25.9.06

Heima er best...






eða hvað? Get ekki sagt að mér hafi langað vitundarögn að fara heim... Eftir dásamlegar vikur í Grikklandi og Bretlandi var ég ekkert sátt að fara í vélina heim. Ísland var samt alveg fallegt þegar við lentum á Keflavík. Meira að segja svo fallegt að ég ákvað að fara í langan bíltúr til Akureyrar í góða veðrinu. Bíltúrinn var hinn ánægjulegasti enda var í ég góðum félagsskap sonar míns og nýjasta fjölskyldumeðlimsins 20GB mp3 spilara sem tengdist við græjurnar í bílnum. Ekki amalegt það. Akureyri var falleg, er reyndar enn að berjast við þá undarlegu tilfinningu að finnast ég aldrei hafa átt heima þarna. Frekar abnormalt eftir 24 ára búsetu...
Var reyndar ekkert mjög mannblendin þarna fyrir norðan, hékk að mestu við eldhúsborðið heima hjá foreldrum mínum og röflaði við settið;)
Kom svo í holuna mína um miðjan dag í gær, það var svosem ágætt þegar inn var komið. Nú tekur bara haustið við með sínum sjarma, vinnan með sínum verkefnum og svo auðvitað tónlistarskólinn sem byrjar á morgun með þriggja tíma tónfræðitíma;)

Já veit einhver um barnapíu í 101 sem langar að passa á þriðjudögum? frá 5-7 og svo einstaka kvöld??
Smelli hér inn nokkrum myndum frá sumarfríinu og ætla svo að labba út og fá mér frískt loft....
Lifið heil

Engin ummæli: