14.3.04

Vinir & vinkonur

Jáhérna hér, ef að ég á ekki þá allra bestu vinkonu sem hugsast getur þá veit ég ekki hvað... Ég var að koma heim eftir erfiðan dag og vinkonan sú fær töluvert mörg rokkprik fyrir daginn í dag... huuuhummmm takk fyrir takk!!

Annars hef ég aðeins pælt í svona vina-vinkonustandi uppá síðkastið, ég hef alltaf átt og á góða vini, kannski engann her, en góða vini og svo kunningja þar tel ég vera stór munur á sko... En ég hef aldrei skilið þennan rifrilda, niðurrifsmóral innan vinahópa, ef maður á vini er maður vinur þeirra no matter.. nema eitthvað BIG komi uppá, en sumir virðast alltaf vera uppá kant við vini sína kunningja. Aldrei skilið svoleiðis bras enda drulluþreytandi ástand.

Engin ummæli: