1.10.06

Þjótandi tími


Trúi ekki að helgin sé að verða búin, er að komast í haustgírinn, sá gír fer mér vel. Þá laga ég kaffi á morgnana, fer ekki úr náttbuxunum fyrr en eftir staðgóðan morgunverð og lestur blaða. Ilmurinn af ristaðabrauðinu, rás 1 í bakgrunni og mogginn á eldhúsborðinu og barnaefnið mubblandi í sjónvarpinu. Á þessum stundum líður mér vel. Fann þessa tilfinningu um helgina. Ekki að skilja það svo að ég hafi hengslast hér um í náttfötunum, því ég hitti marga vini sem ég hef ekki hitt lengi, Hörpu Reynis, Sævar og KK**, Kristínu K og Ingólf um leið og glitti aðeins í K13 slektið;) Ég fór í labbitúr, HN fékk vinkonu sína af leikskólanum í langa heimsókn, fór í Masterclass hjá hinum þekkta djassista Kurt Elling í FÍH í morgun og ekki má gleyma nokkrum tímum sem fóru í tónfræðiteikningar. Gott að vera á lífi.

Annars er það að frétta að ég er alveg gapandi yfir Árna Johnsen, er manninum alvara með þessu bulli? Sýnir þetta ekki bara einna best hversu siðblindur og mígandi ruglaður hann er. Hann gerir engan greinarmun á veruleika og ekki veruleika og greinilega ekki á gríni og alvöru. Hinsvegar nenni ég lítið að blogga um fréttatengt efni, lifi og hrærist í fréttum allan daginn, ýmist að skrifa þær eða editera svo ég læt það gott heita en ó mæ, hvert er pólitíkin að fara árni, bensi og reyndar Guðfinna, hún ætti að geta keyrt eitthvað vitrænt í gegn á þingi.

** mynd tekin af brúðhjónunum sætu á giftingardaginn 26. ágúst 2006:)

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Langaði bara að senda þér knús elskan...

Hadda sagði...

Knús móttekið
Takk honey:)