algengasta spurningin sem ég fæ þessa dagana: Afhverju fórst þú ekki í IDOL? Ég spyr: Er ég týpan semfer í IDOL? Nei einmitt.
Hef annars orðið fyrir miklum vonbrigðum með þennan þátt, mér finnst alltílæ að gera þær kröfur að þeir einstaklingar sem komast í úrslit haldi lagi og það alltaf. Maður á ekki að vera stressaður fyrir þeirra hönd hvort að röddin bresti eða hvort þeir yfirleitt nái að syngja lagið án þess að klúðra því, manni ætti að finnast þau öll viðbjóðslega flink en ekki sitja með aulahroll niður bakið á sér á meðan maður horfir. Þetta er mitt mat og þarf að engu að endurspegla mat þjóðarinnar.
Kallt mat, Kalli verður fyrsta IDOL stjarna íslendinga, hann hefur líka nánast alltaf haldið lagi sem er skilyrði. Hann er samt alveg laus við að vera sjarmerandi blessaður karlinn.
Ég fylgist spennt með í kvöld:-) og vona að Ardís fari heim á Blönduós!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli