringdi í Kristjönu Stefáns djazzdífu og sagðist hreinlega verða að komast í próf. Ekki vegna þess að ég væri svo svakalega góð að heimurinn mætti ekki missa af mér, heldur vegna þess að þetta væri einfaldlega í þriðja sinn sem ég sótti um og missti af prófinu.
Hún var svo góð að leyfa mér að koma í hádeginu daginn eftir. Um kl 11 morgunin eftir fattaði ég að ég var ekki með neinar nótur.. Nú voru góð ráð dýr og ég fékk Eyþór sem spilar svo oft með mér til að faxa mér nótur frá Akureyri. Hrafnhildur mín kæra vinkona, keyrði mig á staðinn og neitaði að fara þegar ég var um það bil að gefast uppá að bíða.
Well, inn fór ég, og inní skólann komst ég;) Af því er ég stolt. Ég verð hinsvegar sennilega elst þar sem ég er á aldursundanþágu heheheh en ung í anda.... Það verður því ekki langt að bíða að ég rísi upp og gefi út nokkra djazzz slagara.
Ég reyni yfirleitt að gera mitt besta, og yfirleitt gengur það upp sem ég ætla mér. EN MIKIÐ DJÖFULL er ég stolt að hafa komist þarna inn. Því það voru örfáar hræður af rúmlega 100 sem meikuðu það!

3.8.06

Blogg er hollt....

Jæja já, hvað segist? Ég er með nokkrar fréttir. Reyndar ekkert svakalega nýjar en fréttir þó.
Byrjum á því merkilegasta..
Jóna mín átti dásamlega stelpu! Dásamlega segi ég því ég er búin að sjá myndir;).. Ég get ekki beðið eftir að sjá hana..
Skrítið hvað það hefur mismikil áhrif á mann að fólk eigi börn. Þessi fæðing og þar með þessi litla stelpa er komin á topp fimm. Maður yfirfærir væntumþykjuna á foreldrunum á börnin. Mamma hennar er ein af mínum uppáhalds vinum. Þar kemur maður aldrei að tómum kofanum, umræðurnar leiða alltaf til einhvers góðs, þó við séum sjaldnast sammála;)

Varð að kaupa eitthvað fallegt handa skottinu, lenti reyndar í því eins og svo oft áður að finnast EKKERT nógu gott eða fallegt... Var samt bara sátt í lok dags, held það hafi alveg verið nógu fallegt.

Sama dag og minnsta prinsessan fæddist átti önnur 2 ára gömul prinsessa afmæli. Hún Embla Karen. Verst að missa af partýinu, sem mér skilst hafa verið bara nokkuð mikið gott.
Hún á líka hjá mér pakka, sem er einmitt nægilega góður líka;)
Þær eru heppnar þessar stelpur að ég er á leiðinni norður, með pakkana í skottinu.

Núbbb já annað:
Barnsfaðirinn hinn eini sanni er hérna hjá okkur, gengur alveg ljómandi að búa 3 á 40fm. Þetta er jú bara spurning um hugarástand. Okkur liður öllum vel og þá er tilgangnum með lífinu náð.
Við fórum á Sigur Rósar tónleikana á Miklatúni. Það var bara indælt, enda í góðum félagsskap með þotuliðinu. Reyndar dissaði pabbinn okkur fyrir son hennar Bjarkar. Játaði það reyndar seinna um kvöldið að honum findist ég bæði skemmtilegri og sætari. Þar með var málið dautt heheh.

Svo fór ég á tónleika með Ragnheiði Gröndal, hefði sjálfsagt ekki verið neitt vont um þá að segja hefði ekki verið fyrir viðbjóðslega fulla stelpu sem va norsk og talaði geðveikt bjagaða íslensku um leið og hún reyndi að slefa uppí sessunaut sinn. Má geta þess að ég var sessunautur hennar hinum megin frá. Hef sjaldan verið jafn nálægt því að hreinlega bara berja einhvern. Sagði henni reyndar að þegja, og þegar allir voru búnir að segja hið sama, tók hún upp símann og hringdi í vin sinn í Hafnarfirði. Þetta dugði til, og ég fór. Má geta þess að tónleikarnir voru á Rósenberg sem er staður sem tekur svona 40max.

Annars er lífið bara gott, gaman í vinnunni, bíð eftir að komast í sumarfrí, og hlakka til að komast út úr höfuðborginni um versló.