26.2.04

Halleljúja

Ég veit ekki hvað maður er að hafa áhyggjur af framtíðinni, það streyma svoleiðis til manns atvinnutilboðin:-) Gaman aðessu!!

Ég brá mér á nokkuð fyndinn fyrirlestur í dag með Pete Billac talaði eins og ósvikinn bandaríkjamaður enda einn svoleiðis þar á ferð. Sagði að allir gætu orðið ríkir ef þeir væru með smá common sense og nenntu að vinna, verst hvað maður er latur!!

Svo fjárfesti ég í miða á árshátíðina, ég reikna með gríðarlegri stemningu og kláralega einu af sérlegu djammi ársins... Sessan mín og maki er væntanleg frá Reykjavík svo það er ljóst að þessi blanda klikkar ekki, krydduð með smá rauðvíni jafnvel:-)
Stefnan er tekin á skvíszudag sem verður náttúrulega bara gaman og uppbyggjandi fyrir kvöldið.... Hlakka semsagt eiginlega frekar mikið til þarnæstu helgar enda þvílík stemning í háskólanum sem er frekar sjaldgæft en gott og blessað..... Hlakka til að heyra ávarp formanns þetta árið:-) Hallelúja..........

Engin ummæli: