Ég hef verið að velta dálitlu fyrir mér. Hrjóta konur öðruvísi en karlmenn? Ég heyri í hrotum af efri hæðinni þegar ég sit í stofunni minn og allt er hljótt. Ég heyri þessar hrotur oft, þær eru reglulegar.
Eg hef semsagt alltaf haldið að þetta sé í manninum uppi, alltaf. En er ekki alveg jafn líklegt að þetta sé konan? Hvurn andskotann veit ég um það. Þetta eru bara fordómar í mér gegn karlmönnum er það ekki?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli