20.10.06

Minntist einhver á veikindi?

Og að mér leiddust veikindi?
Júbb alveg rétt, passar því hlaupabólan er mætt í bæinn og inná mitt heimili. Og þær svoleiðist fjölga sér eins og ég veit ekki hvað, andlit, bak, magi, handleggir, fjölfaldaðir á við í gær... 'itrkekaður blóðnasir er algerlega ekki að gera sig. Djöfull er lykt af blóði viðbjóðslega vond.

Hentar obbboslega vel þar sem að ég er að verkefnastýra stærsta verkefni sem ég hef fengið til þessa í hendurnar í vinnunni. Líka ferlega týbískt að pabbinn sé að koma á þriðjudaginn, þetta gat ekki gerst viku seinna...

En lítum á björtu hliðarnar, þetta er ekki ólæknandi, ég get unnið að heiman og barnið er afskaplega ljúft og meðfærilegt;) það er semsagt barnið sem er með hlaupabóluna og ég vona innilega að ég smitist ekki líka.

Góða helgi lömbin mín

3 ummæli:

Ingó sagði...
Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.
Nafnlaus sagði...

Er ekki bara fínt að strákurinn sé núna búinn að fá hlaupabóluna. Það er víst ekkert sniðugt að fá hana á fullorðinsárum.

Nafnlaus sagði...

Hann er svo óttalegt krútt... ég gaf honum prinsessuplástur á eina bóluna þegar hún sprakk í gær og hann var þetta litla montinn ;)
Tók myndir af honum... sendi þér þær þegar þær eru komnar í tölvuna...