12.2.04

Höfuðupplausn

Þrátt fyrir að höfuðið á mér sé nálægt því að springa á sjálfann tölvuskjáinn, hef ég ákveðið að stytta mér stundirnar og blogga. Ég hef góðar fréttir, þarna úti reyndist fólk sem elskar mig nógu mikið til að bjóða mér í þorramat:-) Ég er að fara á límingunum, ég sé rófustöppuna fyrir mér og get ekki beðið!!! Innan 24 tíma tek ég til við að éta þorramat:-)

Best að reyna að halda áfram að læra svo ég geti fagnað uppsöfnuðum aldri með tilheyrandi fjöri á laugardaginn, ÁN þess að vera með móral á sunnudaginn.

Lovjú allihoppa

Engin ummæli: