..nei ekki aldeilis, ekki frekar en fyrri daginn!
Sjitturinn, í nótt svaf ég í 2 tíma, jújú vegna TANNPÍNU í annað skiptið á ævinni. Ég sver það þetta var verra en fæðingahríðir. Ég gekk um með ógleði, einn ísmola uppí mér og annan útvortis... Ég tók 4 4oo mgr verkjatöflur og hef ekki gleypt jafnmargar á einum sólarhring á minni æfi... svona 10 stk samtals
Ég hef aldrei hlakkað jafn til að leggja leið mína til læknis. Sver það ég hefði leyft manninum að athuga með útvíkkun hefði hann stungið uppá því. Slíkar voru kvalirnar.. hann smellti á mig gleraugum og ég fylgdist með FRIENDS þætti á meðan á átökunum stóð...
Svo rukkaði hann mig um rúmlega 17.000 kall ( þrijða utanlandsferðin í mánuðinum) ég hélt ég færi að grenja ég sveeeeeeeerða.. EN svona er lífið og þetta er sko ekki búið enn....
Annars er ég búin að plana 12 tíma djamm fyrir vinnuna á morgun, vantar sárlega pass ef einhver vill fá gullið í heimsókn;)
Svo er ég að flytja loka draslið úr Mávahlíðinni, þrífa, pakka og fara til útlanda á næstu fjorum dögum...+ allt annað, ég lifi þetta af og sef á Grikklandi undir gulri sólhlíf.
1 dagur eftir og þá er ég komin í frí til 26. september;) það var laaaaaaaaaaaaaaaaaaglegt
7 ummæli:
Heheheh... ég elska frásagnarhæfileika þína :)
oneitanlega gaman ad lesa bloggid titt;) hafdu tad annars gott i "sumar"friinu tinu!!!! kaerar kvedjur fra sviss, Heida H
Ég myndi glöð bjóða HNA í heimsókn en ég er laaasin... svo það verður að bíða betri tíma ;)
Ég ætla hinsvegar að bjóða Mandý í bíó á sunnudaginn og sjá Gretti...
Mig langar að fá nóann í heimsókn.. bíður betri tíma..
Hittumst annars ferskar í Oxford þann 13.. verð svo í london með heiðu 14 og 15.. spurning hvort þú sért til í stroll með okkur stöllum niður oxford strætið ja eða einn huggulegann kaffibolla á föstudeginum??? heyri í þér á sunn..
Spurning hvort ég sé til??? NEI það er sko engin spurning! AUðvitað er ég til;)
Jújú... ég heyrði það frá yfir sig glöðu barni um leið og hún kom heim úr bústað... þú ert sko komin í guðatölu hér ;)
Skrifa ummæli