23.1.04

Hugsa sér

stingsög, handsög, járnsög, bútsög, hjólsög, gráðusög... Mikið er maður lítið inní sag-bransanum. Ég hefði ekki trúað hversu fjölbreytt vöruúrval er í sag-deildinni í Húsasmiðjunni. Maður yrði glæsilegur ef maður hyggðist reisa sér hús. Veit varla mun á nagla og skrúfu, hvað þá að ég þekki þessar sagir í sundur og enn frekar að ég viti til hvers trébúkki, hurðarþvinga, skrúfbitasett, juðari, fræsari, kíttisgrind og kapalkefli er notað..... Það er ýmislegt sem maður þekkir ekki.. greinilega:-) Algjörlega innihaldslaus pistill en svona er ég nú skrítin stelpa ég velti þessu alvarlega fyrir mér!

Engin ummæli: