Kötturinn sem ég átti að passa fyrir fólkið á efri hæðinni er kominn í leitirnar. Hann hvarf á jóladag og hefur ekki látið sjá sig síðan.
Selma fann síðan eiginlega köttinn, eða sá auglýsingu í Brynju í gær og þvílík heppni því fólkið kom heim í gær og fékk þá bara símanúmerin í hendur. Kattarálfurinn er þa búin að halda til í næstu götu síðan á jóladag. Aulinn stígur ekki í vitið og þá á ég við köttinn.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli