16.11.06

Morgunsvæf með eindæmum

Ég hallast að móðurætt minni ef ræddar eru svefnvenjur, ég er með eindæmum morgunsvæf, dagsvæf hérna í denn og á "gagga" árunum vaknaði ég oft við 19-20 stefið, svaf bara heilan laugardag fram að kvöldfréttum og þrammaði þá á gilið og spilaði í spilakössum í Borgarsölunni á heimleiðinni. Þegar ég var í skóla eftir hádegi, skráðu foreldrar mínir mig í tónlistarskólann á morgnana, ég man hvað ég hataði að labba í kuldanum úr Fjólugötunni í gegnum miðbæinn og í Tónó. Stal iðulega pening frá pabba og keypti mér snúð í Kristjánsbakarí á heimleiðinni. Hélt að kallinn fattaði ekki neitt en svona sex árum síðan hrökk uppúr honum "já eins og þegar þú stalst alltaf 100 köllunum frá mér til að kaupa þér nammi" bara eins og ég hefði rétt sig svona fengið lánaða vettlingana hans. Fyrst vaknaði ég við mömmu sem fékk sér ristabrauð og kaffi, ilmurinn var svo notalegur, á meðan helltist uppá heyrði ég í vatnsbununni þegar hún þvoði hárið og ég kúrði mig ofaní sængina. Hún rak svo nefið í dyragættina og sagði alltaf það sama "Hadda mín, klukkan er hálf átta" pabbi kom svo skömmu síðar og fór að venja sig á að stilla á einhverja morgunsögu fyrir börn, ég náði yfirleitt fyrstu þremur mínútunum og með það var mín sofnuð. Þá kenndi hann mér einmitt málsháttinn "Morgunstund gefur gull í mund" jeminn ég hélt þá að pabbi væri eitthvað alvarlega veikur. Nú þegar þau höfðu loks yfirgefið húsið fór síminn að hringja til koma mér á fætur og græja mig í tónlistarskólann... Spáið í brasi.

Ég á enn erfitt með að vakna, viss um að ef ég væri ein svæfi ég endalaust. Mitt helsta áhyggjuefni þegar ég fattaði að innan skamms yrði ég móðir var sú að nú gæti ég ALDREI sofið út. Ég var því ánægð þegar ég fattaði að sonurinn er líka með þessi svefngen í sér og t.d svaf ég einu sinni yfir mig í messu kl 13:00 með hann í lítinn í rúminu;) Reyndar hefur svefn minn vikið núna fyrir barnauppeldi og vinnu, og ég sakna þess svosem ekkert, myndi vilja skipta svona einstaka dag og dag.
Það sem olli því hinsvegar að ég fór að hugsa um þessa hluti og varð til þessa bloggs er það að t.d alla þessa viku hef ég vaknað of seint, sem þýðir drífa sig, drífa sig, drífa sig stemning hérna á heimilinu. Ekkert ristaðbrauð með osti og sultu, ekkert kaffi ekkert epli engin notaleg stund áður en haldið er útí daginn.
Ég held að ég ætli að passa þetta betur og reyna allt mitt svo Hreiðar Nói muni eftir notalegum morgnum með mömmu í hærra hlutfalli, en drífðuþigVIÐerumað verðaOFSEIN!!!! morgnum. Munurinn á líðaninni amk fram að hádegi er mælanlegur...

Því ætti húsfreyjan að leggjast í rekkju núnna og njóta svo morgunsins með ristuðu brauði og rás eitt mallandi í bakgrunni þegar vindurinn og myrkrið ber á gluggann...

góða nótt lömin mín,
Já og allir sem verða á djamminu á morgun senda mér sms, ég er orðin svelt mannlegum samskiptum við vini mína, ég verð í Perlunni;)

8 ummæli:

Nafnlaus sagði...

vá þetta var nú bara eins og talað út úr mínu hjarta.. held þú eigir samt met þegar kemur að því að geta sofið hvar og hvenær sem er..
góða helgi ljúfan..

hvað á annars að gera í perlunni?

Hadda sagði...

já shit manstu þegar þú fannst mig sofandi í kompunni í HA?
Alveg sybbin...

Villibráðahlaðborð í kvöld ljúfan mín;)

Nafnlaus sagði...

já kannski á gólfinu í kompunni?

Hadda sagði...

jebb með hárið á tómri íþróttatösku

Hadda sagði...

hausinn meina ég

Nafnlaus sagði...

haahhahhahahhaha fyndið ég var farin að ímynda mér hárið á þér á töskunni...hahahahhaha þú ert æði!!!

Nafnlaus sagði...

ÉG man eftir gaggasvefninum ;-) Þetta var alveg ótrúlegt. jeminn eini bara.
En það var samt stemning á gilinu.
Knús knús

Nafnlaus sagði...

hausinn á töskunni minnir mig bara á hótel cabin hér í denn.. "Selma Svafstu á gólfinu???" með háhælaðan skó sem kodda.. Viltu drullast upp í rúm!!
já ýmislegt var nú lagt á sig ahahha