25.1.04
Konan í köflótta stólnum
Áður en ég sofnaði í gær kláraði ég bókina Konan í köflóttastólnum. Bókin fjallar um íslenska konu og baráttu hennar við þunglyndi. Í bókinni er rakin læknismeðferð hennar sem stóð yfir í 10 ár, þrisvar í viku. Ég hugsaði mikið meðan ég las bókina, mikið ægilega hlýtur að vera erfitt að greinast með geðsjúkdóm, það er svo erfitt að skilja þessa hluti og ekki sjens að kippa þeim burt með einni skurðaðgerð. Eftir að hafa lesið bókina, er ég ennþá staðráðnari í því að fólk á aldrei að þegja og byrgja hluti inni. Nauðsynlegt er að hlúa að sálinni samhliða líkamanum og jafnvel líta á sálina sem eitt af líffærunum sem þurfa að vera í lagi, líkt og hjartavöðvinn þarf að pumpa blóði svo við höldum lífi. Ég held líka að ég hafi bara lært ýmislegt af þessari bók sem ég get nýtt mér, það er gott mál.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli