28.11.06

Getur einhver sagt mér

Afhverju í ósköpunum pylsur eru svona svakalega dýrar? Mér er þetta bara óskiljanlegt, ekk fyrir ekki vandaðri matvöru en svo.

27.11.06

ANYONE

Veit einhver um far frá akureyri um þarnæstu helgi til borgarinnar. Mikið væri það geggjað.
Barnið verður að komast í sveitina til ömmu og afa síns en getur ekki farið nema hann fái fylgd heim helst í flugi.

26.11.06

Ef til væri guð myndi hann..

koma með kók til mín núna;)

Í gær fór ég í eitthvað það skemmtilegasta brúðkaup sem ég hef farið í. Hafsteinn Þór og Hrefna vinir mínir urðu semsagt hjón. Veislan var algerlega meiriháttar, ótrúlega skemmtileg atriði og ræður og n.b engir vibbaleiðinlegir brúðkaupsleikir. Veislustjórarnir þurftu ekki að rembast við að vera fyndnir með leiðinleg atriði og leiki svo þetta var eiginlega bara fullkomið. Maturinn var geggjaður, borðfélagarnir skemmtilegir og ræða brúðgaumans til brúðurinnar var sérdeilis mögnuð og fékk mann hreinlega til að trúa á ástina og hjónabandið;)

Dagurinn í dag hefur líka verið góður, afmæli í Hafnarfirði og svosum eiginlega ekkert meira, nú er bara búið að tendra á kertum og sonur minn búinn að færa mér ís í rúmið og skeið svo ég fari ekki að æsa mig (það voru hans orð)....

Lífið er leikur, það er bara ljúft;)

24.11.06

Vika eftir af Nóvember

eða rétt svo. Er að koma mér í vinnustellingar hérna heima hjá mér. Leikskólinn lokaður vegna vinnudags, pínu sérstakt að þurfa að loka til að vinna, en mér sýnist þetta lið þarna ekkert veita af smá fókus. Veit ekki hvað það er, en mér finnst ég alltaf vera minna og minna til í að skilja barnið þarna eftir. Hann vaknar hvern einasta morgun með þá von brjósti að hann fái að vera heima eða fara með mér í vinnuna. Kannski það hafi áhrif. Amk erum við bæði heima í dag. Ég vinn, hann leikur og svo fær hann að koma með mér í FÍH í hádeginu og svoooona...

Líður voða vel þessa dagana, veit ekki hvort það er rökkrið og kertaljósin hérna hjá mér eða af því að ég hef haldið Hr. Sykri útúr mínu systemi alla vikuna. Það hefur á mig heilmikil áhrif. Verð svo orkumikil og hress, sef betur og er öll meira á lífi einhvernveginn. Sérstakt samt að vera að éta þennan skít ef hann hefur svona áhrif á mig. Sennilega bara sama problem og hjá ölkunum með vínið, svona stundargleði sem endar með höfuðverk, svima, svita og almennum óþægindum. Reyndar voða lítill bömmer af súkkulaðiáti svona ef við miðum við áfengið;)

Jæja best að fara að vinna... Tölvupósturinn geeeeeeeeeeersamlega er að drekkja mér syndri manneskjunni.

Góða helgi

23.11.06

Hamingjuóskir

Fá:
Pabbi minn, Adda mín og litli Aron Bjarki systursonur KK

Þau eiga öll afmæli í dag;)

20.11.06

Heppin maður.................

Er ekki að trúa framgöngu minni og sonar míns í happdrætti Háskóla Íslands. Ég keypti miða handa okkur þegar ég bjó á Varmalandi, veit ekki hversu oft hann hefur unnið og sífelldir miðar frá Happdrættinu, fyrst þegar maður vinnur og svo þegar manni er tilkynnt um að vinningur hafi verið greiddur.
Í dag beið mín svo umslag, jammm 15 þúsund kalli ríkari. Maður fer bara að hætta vinna hehehe

Svo er ég að fara að skrifa kafla í bók, vona að það taki ekki of mikinn tíma, annars er mín bara búin með sex jólagjafir en margar eftir og öll jólakortin líka;) Hef ákveðið að njóta þess bara að gera þessa hluti sem tengjast jólunum, hlakka alveg hriiikalega til að fara norður í rólegheitin og njóta þeirra með litlu fjölskyldunni í bland við vini mína... Mér hefur nefnilega iðulega leiðst jólaklikkunin, en nú verður bara sopið kakó á kaffihúsum og notið þess að vera til.

Brúðkaup um helgina, fæ bæði að vera gestur og söngvari, ekki oft sem það gerist. Hlakka til að sjá Hrefnu og Hafstein verða hjón, það verður án efa fallegt,)

Eigið gott kvöld
h

19.11.06

Hring eftir hring og hring eftir hring og.....................

Jæja já, smellti mér á djammið á föstudagskvöldið og var svona svo til að koma heim til mín. Átti afar skemmtilegt kvöld í Perlunni á föstudagskvöldið, reyndar myndi ég ekki ráðleggja manneskju með jafnvægistruflanir & ásvif af rauðvíni að fara út að éta á stað sem snýst í hringi. Eykur eiginlega bara áhrifin, sem í mínu tilviki var kannski ekkert geggjað múv.

Nú annars er veðrið allt að koma, bara akureysk stemning hérna í dag. Eddan í sjónvarpinu, afhverju er Pétur Jóhann eins og fáviti í sjónvarpinu í kjól og gerir hreinlega vont sjónvarpsefni enn verra. Svo er endalaust verið að biðja um meiri pening í innlenda dagskrárgerð. Reyndar setur Ómar Ragnarsson nýtt viðmið í leiðindum. JESÚS

16.11.06

Morgunsvæf með eindæmum

Ég hallast að móðurætt minni ef ræddar eru svefnvenjur, ég er með eindæmum morgunsvæf, dagsvæf hérna í denn og á "gagga" árunum vaknaði ég oft við 19-20 stefið, svaf bara heilan laugardag fram að kvöldfréttum og þrammaði þá á gilið og spilaði í spilakössum í Borgarsölunni á heimleiðinni. Þegar ég var í skóla eftir hádegi, skráðu foreldrar mínir mig í tónlistarskólann á morgnana, ég man hvað ég hataði að labba í kuldanum úr Fjólugötunni í gegnum miðbæinn og í Tónó. Stal iðulega pening frá pabba og keypti mér snúð í Kristjánsbakarí á heimleiðinni. Hélt að kallinn fattaði ekki neitt en svona sex árum síðan hrökk uppúr honum "já eins og þegar þú stalst alltaf 100 köllunum frá mér til að kaupa þér nammi" bara eins og ég hefði rétt sig svona fengið lánaða vettlingana hans. Fyrst vaknaði ég við mömmu sem fékk sér ristabrauð og kaffi, ilmurinn var svo notalegur, á meðan helltist uppá heyrði ég í vatnsbununni þegar hún þvoði hárið og ég kúrði mig ofaní sængina. Hún rak svo nefið í dyragættina og sagði alltaf það sama "Hadda mín, klukkan er hálf átta" pabbi kom svo skömmu síðar og fór að venja sig á að stilla á einhverja morgunsögu fyrir börn, ég náði yfirleitt fyrstu þremur mínútunum og með það var mín sofnuð. Þá kenndi hann mér einmitt málsháttinn "Morgunstund gefur gull í mund" jeminn ég hélt þá að pabbi væri eitthvað alvarlega veikur. Nú þegar þau höfðu loks yfirgefið húsið fór síminn að hringja til koma mér á fætur og græja mig í tónlistarskólann... Spáið í brasi.

Ég á enn erfitt með að vakna, viss um að ef ég væri ein svæfi ég endalaust. Mitt helsta áhyggjuefni þegar ég fattaði að innan skamms yrði ég móðir var sú að nú gæti ég ALDREI sofið út. Ég var því ánægð þegar ég fattaði að sonurinn er líka með þessi svefngen í sér og t.d svaf ég einu sinni yfir mig í messu kl 13:00 með hann í lítinn í rúminu;) Reyndar hefur svefn minn vikið núna fyrir barnauppeldi og vinnu, og ég sakna þess svosem ekkert, myndi vilja skipta svona einstaka dag og dag.
Það sem olli því hinsvegar að ég fór að hugsa um þessa hluti og varð til þessa bloggs er það að t.d alla þessa viku hef ég vaknað of seint, sem þýðir drífa sig, drífa sig, drífa sig stemning hérna á heimilinu. Ekkert ristaðbrauð með osti og sultu, ekkert kaffi ekkert epli engin notaleg stund áður en haldið er útí daginn.
Ég held að ég ætli að passa þetta betur og reyna allt mitt svo Hreiðar Nói muni eftir notalegum morgnum með mömmu í hærra hlutfalli, en drífðuþigVIÐerumað verðaOFSEIN!!!! morgnum. Munurinn á líðaninni amk fram að hádegi er mælanlegur...

Því ætti húsfreyjan að leggjast í rekkju núnna og njóta svo morgunsins með ristuðu brauði og rás eitt mallandi í bakgrunni þegar vindurinn og myrkrið ber á gluggann...

góða nótt lömin mín,
Já og allir sem verða á djamminu á morgun senda mér sms, ég er orðin svelt mannlegum samskiptum við vini mína, ég verð í Perlunni;)

Sufjan Stevens

ef það er einhverjum sem vantar miða á laugardagskvöld á tónleika hans í Fríkirkjunni. Þá má sá hinn sami/sama hafa samband í kommentakerfinu.

11.11.06

Fyrirgefning eða gleymska

Við erum að tala um ÁRNA héddna Johnsen á þing. Finnst ykkur þetta eðlilegt? Félagar hans hafa uppreist hans æru og maðurinn æfur af siðblindu virðist ætla að æða á þing. Jesús hvað ég er glöð að við erum ekki skyld. Eða er ég að misskilja eitthvað. Braut maðurinn ekki herfilega af sér í skjóli stöðu sinnar sem þingmaður? Mér er alveg sama þó hann hafi hvílt sig við skúlptúragerð á Litla Hrauni meðan hann tók út refsingu sína. Kannski erum við bara þjóða best í að fyrirgefa nú eða hreinlega gleymaÐ Ég veit það ekki. Ég er alls ekkert að segja að fólk eigi ekki að eiga afturkvæmt í samfélagið ef það brýtur af sér og tekur út sína refsingu. Finnst bara kannski aðeins vera um annað að ræða þegar við erum að tala um þingmenn og afar auðvelda endurkomu á þing. Þetta er hreinlega kombakk dauðans:ö)

Annars hef ég verið að vinna og er orðin þreytt... Ætti því frekar að leggja mig en að þvaðra um hann Árna Johnsen, sem btw er lélegri á gítar en ég.

Annars er heilsan öll að koma, sofnaði reyndar í heimsókn í dag. Bendir til að ekki sé allt með felldu, kuldinn heilsar mér hraustlega á sumardekkjunum og ég er bara í stakk búin til að takast á við veturinn enda fjárfesti ég í tveimur kuldajökkum, vettlingum og húfu í gær. Konan í 66 góndi á mig þegar ég reif verðmiðan af jakkanum, smellti mér í hann og fór útí vibbaveðrið. Hélt nú að starfsmenn þarna ættu að skilja svona aðstæður hhhehehe

Fjörlegur dagur í vændum svo það er kannski best að halla sér á koddann góða.
Kveð með ;)kall í sálinni...
Kysssidíkyss
h

9.11.06

Lúin en ánægð

kona sem situr hér í ruslinu í ruslakompunni eftir 12 stunda vinnudag. Verkefnastýringu er lokið og afraksturinn kominn í ljós nýr vísir
Getið rétt ímyndað ykkur hvort ekki hafi hentað að berjast við tvo hlaupabóufaraldra á sama tíma.
Nú tekur bara við að stýra vefnum til sigurs, ekkert annað en það kemur til greina.
Vefurinn er ekki fullskapaður og verður aldrei "tilbúin" verkefninu lýkur aldrei en 1. hjalli er yfirstiginn í krabbameininu sem old vísir var orðinn.
Ég er að minnsta kosti ánægð með vefinn og mína menn sem ég vinn með.

Fyndið hvað ég hef öðlast mikla reynslu í þessum netbransa eftir að ég byrjaði að vinna svona að frátaldri stærðfræðikennslunni. Fyrst Netleiðir svo 365 og svo D3 allt með fókusinn á netinu og möguleikunum þar. Ekki að ég hafi stefnt neitt sérstaklega þangað, bara einhvernveginn sogast í leikinn.

Annars er það líka í fréttum að ég pantaði mér far norður í dag, !um jólin! og ekki seinna vænna, kem eftir vinnu 22. des og verð til 26 að kveldi. Vinn svo í tvo daga og fer til London í eina 10 daga. Hlakka ekki lítið til þess.

Sé að rúmið er farið að stara á mig, best að leggja höfuðið á koddan og vona að mig dreymi ekki admin kerfið á Vísi.

Guten abend und schlaf gut alle meine freunde

8.11.06

Er að rísa upp

kristur, síðustu dagar hafa verið sannkallaður viðbjóður. Ég er aðeins að hressast, kannski líka eins gott því hjúkkan mín er farin og viðtekur barnauppeldi. Aumingja Adam kom og passaði HN með hlaupabóluna og svo mig. En það jákvæða er víst að hún kemur ekki aftur.
Í vinnuna skal ég á morgun, enda krúsjal dagur.

Annars hef ég bara verið að vinna í dag héðan, sakna vinnufélaganna mikið, enda ekkert sérstakt að vera í stöðugu e-mail sambandi við vinnuna í næsta hverfi.

Annars er ýmislegt að frétta, ekkert svosem sem ykkur kemur við. Þannig. Næst á dagskrá hjá mér er að hífa barnið uppúr baðinu og útbúa kvöldmat.
Interesting life;/

3.11.06

Hún er nú meiri djöfulsins viðbjóðurinn þessi

andskotans hlaupabóla. Fyrirgefið orðbragðið en á að drepa mig?
Nóttin var viðbjóður, makaði mig uppúr Mentólspritti... og Kalamíni. Ógeð. Ég er með bólur allstaðar, á viðkvæmustu stöðum líkamans aswell. Skil alveg að fólk með bólur útum allt allan ársins hring sé viðkvæmt fyrir þessu. Svaf í allan dag, vaknað á svona tveggja tíma fresti til að tékka tölvupóstinn minn fyrir vinnuna og hélt áfram að sofa.

Ég þvoði á mér hárið og mér líður sem annarri konu, (hársvörðurinn er sko fullur af bólum) maður má víst ekkert vera að baða sig mikið..

Nú sé ég hinsvegar fram á betri helgi, vonandi kláðalausa og eins hef ég undir höndum nýjustu bók Arnaldar Indriða, Konungsbók. Hlakka til að lesa hana, enda lesið allar bækurnar hans nema þessa.

jæja gott fólk eigið góða helgi.
kysss
H

2.11.06

haldiði að maður sé heppin

Fyrrverandi yfirmaður minn segir að ég sé seinheppnasti kvenmaður sem hann hefur hitt. Svona í góðu, missi af gorbtstjofff því ég er föst í umferð, lagt fyrir bílinn minn svo ég sit föst í marga tíma, læsi mig úti á gangi með barnið og svo framvegis

Dömur mínar og herrar ég er komin með HLAUPABÓLUNA sko beat that...

Svaf illa í nótt, tók eftir bólu á hálsinum á mér í morgun en fór í vinnuna. Afar sjaldgæft að ég fái bólur en ég reiknaði nú ekki með öðru en bara venjulegri graftarbólu eins og 90% íslendinga eru með einhverntíman á æfinni.
Um hádegi var mér farið að klæja allstaðar og þegar ég dróg bolinn niður á bringu og samstarfsfélagarnir ráku upp stór augu... Júbb ég er coverðu í bólum, bringan, bakið, andlit, háls, þessu fylgir svo ógleði og hiti.
Ég er samt að reyna að vinna, en mér finnst ég ekki eiga þetta skilið. Afhverju kom þetta ekki fyrir ári eða eitthvað....
Veit maður á ekki að vera að pirra sig, fullt af veiku fólki sem findist nú bara gott að skipta á hlaupabólu og sínum veikindum en mikið djöfulli er þetta TÝPÍSKT fyrir Höddu Hreiðarsdóttur.

1.11.06

Nóg að segja en lítill tími

Jæja já, byrja á einu: Þið þarna frænkur mínar og ættingar, drööölast til að kommenta á vefnum og senda manni kveðju einstaka sinnum fyrst þið sitjið á síðkvöldum og getið ykkur til um bloggfærslur mínar;)

Jamm annars er bara allt svo heeelvíti gott að frétta, enginn snjór og útborgunardagur í dag. Kom sér vel ekki fengið útborgað síðan 1.sept og vísi frændi eftir því.

Síðustu helgi gerðist ég heldur menningarleg, fór í leikhús og sá Ronju Ræningjadóttur. HNA og AS skemmtu sér vel, mér fannst þetta ekkert spes, ekki nógu heillandi eitthvað.. Ber kannski að taka fram að ég elska barnaleikrit. Kannski leikarnarnir séu bara komnir með ógeð að leika þetta fram og tilbaka hverja einustu helgi.. Reyndar fannst mér Laddi sætur.

Well sá líka Mýrina, fannst poppið gott og myndin. Hlakka reyndar meira til að sjá Köld Slóð. Nenni ekki að kommenta á myndina þá fæ ég að heyra það að ég sé neikvæð og ble, einfaldlega af því að ég var ekkert að míga á mig af hrifningu eins og þjóðin, rolluþjóðin.

Svo svaf ég líka um helgina það verða allar góðar konur að gera.

Núbbb svo er það vinnan mín sem tekur stöðugum breytingum. Reyndar nenni eg aldrei að útskýra fyrir fólki í hverju hún felst.. Fólk á það til að gapa bara á mig og ehh já einmitt...
Well, kannski líkur á að þessu titill komi einhverjum skilning í fólk. Nú er ég semsagt orðin vefstjóri fréttavefsins vísir.is
Risavaxið verkefni sem ég stend frammi fyrir og ekki laust við að smá köfnunartilfinning geri vart við sig.. Hugsandi líka um tónfræðiverkefni vikunnar (náði prófinu btw)
Bið fólk að vera ekkert að kommenta á vísi fyrr en eftir svona mánuð þá skal ég FULLvissa ykkur um að mbl, verður minni, minni, minni;)
Þið megið samt gera vísi að upphafssíðu...

Jámm svona er það nú, aldrei lognmolla hjá mér. Nú þarf ég hinsvegar að fara að lesa Snúð og Snældu og halda svo áfram að vinna.... jíííhúuuuu

P.s Getur einhver bent mér á skemmtilegar barnabækur ég er hreinlega að missaða við lestur leiðinlegra bóka, eins og t.d Góða kvöldið og Regnboginn sem ég held að hljóti að vera bara málsókn til mannréttindadómstóls.