Ég er enn að reyna að skilja ákveðna hegðun mína. Þá hegðun að vera alveg á brúninni með allt sem ég geri. Pabbi minn myndi segja; að vera með allt í rassgati... T.d að hafa ekki farið með bílinn minn í skoðun í tvö ár... vera alltaf rétt á mínútunni, alltaf nánast bensínlaus og svo framvegis.
Einnig skil ég ekki eitt.. ég t.d hata að hafa allt í drasli hjá mér, samt verður stundum alveg ÖFGA mikið drasl hérna hjá mér og þegar það nær ákveðnu hámarki laga ég til á nó tæm, og voila mér líður aldrei betur... ( þetta var eins með baðið í próftíðum hahahahhah ) muna þeir sem vilja muna.
Það sem er hinsvegar að angra mig núna er ótrúlega undarlega óhollur lífstíll minn. Ég nenni ekki að borða, ég sé bara svart þegar ég þarf að borða. Ef ég set eitthvað innfyrir varir mínar er það óhollt, ég er úttútin með þynnkuhausverk og bjúg... Ég veit alveg hvað ég þarf að gera til að mér líði betur, þeas að borða reglulega, sleppa hveiti og sykri og fara í sund og ræktina... Það er nú ekki eins og þetta sé eitthvað flókið, EN SJITT hvað þetta vefst fyrir mér... Ég bara fæ mér frekar ís.
Mér er ekki viðbjargandi... eða hvað??
Annars er bara allt gott að frétta eða þannig. Reyndar er bíllinn minn dauður í Holtagörðum, verð nógu pirruð að hugsa um það þó ég fari ekki að skrifa hér einhvern eiturpistil líka.
Barnsfaðirinn yfirgaf skerið í dag og ég fór í burtu með vansælan pilt sem vildi með til London og skildi eftir vansælan pabba sem vildi ekki yfirgefa okkur. Ekki laust við að maður setji líka spurningamerki við þessa stöðu sem maður er í. Ekki eins og manni finnist maður á réttri leið í lífinu þegar svona er ástatt;/. En það styttist í næsta hitting... ekki nema þrjár vikur á mánudaginn í brottför og 3 vikur í faðmi Scott fjölskyldunnar á dagskrá, en að öllum líkindum hefur Ítalía bæst í ferðaplanið, það verður þó stutt, bara smá business til Mílanó... Yesss hvað það verður dásamlegt....
Annars átti ég að fara í stöðupróf í tónfræði í FÍH*, talaði við kennarann og fæ að sleppa því. Gat skýrt út fyrir henni stöðu mína bara munnlega, og ég komst semsagt að því að tónfræðin er heila ÞRJÁ tíma á viku allt árið. Öll tónfræðin bara kláruð, kræst segi ég nú bara. Ég man enn hvað mér þótti "gaman" í tónfræði í Tónlistarskólanum á Akureyri hér í denn..Ekki.
* Vegna fjöldamisskilnings er FÍH tónlistarskóli félags íslenskra hljómlistamanna;)
Jæja... er víst að fara að vinna aðeins og ætla svo að skella mér út á rall....
l8er
1 ummæli:
hahahhahahha mér fannst bara eins og ég væri að lesa um sjálfan mig þarna til að byrja með...svona áður en ég koma að greininni um barnsfaðirinn og FÍH þar sem það passar nú ekki við mig:)
hehehhehe en jæja styttist nú heldur betur í hitting og ég bjalla í þig í kvöld ljúfan:)
hilsen KK
Skrifa ummæli