3.12.06

Hadda mis

Í haust fórum við í smá óvissuferð í vinnunni sem ég hef sagt frá hér áður, eftir að hafa klifrað og svitnaði í Adrenalíngarðinum fórum við til Hveragerðis og í sund í Laugaskarði.
Við vorum þrjár stelpur í ferðinni sem fórum saman í klefann, afklæddust og smelltum okkur í sturtu og sunbolina. Þarna var ég kannski búin að drekka 2 bjóra ekki mikið meira en það, smellti mér í heitapottinn og lá þar í smá tíma. Þegar þeirri lögn var lokið sá ég að það væri sennilega best fyrir mig að fara uppúr og þvo hausinn og gera mig ready fyrir humar á Stokkseyri. Ég semsagt fór í sturtuna og að henni lokinni sest ég aðeins á bekkinn þar sem fötin mín héngu. Tók myndavélina mína sem var þarna við hliðina á mér og var að skoða myndir sem ég hafði tekið yfir daginn. Þá kemur samstarfskona mín og ég segi við hana í gríni. Hey Silja, má ég taka af þér nektarmynd? Þegar ég segi þetta er ég enn að skoða myndirnar og lít ekki upp, hinsvegar svara Silja engu. Þá lít ég á manneskjuna við hliðina á mér sem er EKKI Silja heldur einhver allt önnur hávaxin grönn stúlka sem starir á mig. Ég fór í frekar mikla flækju þarna á bekknum, nakin með myndavélina í fanginu og engin þarna nálægur sem hugsanlega gæti verið samstarfskona mín og ég bara ehhhmmm djók, sorrý var að gera smá djók i samstarfskonu minni og jaríjarí. Döfull sem ég hefði viljað vera gleypt af jörðinni á þessu augnabliki.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Og konan sagdi barasta ekkert? Guja

Hadda sagði...

hún meira brosti bara og horfði á mig svona ..sjitt hvað þú ert sikk- lúkki

Nafnlaus sagði...

he he he he he he he he he he

Hefði svo sannalega vilja vera fluga á vegg þarna.
og ekki í fyrsta skiptið þegar þú átt í hlut :-)

Nafnlaus sagði...

Hehehe... þú hefðir bara átt að segja..."ég get svo sem bara tekið mynd af þér" og smella svo af ;)