11.11.06

Fyrirgefning eða gleymska

Við erum að tala um ÁRNA héddna Johnsen á þing. Finnst ykkur þetta eðlilegt? Félagar hans hafa uppreist hans æru og maðurinn æfur af siðblindu virðist ætla að æða á þing. Jesús hvað ég er glöð að við erum ekki skyld. Eða er ég að misskilja eitthvað. Braut maðurinn ekki herfilega af sér í skjóli stöðu sinnar sem þingmaður? Mér er alveg sama þó hann hafi hvílt sig við skúlptúragerð á Litla Hrauni meðan hann tók út refsingu sína. Kannski erum við bara þjóða best í að fyrirgefa nú eða hreinlega gleymaÐ Ég veit það ekki. Ég er alls ekkert að segja að fólk eigi ekki að eiga afturkvæmt í samfélagið ef það brýtur af sér og tekur út sína refsingu. Finnst bara kannski aðeins vera um annað að ræða þegar við erum að tala um þingmenn og afar auðvelda endurkomu á þing. Þetta er hreinlega kombakk dauðans:ö)

Annars hef ég verið að vinna og er orðin þreytt... Ætti því frekar að leggja mig en að þvaðra um hann Árna Johnsen, sem btw er lélegri á gítar en ég.

Annars er heilsan öll að koma, sofnaði reyndar í heimsókn í dag. Bendir til að ekki sé allt með felldu, kuldinn heilsar mér hraustlega á sumardekkjunum og ég er bara í stakk búin til að takast á við veturinn enda fjárfesti ég í tveimur kuldajökkum, vettlingum og húfu í gær. Konan í 66 góndi á mig þegar ég reif verðmiðan af jakkanum, smellti mér í hann og fór útí vibbaveðrið. Hélt nú að starfsmenn þarna ættu að skilja svona aðstæður hhhehehe

Fjörlegur dagur í vændum svo það er kannski best að halla sér á koddann góða.
Kveð með ;)kall í sálinni...
Kysssidíkyss
h

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hahhahahha elska að lesa bloggið þitt og alveg sammála þessari frábæru pælingu um AJ þvílík vitleysa!!!

Já það þýðir ekkert annað en að fjárfesta í vetrardressum og vera tilbúin þegar þú kemur norður um jólin...vængefin snjókomma núna og alltof mikil snjór...of mikil snjókomma til að fara út úff en samt pínu ekta jólastemming með kerti og smá seríu út í glugga:)

hilsen
KK

Nafnlaus sagði...

Mikið er ég sammála þér með hálf**** hann Árna Johnsen...þvílík og önnur eins vitleysa. Svona myndi aldrei eiga sér stað "hérna niðrí" Evrópu enda menn sagt af sér fyrir svo eitt sem að upp kemst að þeir áttu barn fyrir 30 árum! Íslendingar eru alveg ótrúlegir með sína stjórnmálamenn:-/ Well nóg af röfli...til hamingju með nýja vísis vefinn...allt annað að sjá hann núna og var löngu komin tími á að koma honum til nútímans! Vonandi nærðu heilsu sem fyrst! Kærar kveðjur frá sviss, heiða

Nafnlaus sagði...

en við skulum nú ekki gleyma því að hann er eina von eyjamanna...varðandi göngin!!!

Nafnlaus sagði...

mein god! átti ekki til eitt aukatekið orð í gær.. bara íslendingar láta taka sig svona heiftarlega í rassgatið.. ekki nóg með að hann fari á þing heldur skemmtir hann landanum á sunnudagskvöldum í þættinum frægir í formi.. J E S Ú S M I N N

Nafnlaus sagði...

Snildarlegt blogg Hadda mín! mannlýsingin "óður af siðblindu" nær algjörlega að tækla þetta Arna rugl í 3 orðum. Heyrði einmitt í honum eina ferðina enn í fréttum að tala um þessi "tæknilegu mistök" sem honum urðu á! Gott að heilsan er komin í lag og til hamingju með vefinn. Kveðja, Jóhanna

Hadda sagði...

Maðurinn er bara veikur, snargeðveikur. En svo er það náttúrulega spurning hvað er að fólkinu sem kýs hann. Trúi ekki að þetta sé það besta sem eyjamenn geta dregið fram.