Í morgun sat ég inní herbergi og var að lesa, ég bý í frekar hljóðbæru húsi og því er maður ekkert að kippa sér upp við ýmsa skelli og læti. Í morgun fannst mér samt eins og einhver umgangur væri frammi en átti samt ekki von á neinum í heimsókn á laugardagsmorgni. Ég ákvað að fara samt fram og athuga málið og sé ég þá ekki hvar eldri maður uppáklæddur stendur á miðju stofugólfinu... Hann góndi á mig og spurði hvort hann væri ekki í Lions-húsinu??? Hmmm nei ekki alveg, hann var að fara á samfund Lionsmanna á norðurlandi og fundurinn átti að vera fyrir neðan sjúkrahúsið. Ég vissi nú ekki til að eitthvað Lionshús væri hér í götunni og reyndi að fletta þessu upp í símaskránni fyrir mannin sem var sko með lionsborða og merki næld í jakkafötin og agalega spenntur. Ég fann ekkert í símaskránni, dregur kallinn þá ekki upp þennan líka rosalega flotta síma, með myndavél og alles og hringir í Fjólu konuna sína. Fjóla skellir á hann óvart, hann reyndr aftur, þá er á tali og it goes on... Loks fann hann það út að fundurinn var í Spítalavegi 11 en ekki 15, hvar Spítalavegur 11 er hef ég ekki hugmynd um, en hann fór og hefur vonandi fundið húsið.
Hann þakkaði mér náttúrulega innilega fyrir hjálpina og ble ble... Þetta er bara týpískt ég....
Hver man ekki eftir því þegar asíubúinn með sólgleraugu dauðans bankaði uppá í Fjólugötunni. Ég get ekki annað en brosað!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli