26.6.06

Sumarið að líða undir lok

Usssssssssss hvar er þetta andskotans sumar. Rigning, rok og almennur viðbjóður.
Ég er að hugsa um að pósta eins og einni færslu og athuga hvort ég vakni ekki með sólargeislana í augun á morgun...

Hvað er svo að frétta? Allt gott bara....
Ég fór norður í byrjun júní og varð veik.
Ég fékk barnsfaðirnn í heimsókn og hann varð fátækur þar sem ég og bíllinn minn erum svo dýr í rekstri.
Ég keypti mér fyrirtæki
Ég flutti í vinnunni
Ég fékk íbúð til leigu í 101
Ég er að fara til Danmerkur ekki á morgun heldur hinn og ætla að vera þar í sex daga með adam, ragga og robba á Hróarskeldu
Ég á að vera flutt þegar ég kem heim..
Ég á strák sem varð þriggja ára á kvenréttindaginn
Ég hélt veislu fyrir hann og gaf honum hjól í afmælisgjöf
Ég er með kolvetnissýki þessa dagana
Ég á hvorki tjald, svefnpoka, bakpoka, regngalla eða sólarvörn til að taka með mér út.
Ég átti passa sem rann út 13, maí ég fékk hann framlengdan í maí....
Ég fer með barni mínu til London í september en þá fæ ég sumarfrí
Ég fer aftur með sama barni til Kanarí í nóvember þá fæ ég aftur sumarfrí...

Hvað er annars að frétta af ykkur?