hárið á mér er að verða eins og á Helga Magra, ég er farin að minna sjálfan mig á þegar ég kom í háskólann með hárið útí loftið og Selma og Sibba kunnu ekki við að segja mér að drullast í klippingu en tóku gífurlega vel undir þegar ég minntis á það. Þá bjó ég í Skarðshlíðinni og vann hópavinnu með Dóru og frú Hólm, vissi ekki hvað ég var í andskotanum að brasa í Háskólanum, þjálfaði bara MORFÍS og lét loga á vanilluilmi, svaraði sms-um á nóttunni frá strakalöbbum í borginni, þóttist ætla að labba og seldi bílinn en endaði með Selmu sem einkabílstjóra til að ég kæmi í einstaka tíma. Iss fór til útlanda á þriggja mánaða fresti og setti Pál Rósinkrans í græjurnar þegar ég þurfti hvíld frá U2, bjó með klikkaða konu fyrir ofan mig sem bannaði mér að skrúfa frá eftir tíu á kvöldin því vatnið mitt pusaðist svo um leiðslurnar og truflaði hana... Hmm þá var lífið nú ljúft og skrítið, nú er það ljúft, skrítið og ótrúlegt.........
Gn....zzzzz
Engin ummæli:
Skrifa ummæli