19.7.06

Sumarið kemur í hugum landsmanna


einmitt, það er ekki fyrr en þá. Og ég held að sumarið sé komið hjá fáum landsmönnum. Er ég orðin eitthvað þunglyndari með árunum eða er veðrið með versta móti miðað við júlí?

HN sagði í morgun þegar hann kom út á stétt: "Mamma, það er ekki kallt" Ég bara vei, nei það er ekki kallt, fyrsti morguninn sem hann fór út á peysunni. Nike úlpan ekki langt undan samt.
Kommon það er júlí, vissulega fínn dagur í dag miðað við í gær, en djöfull væri ég samt til í að það kæmi bara vetur punktur og svo sumar punktur. Að í maí, júní og júlí gæti ég farið berfætt í skóna og verið í léttum jakka. Ekki í kanínusokkum frá Glófa og svörtum Hummel íþróttajakka. Ég vil ekki vera með hor og hálsbólgu í júlí.... Djöfull, hvað er ég að pirra mig, ekki eins og maður ráði við veðrið. En þetta fer að koma gott, ég held að skerið sé ekki málið í mörg ár í viðbót.

kannski er það líka að hafa áhrif á pirringinn að ég hef fengið nokkur sms á síðustu dögum:
"Jesús það er svo heitt hérna, ég bara svitna og svitna"
"brúnkan frá Hróarskeldu að koma aftur, ligg bara í sólbaði og les"
"góður ilmurinn af sólarkreminu"

héllllllllllvítis, gott á hann að ég borgaði ferð til London í dag með hans korti hahahahahah;)
Já semsagt London, Grikkland og ýmislegt fleira gott á döfinni í sumarfríinu í byrjun september;)

Hætt þessu tuði og farin að vaska upp fyrst kvöldsólin er farin úr eldhúsglugganum!

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Mikið væri ég nú til í smá íslenskt rigningar sumar núna í nokkra daga. Já bara rok og rigningu, það væri fínt :p

Hadda sagði...

já þetta er sjálfsagt eins og með annað, hinn gullni meðalvegur er bestur

Nafnlaus sagði...

Your are Excellent. And so is your site! Keep up the good work. Bookmarked.
»

Nafnlaus sagði...

Hey what a great site keep up the work its excellent.
»