6.1.04

Lærinörd

Ég ætti kannski að drullast til að lesa, frekar en að fikta í þessari bloggsíðu minni.... Það verður samt að segjast að eftir að ég fékk aðstöðu hérna heima hjá mér er auðveldara að setjast niður og útiloka sig frá umhverfinu. Ég hef nebblega ekki haft sér borð eða stól, hvað þá herbergi til að læra við fyrr en núna og komin tími til enda fimm mánuðir í útskrift. Kannski maður verði bara lengur til að njóta herbergisins allir framámenn þjóðarinnar töfðust í skóla, reyndar menntaskóla.... Það segir Hrafn Gunnlaugsson allavega!

Engin ummæli: