1. Ég heiti Hadda Hreiðarsdóttir
2. Fæddist á akureyri 9. febrúar 1978
3. þremur mánuðum fyrir tímann
4. þess vegna vóg ég aðeins fjórar merkur
5. Ég bjó á eyrinni og var sannkallaður eyrarpúki
6. Gekk í Oddeyrarskóla
7. Svo Gaggann
8. þá Menntaskólann á Akureyri
9. Þar eignaðist ég nokkra af mínum bestu vinum í dag
10. Eiginlega fannst mér ótrúlega gaman í M.A
11. Hugsa oft til þess þegar ég var í LMA, MORFÍS og Stjórninni með henni Þóru minni:-)
12. Ekki misskilja það var fínt að útskrifast
13. Eftir útskrift flutti ég til Reykjavíkur
14. Fór að vinna hjá íslenska útvarpsfélaginu eftir útskrift
15. og djammaði ALLAR helgar
16. Keypti mér íbúð í Stigahlíð 14
17. Fór í lögfræði í HÍ
18. Fannst glatað í lögfræðinni og hætti
19. Þreif íbúðir í RVK
20. Vann í hegningarhúsinu á skólavörðustíg
21. Þar kynntist ég sérkennilegum föngum
22. Ég tók ákvörðun um að fara til Akureyrar í Háskólann
23. veit ekki hvursu góð ákvörðun það var en sennilega á það eftir að koma í ljós.
24. Ég mun klára viðskiptafræðina í vor, ég fagna því
25. Í háskólanum eignaðist ég líka vinkonur sem ég mun sennilega eiga út lífið
26. Þá hefur þetta sennilega verið þess virði:-)
27. Ég á yndislega foreldra, klettana mína sem ég veit ekki hvernig lífið væri án
28. og lítinn 8 mánaða son sem ég gæti ekki ímyndað mér lífið án heldur
29. Hann er með fjórar tennur, 10 tær og 10 fingur, gullmoli:-)
30 Ég á einn bróðir, hann er 20 árum eldri en ég en samt erum við alsystkin, hann er vænsta skinn
31. Hann á konu og tvö frábær börn......
32. Ég bý í Spítalavegi í fallegri gamalli íbúð
33. Mig langar til að eiga þessa fasteign, ALLTAF
34. Ætla að mennta mig nokkuð mikið meira og fara til útlanda til þess
35. En fyrst ætla ég að vinna og átta mig á hvert ég ætla að stefna
36. Ég hef áhuga á að búa á Akureyri
37. En er ekki viss um að ég geri það alveg alltaf
39. Ég er pólitísk
40. Sumum finnst ég alvarleg og kannski virka ég þannig
41. En ég er samt oftar kát en ekki
42. Get virkað kuldaleg á þá sem ég þekki ekki og oft er fólk hrætt við mig sem þekkir mig ekki
43. En mér er slétt sama
44. Í rauninni er mér alveg sama hvað fólki finnst um mig, get ekki velt mér uppúr smáatriðum
45. Ég get verið fordómafull
46. og ákveðin
47. en samt er ég alltaf til í að hlusta á góð rök
48. Ég á hressa vini
49. Og oftast er nokkuð mikið að gerast hjá mér
50. EN ég er aðeins að róast og bráðum verð ég farin að kunna að slaka á
51. Ég elska að borða góðan mat með skemmtilegu fólki
52. og að syngja það er gaman
53.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli