31.5.14

Una var bodin í afmæli


Elsku fallega stelpan mín hefur staðið sig ofsalega vel í vetur. Eiginlega var þetta erfiðast fyrir hana. Nói var svo ákveðin í að þetta yrði allt svo meiriháttar að hann bara fór í skólann og það var eins og hann hefði aldrei átt heima annarsstaðar. Hann var umvafin vinum frá fyrsta degi og þar sem krakkarnir og ritarinn töluðu svolitla ensku gat hann amk spurt ef eitthvað var. Una er í sama skóla en í annarri byggingu. Hún er þar á síðasta ári og fer svo næsta haustí skólann hjá Nóa. 

29.5.14

Kommaskòlinn minn

Nú skal blásið til leiks..

Ég trúi ekki hvað tíminn líður. Nú er ég búin að vera í Barcelona í næstum 9 mánuði. Ég fæ af og til kvíðaköst hvað lífið þýtur framhjá og minninu hrakar. Því ætla ég að skrásetja lífið okkar í Barcelona hér. Sumt afturábak - annað framvirkt. Hér er dásamlegt að vera. Námið hjá okkur námsmönnunum hefur gengið vonum framar. Hreiðar Nói talar orðið 4 tungumál, íslensku, ensku, katalónsku og spænksku. Hann elskar að læra ný mál. Una fer varlega í að tala, skilur allt en er feimin við að gera mistök og ákveður því að þegja stundum. Benjamin Mio er hinsvegar alltaf með 3 snuð svo ekkert skilst, en hann skilur allt. Adam brasar með Dubble og það gengur vel. Mjög skemmtilegt að fylgjast með þeirri fæðingu allri. Nú er ég hinsvegar í tíma og ætti að fylgjast með.