Elsku fallega stelpan mín hefur staðið sig ofsalega vel í vetur. Eiginlega var þetta erfiðast fyrir hana. Nói var svo ákveðin í að þetta yrði allt svo meiriháttar að hann bara fór í skólann og það var eins og hann hefði aldrei átt heima annarsstaðar. Hann var umvafin vinum frá fyrsta degi og þar sem krakkarnir og ritarinn töluðu svolitla ensku gat hann amk spurt ef eitthvað var. Una er í sama skóla en í annarri byggingu. Hún er þar á síðasta ári og fer svo næsta haustí skólann hjá Nóa.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli