17.2.04

Ummm útlönd

Jæja, þá stendur ýmislegt til bóta til að hækka prósentutölu þeirra landa sem ég hef heimsótt. 17. júní fer ég til Slóveníu, hef reyndar komið þangað áður með mjög svo sérkennilegum árangri en ég hef betri trú á ferð minni þangað í sumar. 9. nóvember fer ég svo til Kúbu en sú ferð hefur verið greidd. Ég hef líka trú á að ég bregði mér allavega einu sinni á árinu til Bretlands og skála við Selmu og jafnvel taka eins og eitt gott vink í N.hill. Ferðirnar gætu orðið fleiri, hver veit ég bíð spennt eftir næsta ferðabækling.

Engin ummæli: