svo viðbjóðslega illa í nótt. Dreymdi (ekki í fyrsta sinn) að ég væri búin að selja Spítalaveginn og kaupa íbúð í Hafnarfirði. Ég hágrét allan drauminn af pirring yfir að hafa keypt íbúðina sem var meira eins og sölubás án þess að hafa séð hana. Enda var hún viðbjóður og ég var allan tímann að telja mér trú um að ég myndi fá mína aftur þyrfti bara að útskýra þetta fyrir kaupendanum á Akureyri. Hvað er maður steiktur. Ég er vonandi ekki á leið til Hafnafjarðar í nánustu framtíð til að búa þar, ekki að ég hafi e-u á móti Hafnarfirði.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli