19.1.04

Kvöldið í kvöld

var tileinkað góðum vinum, rauðvíni, skyrdesert og spjalli. Yndislegt. Tilefnið: ég náði helvítis suss má ekki blóta anskotans fjármálaviðbjóðnum. Jú takk takk, það var léttir. Þá er bara að spýta í lófana og bretta upp ermarnar og henda lokaverkefninu af. Ég finn rauðvínsandann svífa á mig. Við mæðgurnar erum fínar hérna, mammsa komin á dýnu og ég á leið í háttinn enda ræktin hálf átta í fyrramálið.

P.S ég er búin að berjast við að hafa þetta stafsetningafrítt, lifi rauðvínið, byltingin og Helgi Bergsss.
Smútzígú

Engin ummæli: