14.7.06

Flutningar

Eru sennilega það viðbjóðslegasta sem ég get hugsað mér. Var að fatta að á einu ári hef ég flutt átta sinnum!
ÁTTA - 8 sinnum
Fjórum sinnum í vinnunni: Frá Varmalandi í Borgartún-Kirkjuhvoll-Skaftahlíð og Skeifa
Fjórum sinnum hef ég skipt um heimili Frá Varmalandi - Njálsgata- Mávahlíð - Bergþórugta

Um helgina ætla ég ekki að gera neitt, ekki lyfta kassa, ekki þurrka af. EKKERT.
Það er alveg að koma helgi og ég barasta geeeeeeeet varla beðið.

Góða helgi lömbin mín

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ert eitthvað verri stelpa...hvað með alla þessa flutninga:-/ ....hhhmmm ekki það að ég geti sagt mikið...finnst alveg nóg að vera búin að flytja 2x á þessu ári og eiga eina flutninga eftir núna í september...þetta er óumdeilanlegasta það leiðinlegasta sem maður gerir! Ekki síst þegar bara skópörin fylla eina ferðatösku...vonandi hafðirðu það rosalega gott um helgina;) kær kveðja frá sviss...heiða sem er í hita- (og svita-) baði:-/

Nafnlaus sagði...

Hæ elsku Hadda mín takk fyrir allt um helgina og hugsaði mikið til þín í morgunn þegar ég vaknaði klukkan tíu hvort þú hafir komist í flugið í morgunn:)

lovjú
Kristjana

Nafnlaus sagði...

Very pretty design! Keep up the good work. Thanks.
»