28.12.06

Norður komst ég og aftur heim






Júbb ég komst norður, Ragnar bjargaði rassgatinu á litlu fjölskyldunni enn eina ferðina og ferjaði okkur norður. Það gekk áfallalaust fyrir sig enda eðal kaggi þarna á ferð og eðal Raggi náttúrulega. Jólin voru yndæl, matur, konfekt, malt og appelsín, rauðvín, bjór, kúr undir sæng, sjónvarpsgláp, hittingur vina, kaffihús og almennur stjarfi af áti einkenndi þessi jólin. Á jólanótt stóð ég vopnuð risa flassi og hjálpaði ljósmyndaranum að mynda yfirgefið hús. Gekk fínt;)

Á annan í jólum komum við svo heim með flugi og það verður nú að segjast að við vorum öll fegin að komast í okkar holur og okkar dót. Hinsvegar var það fjandanum erfiðara að vakna í gærmorgun til að mæta í vinnuna. Usss ætti náttúrulega að banna svona vinnu milli jóla og nýárs. Reyndar er tiltölulega rólegt hérna hjá mér svo þetta er allt í key. Ætla að smella hérna inn nokkrum myndum af erfingjanum áður en ég hendist út til að kaupa jólagjafir fyrir ensku familíuna enda ekkert eftir nema að skella sér til London á morgun;)

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Góða ferð góða ferð góða feeeerð... knús til ykkar allra, skemmtið ykkur ógó vel í úglandinu..
knús frá selmunni

Hadda sagði...

takkkkkkkkkk ég skila kveðju til Londres;)

Nafnlaus sagði...

Gleðileg jól og góða ferð til London!
Bið að heilsa feðgunum kátu :D

Nafnlaus sagði...

Hæ elsku dúllurnar mínar...ohh mikið sakna ég ykkar hrikalega mikið hundfúlt. En svona er þegar maður nýtir mínúturnar of mikið í rúminu:-)
Hafið það rosalega gott í London, og ekki slæmt þar sem útsölurnar eru nú byrjaðar ekki satt:-)
Hlakka til að sjá ykkur vonandi sem fyrst.

Knús og kossar úr greninu