24.11.06

Vika eftir af Nóvember

eða rétt svo. Er að koma mér í vinnustellingar hérna heima hjá mér. Leikskólinn lokaður vegna vinnudags, pínu sérstakt að þurfa að loka til að vinna, en mér sýnist þetta lið þarna ekkert veita af smá fókus. Veit ekki hvað það er, en mér finnst ég alltaf vera minna og minna til í að skilja barnið þarna eftir. Hann vaknar hvern einasta morgun með þá von brjósti að hann fái að vera heima eða fara með mér í vinnuna. Kannski það hafi áhrif. Amk erum við bæði heima í dag. Ég vinn, hann leikur og svo fær hann að koma með mér í FÍH í hádeginu og svoooona...

Líður voða vel þessa dagana, veit ekki hvort það er rökkrið og kertaljósin hérna hjá mér eða af því að ég hef haldið Hr. Sykri útúr mínu systemi alla vikuna. Það hefur á mig heilmikil áhrif. Verð svo orkumikil og hress, sef betur og er öll meira á lífi einhvernveginn. Sérstakt samt að vera að éta þennan skít ef hann hefur svona áhrif á mig. Sennilega bara sama problem og hjá ölkunum með vínið, svona stundargleði sem endar með höfuðverk, svima, svita og almennum óþægindum. Reyndar voða lítill bömmer af súkkulaðiáti svona ef við miðum við áfengið;)

Jæja best að fara að vinna... Tölvupósturinn geeeeeeeeeeersamlega er að drekkja mér syndri manneskjunni.

Góða helgi

Engin ummæli: