23.2.04

Gleymskasta ever

Sjitt hvað ég er viðbjóðslega gleyminn og sunnan við mig... Ég gleymi einhverju í hvert einasta skipti sem ég fer í ræktina. Ég hef gleymt sundbolnum mínum allavega tvisvar og nú er hann hrofinn for gúdd sjampóinu og hárnæringunni allavega tvisvar líka, um daginn fannst brúsinn minn útá plani og það var ekki í fyrsta sinn sem ég gleymi honum, úrið mitt hefur gleymst þarna allavega einu sinni líka. Í dag fór ég í ræktina og var að leita að sundbolnum, fann hann ekki og þegar ég kom heim fattaði ég að ég gleymdi bolnum sem ég var í þegar ég var að æfa! Það er ekki sjens að ég spyrji dömuna um bolinn á morgun... Hún er nefnilega búin að finna út hvers vegna ég er með lyklana um hálsinn á RISA kippunni minni....... Svo ég týni þeim ekki döööhhhhhh!!!!!!!!!!!!!

Engin ummæli: