Jæja já, byrja á einu: Þið þarna frænkur mínar og ættingar, drööölast til að kommenta á vefnum og senda manni kveðju einstaka sinnum fyrst þið sitjið á síðkvöldum og getið ykkur til um bloggfærslur mínar;)
Jamm annars er bara allt svo heeelvíti gott að frétta, enginn snjór og útborgunardagur í dag. Kom sér vel ekki fengið útborgað síðan 1.sept og vísi frændi eftir því.
Síðustu helgi gerðist ég heldur menningarleg, fór í leikhús og sá Ronju Ræningjadóttur. HNA og AS skemmtu sér vel, mér fannst þetta ekkert spes, ekki nógu heillandi eitthvað.. Ber kannski að taka fram að ég elska barnaleikrit. Kannski leikarnarnir séu bara komnir með ógeð að leika þetta fram og tilbaka hverja einustu helgi.. Reyndar fannst mér Laddi sætur.
Well sá líka Mýrina, fannst poppið gott og myndin. Hlakka reyndar meira til að sjá Köld Slóð. Nenni ekki að kommenta á myndina þá fæ ég að heyra það að ég sé neikvæð og ble, einfaldlega af því að ég var ekkert að míga á mig af hrifningu eins og þjóðin, rolluþjóðin.
Svo svaf ég líka um helgina það verða allar góðar konur að gera.
Núbbb svo er það vinnan mín sem tekur stöðugum breytingum. Reyndar nenni eg aldrei að útskýra fyrir fólki í hverju hún felst.. Fólk á það til að gapa bara á mig og ehh já einmitt...
Well, kannski líkur á að þessu titill komi einhverjum skilning í fólk. Nú er ég semsagt orðin vefstjóri fréttavefsins vísir.is
Risavaxið verkefni sem ég stend frammi fyrir og ekki laust við að smá köfnunartilfinning geri vart við sig.. Hugsandi líka um tónfræðiverkefni vikunnar (náði prófinu btw)
Bið fólk að vera ekkert að kommenta á vísi fyrr en eftir svona mánuð þá skal ég FULLvissa ykkur um að mbl, verður minni, minni, minni;)
Þið megið samt gera vísi að upphafssíðu...
Jámm svona er það nú, aldrei lognmolla hjá mér. Nú þarf ég hinsvegar að fara að lesa Snúð og Snældu og halda svo áfram að vinna.... jíííhúuuuu
P.s Getur einhver bent mér á skemmtilegar barnabækur ég er hreinlega að missaða við lestur leiðinlegra bóka, eins og t.d Góða kvöldið og Regnboginn sem ég held að hljóti að vera bara málsókn til mannréttindadómstóls.
6 ummæli:
Mæli með Barbapaba
Ætlaði að fara að segja það.. barbapabbi eða hvernig sem þetta er skrifað.. finnst þau svo sæt..
sjáumst á morgun honní!
ákvað að taka það til mín að kommenta þó að við getum nú líklega ekki talist náskyldar og dularfullum færslum sýnist mér fara fækkandi hér:) Okkur Þórgunni finnst alltaf gaman að lesa Einar Áskel a.m.k. sumar bækurnar og ég fékk líka alveg nostalgíu kast yfir barbapaba og hlakka til að lesa hann.
Lúllabækurnar voru alltaf voða vinsælar hjá strákunum mínum, man samt ekki alveg á hvaða aldri þeir voru þegar þeir voru sem hrifnastir af Lúlla.
Til hamingju með nýjasta starfstitilinn!
Ég tek undir allar ofantaldar bækur :) Vil líka benda þér á bækurnar um Húna litla, og bók sem ég held endilega að heiti Knúsið þitt. Mjög krúttlegar og skemmtilegar ;)
herramannabækurnar rúla algjörlega, sérstaklega þessar elstu,.. skemmtilega stuttar líka :)
Skrifa ummæli