3.11.06

Hún er nú meiri djöfulsins viðbjóðurinn þessi

andskotans hlaupabóla. Fyrirgefið orðbragðið en á að drepa mig?
Nóttin var viðbjóður, makaði mig uppúr Mentólspritti... og Kalamíni. Ógeð. Ég er með bólur allstaðar, á viðkvæmustu stöðum líkamans aswell. Skil alveg að fólk með bólur útum allt allan ársins hring sé viðkvæmt fyrir þessu. Svaf í allan dag, vaknað á svona tveggja tíma fresti til að tékka tölvupóstinn minn fyrir vinnuna og hélt áfram að sofa.

Ég þvoði á mér hárið og mér líður sem annarri konu, (hársvörðurinn er sko fullur af bólum) maður má víst ekkert vera að baða sig mikið..

Nú sé ég hinsvegar fram á betri helgi, vonandi kláðalausa og eins hef ég undir höndum nýjustu bók Arnaldar Indriða, Konungsbók. Hlakka til að lesa hana, enda lesið allar bækurnar hans nema þessa.

jæja gott fólk eigið góða helgi.
kysss
H

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Skilst að hlaupabólan leggist verr á fullorðna en börn sem btw eru mun oftar fórnarlömb. Þú átt alla mína samúð - man ennþá hvað þetta var ferlega óþægilegt. Var samt ekki nema sex ára þegar ég fékk hana. Helgarknús...

Tóta sagði...

Ó guð

Þú átt alla mína samúð. Ég lenti í þessu sama. Fékk hlaupabóluna á gamalsaldri í fyrstu próftíðinni minni í HÍ. Hafði haldið að ég væri barasta ónæm fyrir þessum sjúkdómi því hann gekk margoft þegar ég var lítil og alltaf slapp ég. En það er horror að fá þetta svona gamall, mig klæjar bara við að lesa lýsingarnar hjá þér.

Hársvörðurinn var einmitt verstur hjá mér. Eftir andvökunótt í hitakasti og kláðaflippi (þar sem meðal annars leið yfir mig á stofugólfinu) hringdi ég í lækni og spurði hvort ekkert væri hægt að gera til að slá á kláðann (var samt búin að taka e-r ofnæmislyf). Hann benti mér á að maka vaselíni í hársvörðinn og ég féll fyrir því. Leið vel í svona hálftíma á eftir en svo tók svona viku að ná vaselíninu úr hausnum. Það var ógeð svo ég mæli með að þú prófir allt annað fyrst.

Úff þetta átti ekki að verða svona langt komment. Fann bara SVOOO til með þér þegar ég las bloggið þitt.

Nafnlaus sagði...

Blessuð Hadda mín
Er ekki málið að fá einhvern guðsmann eða eitthvað til að koma og blessa íbúðina og svona ...bara hugmynd því þú ert alveg með eindæmum spes/óheppin í þessum málum
Kveðja að norðan ;-)
Auður

Nafnlaus sagði...

Hadda mín góð ekki er þett gott ástand vona að þér batni fjótt og vel. Kv. að norðan Jóhanna og có