20.1.04

Stöðumælaverðir

hafa í nokkurn tíma vakið áhuga minn. Ég veit ekki nákvæmlega hvað það er en áhugaverðir eru þeir. Ég hef aldrei skilið þennan ómælda áhuga á að sekta mann, ég hef það á tilfinningunni að ef maður væri í þessu djobbi væri manni slétt sama hvort einhver kerling fengi sekt eða slyppi þar sem hún kemur móð og slefandi rétt í því sem verið er að skrifa sektina. Ég ákvað um daginn að tala við einn ónefndann stöðumælavörð hér á akureyri, síðhærður og dularfullur karlmaður. Ég hafði nefnilega lagt nánast uppá skafl og vegavinnugúrúin voru búin að moka fyrir stöðumælana sem mér datt ekki til hugar að fara að leita að. Ég kalla á gaurinn, spyr hvort ég þurfi nokkuð að vera að borga. Og að stóð ekki á viðbrögðunum hann rak upp þetta litla gólið og hló og hló. Ég hugsaði sjitt hann er að fá taugaáfall hérna á planinu. Milli hláturskviðanna sagði hann mér svo að ég gæti náttúrulega ekkert borgað þar sem mælarnir væru undir snjóskafli. Ég starði á manninn, hann reyndi að hemja sig stóð þarna nötrandi og skjálfandi. Ég er viss um að það hefur enginn talað við þennan gaur í svona fimm ár, nema þá kannski að öskra á hann þegar hann skrifar sektir á bílana. Ég vissi ekki hvernig ég átti að bregðast við þessum manni, ég glotti bara meðan hann hristist á planinu og þegar ég labbaði mér í burtu var hann enn takandi bakföll af látri. Hvað er málið? Fékk hann taugaáfall þegar ég kallaði á hann?
Eg hef aldrei séð annað eins, ég mun sennilega þurfa að heilsa honum næstu fimmtán árin ég er örugglega vinkona hans að hans mati! Ég er að hugsa um að sækja um stöðumælavarðadjobb, flott að vera með viðskiptafræðimenntun í klinkinu, get reiknað út arðsemi tíkallanna.

Engin ummæli: