31.12.06

Nú er árið 2006 liðið og kemur aldrei tilbaka

Ég óska fjölskyldu, vinum mínum og lesendum síðunnar ef það eru aðrir en falla undir þessa skilgreiningu, friðar og gæfu á árinu 2007. Þakka með þökk í hjarta fyrir allt gott og gamallt.

Í gæR fórum við litla familían í langa göngu um London, ég á það til að renna svona yfir árið í hausnum á mér á þessum degi. Það var alltaf gert heima að hver átti að nefna 3 atriði sem stóðu uppúr sem góð atriði og önnur miður góð- svona öpps and dáns á árinu. Mér þykir þetta ár sem er að líða alveg einstaklega tíðindalítið, er samt að hugsa um að renna yfir það svona lauslega. Fyrir mig svo þeir sem ekki hafa áhuga geta hætt að lesa núna;)

Janúar: Eftir ömurleg veikindi milli jóla og nýárs kom ég frá Akureyri með flugi snemma morguns, bíllinn minn fór ekki i gang og ég mann enn hvað mér var kallt þegar ég kom Nóa á leikskólann með leigubíl og sjálfri mér í vinnuna... Jaðraði við þunglyndi að koma heim í kuldann og vinnuna sem tók sífelldum breytingum. Janúar leið bara blessunalega hratt og vottaði ekki fyrir söknuði þegar sá mánuður kvaddi.
Febrúar: Ég man lítið eftir þessum mánuði. Hélt reyndar stórgott teiti á afmælinu mínu með Ragga. Tjúttaði með mínum góðu vinum og stóð ekki uppúr rúminu daginn eftir.
Mars: Usss einstaklega daufur mánuður, smá rússibani í einkalífinu, árshátíð 365 og stíf megrun í gangi heheh
Apríl: London um páskana, áttum einstaklega ljúfa páska hjá ensku familíunni. Eyddum páskadegi í minnsta sumarhúsi veraldar að drepast úr kulda, en páskaeggið og indverski dinnerinn úr marks og spencer komu sér vel:)
Maí: Fór aftur til London, svaf, borðaði og lék mér. Fór með Ævari frænda í sína fyrstu ferð erlendis og við skemmtum okkur stórvel.
Júní: Eyddi júní að miklum hluta með skottunum tveimur, litla skottið varð þriggja ára og við héldum frábært afmæli í Mávahlíðinni. Fór í lok júní á Hróarskeldu sem mér fannst ekki spes og mun ekki endurtaka.
Júlí: Flutti úr Mávahlíðinni á Bergþórugötuna, sennilega það leiðinlegasta sem ég geri er að flytja og ég geri of mikið að því. Já ef einhver veit um fallega íbúð til sölu í RVK þá endilega láta mig vita.
Ágúst: Byrjaði á verslunarmannahelginni á Akureyri. Man ekkert hvað ég gerði í ágúst annað en að vinna og lifa fyrir sumarfríið sem var framundan. KK og Sævar giftu sig og ég fékk að vera gestur í yndislegu brúðkaupi.
September: Eyddi septembermánuði á grískri eyju og í London. Það var of dásamlegt. Þegar ég verð gömul ætla ég að flytja til Grikklands, hef sjaldan gert neitt eins erfitt og að byrja aftur að vinna og koma heim í skítaholuna á Bergþórugötunni.
Október: Mamma fagnaði stórafmæli og við Nói nutum haustsins í 101 RVK
Nóvember: Höfðum það gott við undirbúning jólanna, mánuðurinn flaug framhjá eins og vill verða þegar skottin eru bæði hjá mér. Fékk nýtt hlutverk í vinnunni, hef unnið meira og minna síðan.
Desember: Jóla jóla jóla, jól á Akureyri, tónleikar, vont veður og mikil vinna, flogið í notalegheitin í London í lok mánaðar þaðan sem þetta er bloggað.


Mikið djefilll líður tíminn hratt. Kannski ekkert svo tíðindalítið ár. Fimm utanlandsferðir og hopp og hí um Ísland. Finnst svo stutt síðan ég var að brasa í janúar 2006, vona að þetta ár verði gott. Er með nokkur markmið fyrir árið en engin sem ég ætla að garga hér á bloggið, nema kannski að sælgæti mun ég ekki setja inn fyrir mínar varir árið 2007 og til NY eða San Fran fer ég;)

Annars er bara allt gott héðan, deginum eytt í útivist og rólóvellir kannaðir. Innandyra umvafinn ættingjum sem slefa hreinlega yfir erfingjanum. Sérdeilis gott það.
Biðjum að heilsa heim

GLEÐILEGT ÁR OG MEGIÐ ÞIÐ EIGA BESTA ÁRIÐ YKKAR HINGAÐTIL FRAMUNDAN

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gleðilegt ár ljúfan mín.. vonandi hafið þið það agalega gott í london.. við að heilsa skottunum

Nafnlaus sagði...

Gleðileg ár elsku Hadda og Nóakroppið!

Kíki alltaf á ykkur reglulega þó ég gleymi oftast að kvitta :-)

Nafnlaus sagði...

Sömuleiðis :) Knúsaðu Hreiðar Nóa frá okkur hér á K5 :)

Nafnlaus sagði...

Elsku Hadda, og Hreiðar Nói að sjálfsögðu líka:) Gleðilegt ár til ykkar fjölskyldunnar. Ætlaði nú alltaf að svara póstinum frá þér en hef sem sagt ekki komið því í verk..sjeim on mí! Kærar þakkir fyrir lykilorðið..þú ert nú alveg ótrúleg:) Ég er búin að hlusta á helling af úrvalsíslenskri tónlist!!! Hafið það nú gott í London! kærar kveðjur frá Sviss, heiða

Nafnlaus sagði...

Elsku Hadda mín,

Gleðilegt ár sömuleiðis. Gaman að lesa "hratt yfir sögu" pistilinn og ánægjulegt að vera eitt af viðburðunum sem hafa staðið upp úr í lífi höddunnar yfir mánuði ársins. Góðar kveðjur og endalaust knús til London og mikið agalega sakna ég ykkar sárt og hlakka til að hitta ykkur vonandi sem fyrst. MIkil elska og endalaus hamingja til ykkar í Londres

KK og kósýco