17.7.06

tjútt og tjill

Já, ég laug að lesendum mínum og slakaði ekkert á um helgina. Reyndar var ég ekkert sérlega æst á föstudaginn, borðaði subway með elskulegri mágkonu minni og bróður-börnum og dvaldi í dásemd á litla heimilinu mínu. Tók laugardaginn snemma en átti svo að eiga flug kl 14 til Akureyar( sem var leyndó). Þar var verið að gæsa eina af mínu uppáhalds og bestu vinkonum hana Kristjönu og ég ætlaði mér ekki að missa af því.
Mér varð ekki að ósk minni ég MISSTI af vélinni, vegna rigningar og sudda og umferðaslyss. Eftir að hafa svo verið húðskömmuð af starfsmanni Flugfélags Íslands, fyrir að vera of sein og jarí jarí jarí var mér sagt að ég þyrfti að borga 6000 kall til að komast með vél kl 5. Ég hélt ég færi að grenja! Ég hef aldrei misst af flugi.

Fór niðurdregin tilbaka í bílinn og meikaði ekki að fara inn og borga þennan 6000 kall og láta skamma mig, svo ég ákvað að hringja inn. Ég lenti á undursamlegri stúlku, Ólöfu Birnu, frænku hennar GUJU. Hún kannaðist við nafnið mitt og vitið menn, AUKAkostnaðurinn lækkaði um helming.. TAKK kærlega Ólöf Birna! Ég gat ekki einu sinni þakkað fyrir mig á staðnum því ég var bara aldeilis ekkert viss hver stúlkan er, enda svooo ómannglögg.

Norður komst ég, í því viðbjóðslegasta flugi sem ég hef lent í. "Kæru farþegar það gæti verið von á smá auka hristingi" og djíiiissssusss ég kom nötrandi út.

Akureyri heilsaði fallega, gullfallegur bær, gullfallegt veður, gullfalleg kona sem sótti mig og gullfallegar, fyndnar og yndislegar stelpur sem ég eyddi kvöldinu með. Hljómar lesbískt en það er alls ekkert þannig hehehehe

Kristjana er náttlega fallegasta gæsin og vá hvað ég á eftir að grenja í þessu brúðkaupi. Ég djammaði fram á morgun og gat svo ekki sofnað af ótta við að missa af fluginu. Var kominu á slaginu 8:30 á völlinn og þegar ég arkaði af stað útí vél var mér snúið við, og sagt að fara með næstu vél.
Ég bara jábbbb settist niður og sá enga vél, svo var mér sagt að fara af stað og einmitt, lítill grænlensk vél sem á að vera þar í innanlandsflugi. Hávaðinn var þvílíkur að ég hélt um höfuðið á mér og grúvði það milli læranna á meðan á flugi stóð.
Ég var sofnuð um kvöldmatarleytið í gær................. Fín helgi, en nú er það vatn, grænmeti og ræktin.. Nóg er komið!!

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hallo paeja, ja, hun Olof Birna min er sko algjor perla! Greinilega skemmtilegt ad fljuga innanlands. Hvar verdur thu svo 10-18. agust? kv. Guja

Hadda sagði...

Verð á ÍSLANDI - RVK:) Sé ég þig...
Fer svo út í byrjun sept, england, grikkland að ég held:)

Nafnlaus sagði...

Here are some links that I believe will be interested

Nafnlaus sagði...

Greets to the webmaster of this wonderful site! Keep up the good work. Thanks.
»