21.8.06

Tíminn flýgur áfram....

Tíminn bara æðir og 10 dagar milli bloggfærslna eru meira svona eins og 2 dagar. Ég er heima í dag með litla snúllann minn lasinn. Uppfullur af kvefi og ég komin með sleifina í hálsinn.. Skiletta ekki. Farin að drekka seyðið úr jurtaapótekinu og ét úthreinsipillurnar frá Kolbrúnu grasalækni eftir hverja máltíð...
Síðan síðast hef ég nú aðeins snúið við í átt að heilbrigðara líferni. Svona ef undan er skilin síðasta helgi eða laugardagurinn..

Nú síðan síðasta blogg var skrifað hefur hvert áfallið á eftir öðru, aðalega peninglegt sjokk. Fór til tannlæknis og fannst ég hafa verið tekin í rassgatið. Komst að því í leiðinni að sennilega er ég ekki gay þar sem að ég fílaði þetta hreint ekki. Fjötutíuþúsund krónum fátækari, útlítandi eins og eftir heilablóðfall fór ég út og tannlæknirnn náði meira að segja að gleyma að skila mér vísakortinu...

En það þýðir ekkert að svekkja sig á tannlækna og viðgerðakostnaði. Maður verður bara að halda áfram að vinna;)

Núbbb ég skellti mér í Latabæjarmarþonið á laugardaginn með Spidermann syni mínum og Jöbbu frænku minni. 4000 þúsund börn í fylgd með fullorðnum ýmist einu eða tveimur, semsagt stappað. En sonurinn sá íþróttaálfinn og Sollu stirðu og það var nóg....

Um kvöldið gerðist ég alls ómenningarleg. Og sá ekki einn atburð á menningarnótt.. Smellti mér í afmælispartý til Örvars og Robba, labbaði eins og herforingi inná sálina á Nasa án þess að borga, dansaði við nokkur lög, fór svo á nokkra pöbba og kom heim undir morgun..
Þetta var gaman...
Nú liggur hinsvegar fyrir ferð til Akureyrar þar sem að KK og Sævar ætla að gifta sig. Ég er farin að undibúa íhugun þar sem að ég ætla að syngja og reyna að sleppa að grenja úr mér augun. Á frekar illa saman það tvennt;)
Svo vikuna þar á eftir ætlum við til Bretlands, þaðan til Grikklands á geggjaða litla eyju og svo áfram sumarfrí á Bretlandi í marga daga....

Jæja ætli ég verði ekki að fara að koma drengnum í föt, hann á það til að rífa af sér fötin blesssssssaður...

Engin ummæli: