14.10.06

Laugardagsmorgun....






Og mér langar sko ekki á ball....
Kominn tími á blogg? Látum okkur nú sjá, síðan síðast... úfff bara bissí bissí dagar... Ég klofa í gegnum vikuna á harðakani, vinna, FÍH, heimilishald og fleira skemmtilegt.
Eftir afmælið sem vísað vartil í síðustu blggfærslu, var ég frekar þreytt. Keyrði norður í gin-kóma. Ástand mitt minnti mig, (svona eftirá) á sjálfan mig á háskólaárunum. Sjitt, þetta verður ekki endurtekið á þessu ári. Núbb FÍH tekur "aðeins" meiri tíma og er "aðeins" annað en tónlistarskólinn á Akureyri. Ég sést því ansi lítið í vinnunni, þakka fyrir að vinna þarna í næsta nágrenni. Í gær fór ég t.d í tíma sem heitir hlustun og er alltaf á föstudögum. Ég hef aldrei komist í þesssa tíma áður. Hélt að ég væri að fara að skrifa niður einhverjar takta, en nei nei ég hlustaði í einn og hálfan tíma á hljóðfæri frá Indlandi, Taivan, Kamodíu og ég veit ekki hvaðan. Nöfnin á þessu hafði ég aldrei heyrt en hljóðin voru þokkalega svæfandi. Samnemandi minn hvíslaði því að mer að það yrði svo ekkert próf þarna, bara tveir fyrirlestar sem maður þarf að flytja. Tónfræðipróf í þarnæstuviku, 8 er lámarkseinkunn og það má segja það að ég bara segi nú bar jájá einmitt. Það próf er einmitt verklegt og skriflegt. Jájá maður þarf að dansa!!!

Svo átti mammsa mín stórafmæli, varð sjötug kellingin og hélt þetta líka ákaflega sæta og skemmtilega partý. Ég kom henni til að gráta, með því að storma inn með hljóðfæraleikara og syngja þrjú lög. Well þetta var gaman, hún var ánægð, og allir glaðir.. Góðar veitingar og skemmtilegt fólk.
Nú er ég hinsvegar heima með lítinn veikan snáðann sem vaknaði með hita og hausverk. Ohhhh ég er svo komin með nóg af veikindum...

Ætla að smella inn myndum úr afmælinu, af MÉR og familíunni...

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Til hamingju med mömmu tina! Djö harka er annars i ter kona...eg skil ekki hvernig tu ferd ad gera allt tad sem tu ert ad gera!!! Vonandi hressist prinsinn sem allra allra fyrst! Batnadarkvedjur fra sviss, Heida