30.9.06

Katrín Sól Þórhallsdóttir


Nýskírð og sést hérna með sinni stórglæsilegu móður. Hlakka til að kynnast stúlkunni betur enda sennilega mikið öðlingsbarn hér á ferð. Innilega til hamingju með daginn kæra fjölskylda, hryggir mig mikið að hafa ekki getað verið með í dag, buhuhuhuhu.

Dagurinn hjá mér hefur verið langur og eytt í vinnu, tiltekt og heimsókn til vina sem ég hef ekki séð lengi. Grillaður steinbýtur í matinn og svo ýmislegt gúmmelaði gott eftir hann. Hóhó allt innan kalóríumarka, er enn í megrun eftir fitufærsluna hér að neðan...

29.9.06

Árekstur við trukk

þannig líður mér, eins og búið sé að aka á mig eða yfir. Ég er svooooooooo þreytt að ég bíð eftir að komast undir sæng. Verð víst að leyfa guttanum mínum að snæða áður en hann verður settur undir sæng. Ætli maður safni bara upp þreytunni alla vikuna sem springur svo út á föstudegi eftir fimm.
Ætlaði að fara norður í skírn hjá Jónu dúllu, en þarf í tónlistarskólann og vinna smá um helgina svo það gafst víst ekki tími í það... Kyssi þær stöllur hina helgina en þá kemst ég vonandi norður.

Bestu kveðjur úr 101,

28.9.06

Sveittur námsmaður

Já já ég ákvað að taka mér smá pásu frá tónfræðinni, búin að sitja sveitt við til að ná upp því sem ég missti þegar ég var úti. Þetta gengur afar hratt fyrir sig, enda verður öll tónfræðin sem vanalega er held ég tekin á fjórum fimm árum, tekin á ári. Fínt að ljúka þessu af segi það ekki, en aumingja þeir sem ekki kunna nóturnar að taka þetta svona hratt.

Búin að fara í söngtíma, sem gekk aðallega útá að finna lög sem á að vinna með í vetur, söngkennarinn var búin að komast að því að ég og hún erum frænkur og tók því á móti mér með bros á vör og leiddi mig áleiðis að kennslustofunni.

Núbb fyrir þá sem voru komnir með áhyggjur er ég búin að kaupa námsefnið, og nótur fyrir tímana, blýanta, strokleður og yddara. Og þetta var ekki fríkeypis frekar en annað. Þá er líka ekkert annað eftir en að rúlla þessu upp.
Vinnan mín er ansi mögnuð, og þá sérstaklega yfirmaðurinn. Í dag fékk ég frábært verkefni í vinnunni, auk þess sem mér er heimilt að fara í alla tíma í FÍH sem ég þarf að sækja, t.d þarf ég að fara kl 15 tvo daga í viku. Þetta þýðir bara að ég vinn upp á kvöldin eða helgar sem er magnað;)
Hlýtur að eiga hlut að máli að yfirmaður minn er útskrifaður gítarleikari úr FÍH og enginn annar en hin geðþekki Nýdanskrar maður Stefán Hjörleifsson. Þetta verður ekki metið til fjár. Lofaði reyndar að syngja á árshátíðinni og hann bauðst til að spila undir svo það verður sjálfsagt lauflétt og skemmtilegt.

Annars á ég víst að skipuleggja árshátíðina og hún verður erlendis, þarf semsagt að finna land, flug og gistingu. Það ætti að vera lítið mál fyrir landsliðsmanneskju í ferðalögum eins og mig.

Núbb Nóinn er hress, komið með haustkvefið í nös og vitkast og verður æfallegri með hverjum deginum sem líður. Held það sé mín mesta lukka í lífinu að hafa eignast hann, eða ég held ekki neitt um það, ég veit það. Um leið pabbann, dásamlegir þessir tveir strákar sem skyndilega ruddust af krafti inní líf mitt. Þó stundum geti verið déskoti flókið að vera foreldri er það svo gott og fallegt. Eftir erfiðan dag í vinnunni getur eitt bros frá þessu skotti þurrkað öll leiðindin út. Magnaður kraftur það;)

Jæja best að klára tónfræðina af, og reyna að taka mesta ruslið sem liggur hér á víð&dreif.

Fita


Vá, ég er orðin svo ógeðslega feit að það er hreinasti viðbjóður. Finn bara hvernig ég fitna, tútna og verð þrekminni með hverri vikunni. Held svei mér þá að ég hætti bráðum að passa í 100.000 króna stólinn sem ég sit á hérna í vinnunni. Nú verður þessu sko snúið við, nú skal fokkings viktin niður og um 10 kg fyir jól.. Ég mun segja frá því þegar ég verð hálfnuð og svo aftur þegar markmið næst. Þá fer ég líka til NY. Fín verðlaun. Fyrirlít þessa fitu og hef verið hladin fitufóbíu, ég starði á allt feita fólkið í London og hugsaði jeminn ég enda svona.. EN nei nei, nú skal bara fitan af og allir happy:)

26.9.06

da dagga da dagga da da

Jamm, fyrirsögnina þekkja tónfræðimenntaðir menn - og konur. Var semsagt að koma úr tónfræðimaraþoninu. Sat þarna í góðum félagsskap ungra manna og kvenna og ritaði niður nótur eftir spili, skrifaði hrynhendnigar upp eftir kennaranum og fór yfir nóturnar. Ótrúlegt hvað maður man mikið eftir því sem maður lærði þegar maður er 8 ára, ekki nema 20 ár síðan;) Reyndar styttra síðan ég las nótur en samt.
Kemur sjálfsagt engum á óvart sem hefur verið samtíða mér í skóla að ég mætti bókalaus, á mínútunni með einn penna í vasanum. Hinir voru með þrjár verkefnabækur og pennaveski með marglitum pennum í. Úr þessu verður bætt, ég fer á morgun og kaupi námsefnið og hefst handa, ekki seinna vænna þar sem ég þarf að semja lag og skrifa upp og skila fyrir næsta tíma. *gúpps* eins gott að ég fái snúru í hljómborðið sem hér liggur enda sjálfsagt mikil þörf fyrir það í vetur.

Nú annað sjokk dagsins var að mér varð á að prenta út stundatöfluna mína sem ég hélt að samanstæði af þessum þriggja tíma tónfræðitíma og svo söngnum, en NEI NEI NEI þarna bættust bara við svona um það bil 10 tímar sem eru frá 15 á daginn og standa ýmist fram á kvöld eða styttra. *Gúppssss*. Veit ekki hvort eða hvernig ég á að meika þetta, en ég á yndislega mágkonu sem vill hjálpa mér og bróðir sem er boðinn og búinn svo kannski gengur þetta.
ALLAvega er ég að fara í söngtíma á morgun og það verður sjálfsagt áhugavert...

Nú annars er lítið að frétta þannig;) Nóinn þarf að fara að hvíla sig, fer að setja inn myndir á hans síðu...

Guten abend meine liebste

25.9.06

Heima er best...






eða hvað? Get ekki sagt að mér hafi langað vitundarögn að fara heim... Eftir dásamlegar vikur í Grikklandi og Bretlandi var ég ekkert sátt að fara í vélina heim. Ísland var samt alveg fallegt þegar við lentum á Keflavík. Meira að segja svo fallegt að ég ákvað að fara í langan bíltúr til Akureyrar í góða veðrinu. Bíltúrinn var hinn ánægjulegasti enda var í ég góðum félagsskap sonar míns og nýjasta fjölskyldumeðlimsins 20GB mp3 spilara sem tengdist við græjurnar í bílnum. Ekki amalegt það. Akureyri var falleg, er reyndar enn að berjast við þá undarlegu tilfinningu að finnast ég aldrei hafa átt heima þarna. Frekar abnormalt eftir 24 ára búsetu...
Var reyndar ekkert mjög mannblendin þarna fyrir norðan, hékk að mestu við eldhúsborðið heima hjá foreldrum mínum og röflaði við settið;)
Kom svo í holuna mína um miðjan dag í gær, það var svosem ágætt þegar inn var komið. Nú tekur bara haustið við með sínum sjarma, vinnan með sínum verkefnum og svo auðvitað tónlistarskólinn sem byrjar á morgun með þriggja tíma tónfræðitíma;)

Já veit einhver um barnapíu í 101 sem langar að passa á þriðjudögum? frá 5-7 og svo einstaka kvöld??
Smelli hér inn nokkrum myndum frá sumarfríinu og ætla svo að labba út og fá mér frískt loft....
Lifið heil

18.9.06

i frii

sumir myndu sko segja ad eg kynni ta list ad vera i frii, i gaer sofandi eg trisvar og i dag hef eg sofnad tvisvar. Buin ad arka um borgina i dag, leggja mig i almenningsgardi, skoda national history museum labba meira, versla og er nu a leidinni ad hitta langafa sonar mins a elliheimilinu. Svo yndislegur madur..

I gaer hitti eg svo hinn langafann i fyrsta sinn, tad var upplifun verd eg ad segja, jaeja verd ad tjota tad er verid ad bida eftir mer....

14.9.06

eg er a lifi jaja-je




Finn tad a auknum fjolda skilaboda ad folk heldur ad eg se tynd. Tad er langt fra tvi ad vera tannig sko.. Sumarfriid hefur verid DASAMLEGT. Byrjadi a london tadan frum vid til Grikklands, til yndilslegrar eyju called Kefalonia. Jesus minn og tvilik dasemd. Leigdum okkur bil og keyrdum um eyjuna, lagum a mismunandi strondum, bordudum godan mat, drukkum mikid af bjor og raudvini og nutum tilverunnar i botn. Gistum a yndislegum stad... ja akkurat semsagt bara yndislegt.
Kom til London a tridjudag og i gaer for eg svo til Oxford tar sem ad Selma utskrifadist. Let mig ekki vanta og sat eins og modir hennar stolt af stulkunni minni, ehehhe..... Nubbb svo er hefur timanum her i London verid eytt i ymislegt dundur en her verdum vid i godu yfirlaeti nokkud lengur...
Vona ad tid seud oll hress og kat