4.8.06

Á maður ekki bara að vera stoltur

Ég held að maður geri alltof lítið af því að vera ánægður með sjálfan sig og það sem maður gerir. Líka þó maður geti kannski ekki alltaf gert allt sem maður vill.
Man alltaf þegar ég átti eitt próf eftir í ágúst þegar ég átti að útskrifaðist og allir voru eitthvað voða sorry með þetta. Mér fannst ég hinsvegar bara hafa staðið mig nokkuð vel. Ég var ein, með lítið barn, sem var tveggja mánaða þegar ég byrjaði lokaárið. Barnið var veikt í 10 mánuði og aumingja þær sem voru bundnar við Spítalaveginn í hópvinnu með mér. Ég kláraði meira en fullt nám á þessu ári, auk lokaverkefnis. Svo átti ég eftir eitt andskotans próf og það átti að vera svo agalega leið yfir því.
Í ágúst las ég svo í viku og prófið var úr veginum. Ég ákvað að vera bara ánægð með það sem ég gerði og gat. Auðvitað hefði ég alveg mátt mæta meira eða lesa einstaka sinnum heima, en svona var staðan.. Ég lauk viðskiptafræðinni. Snérist ekki málið um það?

Fyrir þremur árum sótti ég um í FÍH, ég komst ekki í inntökuprófið, því ég var í þjóðhagfræðiprófi í HA á meðan. Svo það fór sem það fór. Í fyrra sótti ég aftur um og fann ekki skólann eftir að hafa keyrt frá Borgarfirði með barnið og hent því í pössun. Það fór eins og það fór. Í ár sótti ég aftur um og gleymdi prófinu. Nú fannst mér nóg komið og ég hringdi í Kristjönu Stefáns djazzdífu og sagðist hreinlega verða að komast í próf. Ekki vegna þess að ég væri svo svakalega góð að heimurinn mætti ekki missa af mér, heldur vegna þess að þetta væri einfaldlega í þriðja sinn sem ég sótti um og missti af prófinu.
Hún var svo góð að leyfa mér að koma í hádeginu daginn eftir. Um kl 11 morgunin eftir fattaði ég að ég var ekki með neinar nótur.. Nú voru góð ráð dýr og ég fékk Eyþór sem spilar svo oft með mér til að faxa mér nótur frá Akureyri. Hrafnhildur mín kæra vinkona, keyrði mig á staðinn og neitaði að fara þegar ég var um það bil að gefast uppá að bíða.
Well, inn fór ég, og inní skólann komst ég;) Af því er ég stolt. Ég verð hinsvegar sennilega elst þar sem ég er á aldursundanþágu heheheh en ung í anda.... Það verður því ekki langt að bíða að ég rísi upp og gefi út nokkra djazzz slagara.
Ég reyni yfirleitt að gera mitt besta, og yfirleitt gengur það upp sem ég ætla mér. EN MIKIÐ DJÖFULL er ég stolt að hafa komist þarna inn. Því það voru örfáar hræður af rúmlega 100 sem meikuðu það!

11 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já ég er sko alltaf jafn stolt af þér Hadda mín og ennþá stoltari yfir því að þú viljir vera vinkona mín...!!!
MIkið hlakkar mig nú til að sjá þig um helgina!!!

kyss og knús og keyrið varlega
KK

Nafnlaus sagði...

Vá Hadda innilega til hamingju með þetta. Já þú mátt sko vera stolt af þér :) Kannski sé ég ykkur eitthvað um helgina, það væri nú gaman ;)
Kv. Anna Rut

Elin sagði...

Innilega til hamingju með þetta!! Hlakka til að heyra í þér!
kveðja,
Elín Björk.

Nafnlaus sagði...

Innilega til hamingju Hadda mín

KV. Auður Karen

Nafnlaus sagði...

Til hamingju :)

Hadda sagði...

Takk stúlkur mínar, gott að ég á einhverja aðdáendur;)

Knús knús

Nafnlaus sagði...

ójá fullt af liði til að kaupa diskinn:)

Nafnlaus sagði...

Ég er stolt af þér Hadda, þú ert dugleg stelpa (stelpa, taktu eftir, ekki kona, það er ekki fyrr en eftir ca 20 ár!!)

Ég sjálf sagði...

HJadda...þú ert töff!!!

Nafnlaus sagði...

What a great site Order didrex by prepaid visa dvd player Chamonix skin care buy online propecia Ass parade sophie

Nafnlaus sagði...

Cool blog, interesting information... Keep it UP lithium and effexor batteries penis powerball malpractice and negligence law enforcement Patty pains bondage poker software house microsoft it training Mature big tit videos http://www.vw-2.info Looking for cheapest cialis Order propeciaorfwr propecia Merchant services account washington Power wheelchair and poncho Didrex c2 a0 c2 a0 c2 a0 3cimg Volvo navigation Tv production ultracet online cosmetics clinique